„Veit ekkert hvenær ég brotnaði“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 14:31 Adolf Daði Birgisson hefur fagnað sínum fyrstu þremur mörkum í efstu deild fyrir Stjörnuna í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er mikill skellur en um leið er þetta bara partur af þessu,“ segir Adolf Daði Birgisson, einn af ungu leikmönnum sem slegið hafa gegn í liði Stjörnunnar í Bestu deildinni í sumar. Tímabilinu er lokið hjá honum. Adolf Daði spilaði síðast með Stjörnunni gegn Breiðabliki 7. ágúst en spilar ekki fleiri leiki í ár vegna álagsbrots í ökkla. Ekki er ljóst hvenær beinið brotnaði en sennilega gerðist það áður en Adolf spilaði gegn Blikum: „Ég býst við því en er svo sem ekkert alveg viss. Ég var alla vega búinn að vera aumur í ökklanum. Ég veit ekkert hvenær ég brotnaði en ég var farinn að finna fyrir þessu í lok júlí,“ segir Adolf Daði í samtali við Vísi. „Þetta er álagsbrot í ökklanum. Ég var búinn að finna fyrir þessu frá því í Víkingsleiknum [30. júlí] og spilaði Blikaleikinn. Eftir þann leik gat ég varla stigið í fótinn og úr því að ég var ekkert að jafna mig þá fór ég í myndatöku þar sem brotið kom í ljós,“ segir Adolf Daði sem eins og fyrr segir spilar ekki meira í haust. „Ég er bara frá út tímabilið. Núna snýst þetta um að einbeita sér að því að halda sér í góðu standi og undirbúa mig sem best fyrir næsta tímabil.“ Þessi 18 ára kantmaður getur engu að síður litið til baka á tímabilið í ár með bros á vör því hann hefur stimplað sig rækilega inn í Bestu deildina og meðal annars skorað sín fyrstu þrjú mörk í efstu deild. „Það er geggjað að koma svona inn og búa sér smávegis til sæti í liðinu, kynnast liðsfélögunum betur og deildinni í heild. Þetta var auðvitað upp og niður hvað frammistöður varðar en heilt yfir er ég bara ánægður,“ segir Adolf Daði með báða fætur á jörðinni, þó annar sé brotinn. Besta deild karla Stjarnan Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Adolf Daði spilaði síðast með Stjörnunni gegn Breiðabliki 7. ágúst en spilar ekki fleiri leiki í ár vegna álagsbrots í ökkla. Ekki er ljóst hvenær beinið brotnaði en sennilega gerðist það áður en Adolf spilaði gegn Blikum: „Ég býst við því en er svo sem ekkert alveg viss. Ég var alla vega búinn að vera aumur í ökklanum. Ég veit ekkert hvenær ég brotnaði en ég var farinn að finna fyrir þessu í lok júlí,“ segir Adolf Daði í samtali við Vísi. „Þetta er álagsbrot í ökklanum. Ég var búinn að finna fyrir þessu frá því í Víkingsleiknum [30. júlí] og spilaði Blikaleikinn. Eftir þann leik gat ég varla stigið í fótinn og úr því að ég var ekkert að jafna mig þá fór ég í myndatöku þar sem brotið kom í ljós,“ segir Adolf Daði sem eins og fyrr segir spilar ekki meira í haust. „Ég er bara frá út tímabilið. Núna snýst þetta um að einbeita sér að því að halda sér í góðu standi og undirbúa mig sem best fyrir næsta tímabil.“ Þessi 18 ára kantmaður getur engu að síður litið til baka á tímabilið í ár með bros á vör því hann hefur stimplað sig rækilega inn í Bestu deildina og meðal annars skorað sín fyrstu þrjú mörk í efstu deild. „Það er geggjað að koma svona inn og búa sér smávegis til sæti í liðinu, kynnast liðsfélögunum betur og deildinni í heild. Þetta var auðvitað upp og niður hvað frammistöður varðar en heilt yfir er ég bara ánægður,“ segir Adolf Daði með báða fætur á jörðinni, þó annar sé brotinn.
Besta deild karla Stjarnan Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki