Æfingarnar harðari en áður
Í gær birti Rúrik mynd af sér berum að ofan í ræktinni þar sem hann segist nú vera að æfa harðar en áður.
Training harder then ever… it hurts but I guess that’s the beauty of it.
Hárbeittur húmor hittir í mark
Myndin vakti mikla athygli en rúmlega tuttugu þúsund manns hafa líkað við myndina þegar þetta er skrifað. Hnyttin athugasemd tónlistarmannsins Jóns Jónssonar undir myndina vakti ekki síður athygli þar sem hann bendir á að það séu jú ekki bara æfingarnar sem séu harðar.
It's not just your trainings that are hard...
Rúrik kunni greinilega að meta hárbeittan húmor félaga síns og svarar athugasemd Jóns með nokkrum skellihlæjandi tjáknmyndum.
