Telur að stórefla þurfi öryggi vegfarenda í miðborginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 20:33 Böðvar Tómasson framkvæmdastjóri Verkfræðisstofunnar Örugg. Vísir/Egill Stórefla þarf öryggi gangandi vegfarenda við stóra viðburði eins og Menningarnótt í miðbænum að mati sérfræðings í öryggismálum. Tvö tilvik þar sem ofurölvi ökumenn óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi sýni nauðsyn þess. Nánast allar götur í miðborg Reykjavíkur voru lokaðar fyrir umferð á Menningarnótt en þá fór líka fram Reykjavíkurmaraþon. Lögregla lokar götum yfirleitt með járnhliðum og ökutækjum. Við sögðum frá því í fréttum í gær að tveir ofurölvi ökumenn hefðu ekið inn á svæði þar sem mikil mannmergð var í miðbænum á Menningarnótt. Annar var stöðvaður við stóra sviðið á Lækjargötu rétt eftir flugeldasýninguna en hafði áður keyrt á tvo bíla og stórskemmt þá. Hinn ók á svipuðum tíma á mann á rafskútu við Þjóðleikhúsið sem slasaðist lítillega, en þar var líka mikill mannfjöldi. Hann náðist ekki fyrr en á Sæbraut. Böðvar Tómason sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkfræðistofunni Örugg segir mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys. Það þurfi að hafa mun sterkari öryggisvarnir á slíkum svæðum. „Þetta hefði getað verið mun alvarlegra því þegar við erum með svona mikinn fólksfjölda þá valda einstök tilvik mjög mikilli hættu. Það þarf að gera öryggisáhættugreiningu fyrir svona og tryggja það að varnir séu í samræmi við áhættu,“ segir hann. Dæmi erlendis frá sýni hversu mikilvægt sé að viðhafa slíkar varnir. „Það er því miður tiltölulega algengt núna að ökutæki séu notuð sem vopn og líka að það verði ýmisleg slys við sjáum það í Skandinavíu og Evrópu,“ segir hann. Böðvar segir hægt að grípa til margs konar ráðstafana eins og að reisa stólpa sem væri hægt að stjórna eftir því hvort þurfi að loka svæðum . „Það þarf að koma upp vörnum sem þola skilgreint álag eða þá stærð ökutækja sem við viljum verjast,“ segir Böðvar. Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Lögreglan Umferðaröryggi Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Nánast allar götur í miðborg Reykjavíkur voru lokaðar fyrir umferð á Menningarnótt en þá fór líka fram Reykjavíkurmaraþon. Lögregla lokar götum yfirleitt með járnhliðum og ökutækjum. Við sögðum frá því í fréttum í gær að tveir ofurölvi ökumenn hefðu ekið inn á svæði þar sem mikil mannmergð var í miðbænum á Menningarnótt. Annar var stöðvaður við stóra sviðið á Lækjargötu rétt eftir flugeldasýninguna en hafði áður keyrt á tvo bíla og stórskemmt þá. Hinn ók á svipuðum tíma á mann á rafskútu við Þjóðleikhúsið sem slasaðist lítillega, en þar var líka mikill mannfjöldi. Hann náðist ekki fyrr en á Sæbraut. Böðvar Tómason sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkfræðistofunni Örugg segir mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys. Það þurfi að hafa mun sterkari öryggisvarnir á slíkum svæðum. „Þetta hefði getað verið mun alvarlegra því þegar við erum með svona mikinn fólksfjölda þá valda einstök tilvik mjög mikilli hættu. Það þarf að gera öryggisáhættugreiningu fyrir svona og tryggja það að varnir séu í samræmi við áhættu,“ segir hann. Dæmi erlendis frá sýni hversu mikilvægt sé að viðhafa slíkar varnir. „Það er því miður tiltölulega algengt núna að ökutæki séu notuð sem vopn og líka að það verði ýmisleg slys við sjáum það í Skandinavíu og Evrópu,“ segir hann. Böðvar segir hægt að grípa til margs konar ráðstafana eins og að reisa stólpa sem væri hægt að stjórna eftir því hvort þurfi að loka svæðum . „Það þarf að koma upp vörnum sem þola skilgreint álag eða þá stærð ökutækja sem við viljum verjast,“ segir Böðvar.
Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Lögreglan Umferðaröryggi Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira