Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma vegna umræðunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 19:02 Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðismál ekki í nógu miklum forgangi í samfélaginu. vísir/egill Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir fólk með geðrænan vanda verða hrætt þegar mál á borð við Blönduósmálið komi upp. Engar rannsóknir sýni tengsl milli geðræns vanda og þess að beita ofbeldi. Fram hefur komið í fréttum í dag að maðurinn, sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi í gærmorgun, hafi glímt við geðrænan vanda. Skotfélagið Markviss hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan mannsins en að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra barst embættinu engin formlega tilkynning um slíkt. Geðheilbrigðismál ekki nógu framarlega í forgangsröðun Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mál sem þetta segi okkur ekki endilega nokkuð um kerfið eða samfélagið. „Ég veit ekki hvort það sé rétt að taka þetta mál sérstaklega og segja að það segi okkur eitthvað um kerfið eða samfélagið. Hins vegar höfum við hjá Geðhjálp bent á það lengi að gerænar áskoranir og hvernig við tökum á geðheilbrigðismálum almennt í samfélaginu er ekki nægilega gott,“ segir Grímur. „Við þurfum að setja meiri áherslu bæði á forvarnir, sem eru þá alveg frá grunnskóla, leikskóla og út lífið og síðan hvernig við erum að taka á móti fólki í samfélaginu þegar það fer í samfélagsgeðþjónustu. Þessir þættir eru ekki nógu framarlega í forgangsröðinni.“ Birgir Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið fyrir nokkrum vikum síðan að afturkalla skotvopnaleyfi mannsins. Það hafi verið í vinnslu og hafi á þeim grundvelli staðið til að kalla eftir læknisvottorði til að meta hvort hann væri fær til að vera með skotvopnaleyfi. Grímur segir ljóst að eigi fólk að mega bera skotvopn þurfi það að vera til þess fallið. „Ég er ekki hlynntur skotvopnum sjálfur, mér finnst skotvopn vera eitthvað sem við eigum að hafa sem minnst af í samfélaginu og reyna að forðast slíkt. Hins vegar á það að vera þannig að ef þú ætlar að fara með eitthvað þá þarftu að vera til þess fallinn og geta gert það, þannig að auðvitað þarf að horfa á þá þætti,“ segir Grímur. Fólk með geðrænan vanda líklegra til að verða fyrir ofbeldi Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma í samfélaginu þegar mál sem þetta komi upp. „Það er of mikið af því að við tengjum geðrænan vanda og ofbeldi. Það eru engar rannsóknir sem sýna það. Við erum að horfa á mikið ofbeldi í samfélaginu: Hnífstungur og annað ofbeldi,“ segir Grímur. „Það er hins vegar þannig að fólk sem glímir við geðrænan vanda er tíu sinnum líklegra til að verða fyrir ofbeldi en aðrir og það er kannski það sem við þurfum að horfa á. Umburðarlyndið og annað hverfur stundum af því að við erum svo hrædd. Við verðum óttaslegin þegar eitthvað er ekki eins og okkur finnst það eigi að vera.“ Hann skilji þá hræðslu vel. „Ég skil mjög marga sem búa við einhvers konar áskoranir að svona umræða [hræði þá], því hún fer beint í það að telja að fólk sé hættulegt en það er ekki þannig almennt.“ Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Skotvopn Húnabyggð Geðheilbrigði Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Fram hefur komið í fréttum í dag að maðurinn, sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi í gærmorgun, hafi glímt við geðrænan vanda. Skotfélagið Markviss hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan mannsins en að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra barst embættinu engin formlega tilkynning um slíkt. Geðheilbrigðismál ekki nógu framarlega í forgangsröðun Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mál sem þetta segi okkur ekki endilega nokkuð um kerfið eða samfélagið. „Ég veit ekki hvort það sé rétt að taka þetta mál sérstaklega og segja að það segi okkur eitthvað um kerfið eða samfélagið. Hins vegar höfum við hjá Geðhjálp bent á það lengi að gerænar áskoranir og hvernig við tökum á geðheilbrigðismálum almennt í samfélaginu er ekki nægilega gott,“ segir Grímur. „Við þurfum að setja meiri áherslu bæði á forvarnir, sem eru þá alveg frá grunnskóla, leikskóla og út lífið og síðan hvernig við erum að taka á móti fólki í samfélaginu þegar það fer í samfélagsgeðþjónustu. Þessir þættir eru ekki nógu framarlega í forgangsröðinni.“ Birgir Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið fyrir nokkrum vikum síðan að afturkalla skotvopnaleyfi mannsins. Það hafi verið í vinnslu og hafi á þeim grundvelli staðið til að kalla eftir læknisvottorði til að meta hvort hann væri fær til að vera með skotvopnaleyfi. Grímur segir ljóst að eigi fólk að mega bera skotvopn þurfi það að vera til þess fallið. „Ég er ekki hlynntur skotvopnum sjálfur, mér finnst skotvopn vera eitthvað sem við eigum að hafa sem minnst af í samfélaginu og reyna að forðast slíkt. Hins vegar á það að vera þannig að ef þú ætlar að fara með eitthvað þá þarftu að vera til þess fallinn og geta gert það, þannig að auðvitað þarf að horfa á þá þætti,“ segir Grímur. Fólk með geðrænan vanda líklegra til að verða fyrir ofbeldi Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma í samfélaginu þegar mál sem þetta komi upp. „Það er of mikið af því að við tengjum geðrænan vanda og ofbeldi. Það eru engar rannsóknir sem sýna það. Við erum að horfa á mikið ofbeldi í samfélaginu: Hnífstungur og annað ofbeldi,“ segir Grímur. „Það er hins vegar þannig að fólk sem glímir við geðrænan vanda er tíu sinnum líklegra til að verða fyrir ofbeldi en aðrir og það er kannski það sem við þurfum að horfa á. Umburðarlyndið og annað hverfur stundum af því að við erum svo hrædd. Við verðum óttaslegin þegar eitthvað er ekki eins og okkur finnst það eigi að vera.“ Hann skilji þá hræðslu vel. „Ég skil mjög marga sem búa við einhvers konar áskoranir að svona umræða [hræði þá], því hún fer beint í það að telja að fólk sé hættulegt en það er ekki þannig almennt.“
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Skotvopn Húnabyggð Geðheilbrigði Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira