Verið að sigla með fóðurprammann Muninn úr Reyðarfirði í höfn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 17:38 Fóðurpramminn sökk í Reyðarfirði í janúar 2021. Hér má sjá ljósmynd sem Landhelgisgæslan tók af prammanum þegar hann marraði í hálfu kafi áður en hann sökk í fjörðinn. Landhelgisgæslan Vel gekk að hífa upp fóðurprammann Muninn, sem sökk við fiskeldisstöð í Reyðarfirði í janúar í fyrra, í dag. Verið er að sigla með prammann að Reyðarfjarðarhöfn þar sem fóðrið verður úr honum tæmt áður en farið verður í viðgerðir á honum og honum fleytt. Þetta staðfestir Jens Garðar Hauksson, framkvæmdastjóri Laxa-fiskeldis, í samtali við fréttastofu. Hann segir að allt hafi gengið samkvæmt áætlun. „Pramminn er ekki kominn á flot en var hífður upp og það er verið að sigla með hann inn í höfn á Reyðarfirði þar sem hann verður tæmdur af fóðri og í framhaldinu fleytt,“ segir Jens. Allt hafi gengið vel, veðrið hafi unnið með framkvæmdaaðilum og áætlanir sem Köfunarþjónustan hafi gert hafi gengið eftir. Fóðurpramminn sökk í Reyðarfirði í janúar 2021 í miklu aftakaveðri. Pramminn sá um að fóðra um sextán fiskeldissjókvíar á svæðinu og hlaust mikið tjón af því þegar hann sökk. Kranapramminn Tronds Lift 8 var notaður til að hífa fóðurprammann upp en hann kemur frá Haugasundi í Noregi. Níu kafarar frá Köfunarþjónustunni voru með í för en þeir bjuggu fóðurprammann undir lyftinguna. Jens segir að fóðrinu verði dælt úr prammanum við höfnina næstu daga áður en hann verður settur á flot. „Það er erfitt að segja til um hvenær það verður en vonandi í þarnæstu viku. Það veltur á hversu vel eða illa farinn hann er og hvað þarf að gera miklar viðgerðir á honum áður en hægt er að koma honum á flot,“ segir Jens. Verkið er unnið í samráði við Fjarðabyggðarhafnir og Umhverfisstofnun. Fiskeldi Umhverfismál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kafarar sendir að fóðurpramma til að loka fyrir göt Um leið og birti í morgun voru kafarar sendir að fóðurpramma sem sökk í Reyðarfirði um helgina. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem á prammann segir að mengunarvarnir séu fyrsta forgangsmál. 11. janúar 2021 14:23 Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00 Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Þetta staðfestir Jens Garðar Hauksson, framkvæmdastjóri Laxa-fiskeldis, í samtali við fréttastofu. Hann segir að allt hafi gengið samkvæmt áætlun. „Pramminn er ekki kominn á flot en var hífður upp og það er verið að sigla með hann inn í höfn á Reyðarfirði þar sem hann verður tæmdur af fóðri og í framhaldinu fleytt,“ segir Jens. Allt hafi gengið vel, veðrið hafi unnið með framkvæmdaaðilum og áætlanir sem Köfunarþjónustan hafi gert hafi gengið eftir. Fóðurpramminn sökk í Reyðarfirði í janúar 2021 í miklu aftakaveðri. Pramminn sá um að fóðra um sextán fiskeldissjókvíar á svæðinu og hlaust mikið tjón af því þegar hann sökk. Kranapramminn Tronds Lift 8 var notaður til að hífa fóðurprammann upp en hann kemur frá Haugasundi í Noregi. Níu kafarar frá Köfunarþjónustunni voru með í för en þeir bjuggu fóðurprammann undir lyftinguna. Jens segir að fóðrinu verði dælt úr prammanum við höfnina næstu daga áður en hann verður settur á flot. „Það er erfitt að segja til um hvenær það verður en vonandi í þarnæstu viku. Það veltur á hversu vel eða illa farinn hann er og hvað þarf að gera miklar viðgerðir á honum áður en hægt er að koma honum á flot,“ segir Jens. Verkið er unnið í samráði við Fjarðabyggðarhafnir og Umhverfisstofnun.
Fiskeldi Umhverfismál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kafarar sendir að fóðurpramma til að loka fyrir göt Um leið og birti í morgun voru kafarar sendir að fóðurpramma sem sökk í Reyðarfirði um helgina. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem á prammann segir að mengunarvarnir séu fyrsta forgangsmál. 11. janúar 2021 14:23 Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00 Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Kafarar sendir að fóðurpramma til að loka fyrir göt Um leið og birti í morgun voru kafarar sendir að fóðurpramma sem sökk í Reyðarfirði um helgina. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem á prammann segir að mengunarvarnir séu fyrsta forgangsmál. 11. janúar 2021 14:23
Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00
Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30