Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2022 13:26 Málið hefur snert samfélagið á Blönduósi og fólk um allt land. Vísir Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. Mbl.is birtir yfirlýsinguna á vef sínum þar sem segir að fjölskyldan biðji fyrir manninum sem liggi þungt hladinn á sjúkrahúsi eftir skotárásina. Þeirra von sé sú að hann nái heilsu. „Frá fjölskyldu Brynjars Þórs Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir sem urðu til þess að hann lét lífið, kunningjakona okkar einnig og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Við syrgjum bróður og son. Við getum ekki svarað fyrir gjörðir hans og hann ekki heldur. Við viljum biðja fjölmiðla að sýna okkur skilning og virða einkalíf okkar, og Brynjars. Við biðjum fyrir því að Kári nái heilsu og sendum fjölskyldunni, vinum og öðrum sem eiga um sárt að binda innilegar samúðarkveðjur. Við viljum biðja fjölmiðla um tillitsemi. Þrátt fyrir ákvarðanir Brynjars þá syrgjum við kæran son og bróður. Með kveðju, Foreldrar og systkini Brynjars“ Börn hjónanna sem urðu fyrir árás Brynjars sendu frá sér yfirlýsingu í morgun. Þar báðu þau fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í þeirra nánustu. Yfirlýsinguna má sjá að neðan. Á sunnudaginn breyttist líf okkar til frambúðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs okkar, fjölskyldu og heimilis. Við þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður okkar og hlúa að föður okkar. Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það. Sandra, Hilmar, Pétur og Karen. Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér stutta tilkynningu í gær þar sem hún sagði að rannsókn málsins miðaði vel. Þótt málið hafi komið upp í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þá er rannsókn þess, lögum samkvæmt, í höndum embættisins sem hefur ekki svarað neinum spurningum fjölmiðla varðandi málið. Ekki hefur náðst í Páleyju Bergþórsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir ítrekaðar og formlegar beiðnir þess efnis bæði í gær og í dag. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Mbl.is birtir yfirlýsinguna á vef sínum þar sem segir að fjölskyldan biðji fyrir manninum sem liggi þungt hladinn á sjúkrahúsi eftir skotárásina. Þeirra von sé sú að hann nái heilsu. „Frá fjölskyldu Brynjars Þórs Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir sem urðu til þess að hann lét lífið, kunningjakona okkar einnig og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Við syrgjum bróður og son. Við getum ekki svarað fyrir gjörðir hans og hann ekki heldur. Við viljum biðja fjölmiðla að sýna okkur skilning og virða einkalíf okkar, og Brynjars. Við biðjum fyrir því að Kári nái heilsu og sendum fjölskyldunni, vinum og öðrum sem eiga um sárt að binda innilegar samúðarkveðjur. Við viljum biðja fjölmiðla um tillitsemi. Þrátt fyrir ákvarðanir Brynjars þá syrgjum við kæran son og bróður. Með kveðju, Foreldrar og systkini Brynjars“ Börn hjónanna sem urðu fyrir árás Brynjars sendu frá sér yfirlýsingu í morgun. Þar báðu þau fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í þeirra nánustu. Yfirlýsinguna má sjá að neðan. Á sunnudaginn breyttist líf okkar til frambúðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs okkar, fjölskyldu og heimilis. Við þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður okkar og hlúa að föður okkar. Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það. Sandra, Hilmar, Pétur og Karen. Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér stutta tilkynningu í gær þar sem hún sagði að rannsókn málsins miðaði vel. Þótt málið hafi komið upp í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þá er rannsókn þess, lögum samkvæmt, í höndum embættisins sem hefur ekki svarað neinum spurningum fjölmiðla varðandi málið. Ekki hefur náðst í Páleyju Bergþórsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir ítrekaðar og formlegar beiðnir þess efnis bæði í gær og í dag.
„Frá fjölskyldu Brynjars Þórs Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir sem urðu til þess að hann lét lífið, kunningjakona okkar einnig og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Við syrgjum bróður og son. Við getum ekki svarað fyrir gjörðir hans og hann ekki heldur. Við viljum biðja fjölmiðla að sýna okkur skilning og virða einkalíf okkar, og Brynjars. Við biðjum fyrir því að Kári nái heilsu og sendum fjölskyldunni, vinum og öðrum sem eiga um sárt að binda innilegar samúðarkveðjur. Við viljum biðja fjölmiðla um tillitsemi. Þrátt fyrir ákvarðanir Brynjars þá syrgjum við kæran son og bróður. Með kveðju, Foreldrar og systkini Brynjars“
Á sunnudaginn breyttist líf okkar til frambúðar og verður aldrei aftur eins. Við syrgjum móður okkar og faðir okkar er alvarlega særður á spítala. Okkur hafa borist hlýjar kveðjur og stuðningur úr öllum landshornum. Fyrir það erum við þakklát. Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna. Það er enn þyngra þegar fjölmiðlar flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri friðhelgi einkalífs okkar með myndbirtingum og síendurteknum hringingum í okkur, nánustu vini og ættingja. Þess vegna viljum við góðfúslega biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs okkar, fjölskyldu og heimilis. Við þurfum frið til þess að takast á við þetta áfall, til að syrgja móður okkar og hlúa að föður okkar. Því í dag er ekkert mikilvægara en að hann nái heilsu á ný. Allt sem við höfum að segja kemur fram hér að ofan. Við munum ekki tjá okkar frekar. Við ítrekum að við biðjum fjölmiðla að virða það. Sandra, Hilmar, Pétur og Karen.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
„Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24