Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2022 13:26 Málið hefur snert samfélagið á Blönduósi og fólk um allt land. Vísir Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. Mbl.is birtir yfirlýsinguna á vef sínum þar sem segir að fjölskyldan biðji fyrir manninum sem liggi þungt hladinn á sjúkrahúsi eftir skotárásina. Þeirra von sé sú að hann nái heilsu. „Frá fjölskyldu Brynjars Þórs Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir sem urðu til þess að hann lét lífið, kunningjakona okkar einnig og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Við syrgjum bróður og son. Við getum ekki svarað fyrir gjörðir hans og hann ekki heldur. Við viljum biðja fjölmiðla að sýna okkur skilning og virða einkalíf okkar, og Brynjars. Við biðjum fyrir því að Kári nái heilsu og sendum fjölskyldunni, vinum og öðrum sem eiga um sárt að binda innilegar samúðarkveðjur. Við viljum biðja fjölmiðla um tillitsemi. Þrátt fyrir ákvarðanir Brynjars þá syrgjum við kæran son og bróður. Með kveðju, Foreldrar og systkini Brynjars“ Börn hjónanna sem urðu fyrir árás Brynjars sendu frá sér yfirlýsingu í morgun. Þar báðu þau fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í þeirra nánustu. Yfirlýsinguna má sjá að neðan. Á sunnudaginn breyttist líf okkar til frambúðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs okkar, fjölskyldu og heimilis. Við þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður okkar og hlúa að föður okkar. Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það. Sandra, Hilmar, Pétur og Karen. Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér stutta tilkynningu í gær þar sem hún sagði að rannsókn málsins miðaði vel. Þótt málið hafi komið upp í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þá er rannsókn þess, lögum samkvæmt, í höndum embættisins sem hefur ekki svarað neinum spurningum fjölmiðla varðandi málið. Ekki hefur náðst í Páleyju Bergþórsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir ítrekaðar og formlegar beiðnir þess efnis bæði í gær og í dag. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Mbl.is birtir yfirlýsinguna á vef sínum þar sem segir að fjölskyldan biðji fyrir manninum sem liggi þungt hladinn á sjúkrahúsi eftir skotárásina. Þeirra von sé sú að hann nái heilsu. „Frá fjölskyldu Brynjars Þórs Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir sem urðu til þess að hann lét lífið, kunningjakona okkar einnig og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Við syrgjum bróður og son. Við getum ekki svarað fyrir gjörðir hans og hann ekki heldur. Við viljum biðja fjölmiðla að sýna okkur skilning og virða einkalíf okkar, og Brynjars. Við biðjum fyrir því að Kári nái heilsu og sendum fjölskyldunni, vinum og öðrum sem eiga um sárt að binda innilegar samúðarkveðjur. Við viljum biðja fjölmiðla um tillitsemi. Þrátt fyrir ákvarðanir Brynjars þá syrgjum við kæran son og bróður. Með kveðju, Foreldrar og systkini Brynjars“ Börn hjónanna sem urðu fyrir árás Brynjars sendu frá sér yfirlýsingu í morgun. Þar báðu þau fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í þeirra nánustu. Yfirlýsinguna má sjá að neðan. Á sunnudaginn breyttist líf okkar til frambúðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs okkar, fjölskyldu og heimilis. Við þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður okkar og hlúa að föður okkar. Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það. Sandra, Hilmar, Pétur og Karen. Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér stutta tilkynningu í gær þar sem hún sagði að rannsókn málsins miðaði vel. Þótt málið hafi komið upp í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þá er rannsókn þess, lögum samkvæmt, í höndum embættisins sem hefur ekki svarað neinum spurningum fjölmiðla varðandi málið. Ekki hefur náðst í Páleyju Bergþórsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir ítrekaðar og formlegar beiðnir þess efnis bæði í gær og í dag.
„Frá fjölskyldu Brynjars Þórs Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir sem urðu til þess að hann lét lífið, kunningjakona okkar einnig og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Við syrgjum bróður og son. Við getum ekki svarað fyrir gjörðir hans og hann ekki heldur. Við viljum biðja fjölmiðla að sýna okkur skilning og virða einkalíf okkar, og Brynjars. Við biðjum fyrir því að Kári nái heilsu og sendum fjölskyldunni, vinum og öðrum sem eiga um sárt að binda innilegar samúðarkveðjur. Við viljum biðja fjölmiðla um tillitsemi. Þrátt fyrir ákvarðanir Brynjars þá syrgjum við kæran son og bróður. Með kveðju, Foreldrar og systkini Brynjars“
Á sunnudaginn breyttist líf okkar til frambúðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs okkar, fjölskyldu og heimilis. Við þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður okkar og hlúa að föður okkar. Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það. Sandra, Hilmar, Pétur og Karen.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24