Án Jóns Axels gegn heimsmeisturunum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 12:31 Jón Axel Guðmundsson í leik gegn Ítalíu fyrr í undankeppninni, sem Ísland vann eftir tvöfalda framlengingu. VÍSIR/BÁRA Íslenska landsliðið í körfubolta verður án tveggja fastamanna þegar liðið mætir ríkjandi heimsmeisturum Spánar á útivelli í undankeppni HM. Martin Hermannsson sleit krossband í hné í vor og mun því ekki spila meiri körfubolta á þessu ári. Craig Pedersen landsliðsþjálfari sagði svo frá því á RÚV í dag að Jón Axel Guðmundsson yrði ekki með á Spáni í kvöld vegna minni háttar bakmeiðsla, en að vonandi yrði hann með gegn Úkraínu í Ólafssal á laugardaginn. Þar með ætti Ragnar Ágúst Nathanaelsson að koma inn í íslenska hópinn. Þrír úr NBA-deildinni Ljóst er að nær óvinnandi verk bíður Íslands í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Í æfingahópi Spánverja fyrir leikinn eru meðal annars þrír leikmenn úr NBA-deildinni; bræðurnir Juancho og Willy Hernangómez, sem spila með Toronto Raptors og New Orleans Pelicans, og Usman Garuba úr Houston Rockets. Fleiri frábærir leikmenn eru í liðinu eins og leikstjórnandinn Lorenzo Brown sem fékk spænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa aldrei búið á Spáni eða eiga nokkur tengsl við landið. Möguleiki á að komast á HM í fyrsta sinn Ísland er nú að hefja leik á seinna stigi undankeppni HM. Ljóst er að Ísland á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni en ætla má að það velti á úrslitum í öðrum leikjum en útileik gegn heimsmeisturunum. Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu.Skjáskot/Wikipedia Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
Martin Hermannsson sleit krossband í hné í vor og mun því ekki spila meiri körfubolta á þessu ári. Craig Pedersen landsliðsþjálfari sagði svo frá því á RÚV í dag að Jón Axel Guðmundsson yrði ekki með á Spáni í kvöld vegna minni háttar bakmeiðsla, en að vonandi yrði hann með gegn Úkraínu í Ólafssal á laugardaginn. Þar með ætti Ragnar Ágúst Nathanaelsson að koma inn í íslenska hópinn. Þrír úr NBA-deildinni Ljóst er að nær óvinnandi verk bíður Íslands í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Í æfingahópi Spánverja fyrir leikinn eru meðal annars þrír leikmenn úr NBA-deildinni; bræðurnir Juancho og Willy Hernangómez, sem spila með Toronto Raptors og New Orleans Pelicans, og Usman Garuba úr Houston Rockets. Fleiri frábærir leikmenn eru í liðinu eins og leikstjórnandinn Lorenzo Brown sem fékk spænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa aldrei búið á Spáni eða eiga nokkur tengsl við landið. Möguleiki á að komast á HM í fyrsta sinn Ísland er nú að hefja leik á seinna stigi undankeppni HM. Ljóst er að Ísland á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni en ætla má að það velti á úrslitum í öðrum leikjum en útileik gegn heimsmeisturunum. Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu.Skjáskot/Wikipedia Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira