Hágrét eftir að hann sjokkeraði UFC-heiminn um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2022 11:00 Leon Edwards átti erfitt með sig eftir að sigurinn var í höfn. Getty/Alex Goodlett Leon Edwards er nýr heimsmeistari í veltivigt UFC eða sama þyngdarflokki og íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson keppir í. Það er þó auðvelt að segja að sigur Edwards um helgina hafi komið mikið á óvart. Edwards var að keppa við Kamaru Usman í bardaga fyrir heimsmeistaratitlinum og sjokkeraði UFC-heiminn með ótrúlegum tilþrifum sínum undir lokin. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Kamaru Usman hafði þangað til verið með talsverða yfirburði í bardaganum og ljóst að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að hann héldi ekki heimsmeistaratitlinum í veltivigt. Usman hafði haldið beltinu frá því í mars 2019. Edwards tókst hins vegar að ná frábæru hásparki þegar tæp mínúta var eftir af bardaganum. Sparkið steinrotaði Usman og tryggði honum heimsmeistaratitilinn. Eins og sjá má á viðbrögðunum hér fyrir neðan þá kom þetta mikið á óvart. View this post on Instagram A post shared by UFC Europe (@ufceurope) Usman hafði fyrir þennan bardaga unnið sex bardaga í röð þar sem heimsmeistaratitilinn var undir og það bjuggust flestir því við enn einum sigrinum eins og stefndi vissulega í. Strax eftir bardagann var Edwards tekinn í viðtal í búrinu og þar fór hann á kostum eins og má sjá hér fyrir neðan. „Þetta hafa verið fjögur löng ár. Það sögðu allir að ég gæti ekki náð þessu. Horfið á mig nú,“ sagði Leon Edwards meðal annars á meðan hann horfði beint í myndavélina. Myndbandið vakti ekkert síður athygli heldur en lokasparkið. View this post on Instagram A post shared by UFC (@ufc) Það fór líka ekkert framhjá neinum að Leon Edwards sjokkeraði UFC-heiminn með þessum sigri sínum því flestir spekingarnir horfðu gapandi á þegar Usman lá eftir í gólfinu. Fyrir aðeins þremur árum vann hann bardaga á móti Gunnar Nelson í London þar sem dómararnir voru ekki sammála um sigurvegara en Edwards fékk fleiri stig. Eftir bardagann átti Leon síðan mjög tilfinningaríkt samtal við fjölskyldu sína í gegnum síma en það má sjá hér fyrir neðan. Edwards hreinlega hágrét þegar hann heyrði í sínu fólki. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) MMA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Edwards var að keppa við Kamaru Usman í bardaga fyrir heimsmeistaratitlinum og sjokkeraði UFC-heiminn með ótrúlegum tilþrifum sínum undir lokin. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Kamaru Usman hafði þangað til verið með talsverða yfirburði í bardaganum og ljóst að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að hann héldi ekki heimsmeistaratitlinum í veltivigt. Usman hafði haldið beltinu frá því í mars 2019. Edwards tókst hins vegar að ná frábæru hásparki þegar tæp mínúta var eftir af bardaganum. Sparkið steinrotaði Usman og tryggði honum heimsmeistaratitilinn. Eins og sjá má á viðbrögðunum hér fyrir neðan þá kom þetta mikið á óvart. View this post on Instagram A post shared by UFC Europe (@ufceurope) Usman hafði fyrir þennan bardaga unnið sex bardaga í röð þar sem heimsmeistaratitilinn var undir og það bjuggust flestir því við enn einum sigrinum eins og stefndi vissulega í. Strax eftir bardagann var Edwards tekinn í viðtal í búrinu og þar fór hann á kostum eins og má sjá hér fyrir neðan. „Þetta hafa verið fjögur löng ár. Það sögðu allir að ég gæti ekki náð þessu. Horfið á mig nú,“ sagði Leon Edwards meðal annars á meðan hann horfði beint í myndavélina. Myndbandið vakti ekkert síður athygli heldur en lokasparkið. View this post on Instagram A post shared by UFC (@ufc) Það fór líka ekkert framhjá neinum að Leon Edwards sjokkeraði UFC-heiminn með þessum sigri sínum því flestir spekingarnir horfðu gapandi á þegar Usman lá eftir í gólfinu. Fyrir aðeins þremur árum vann hann bardaga á móti Gunnar Nelson í London þar sem dómararnir voru ekki sammála um sigurvegara en Edwards fékk fleiri stig. Eftir bardagann átti Leon síðan mjög tilfinningaríkt samtal við fjölskyldu sína í gegnum síma en það má sjá hér fyrir neðan. Edwards hreinlega hágrét þegar hann heyrði í sínu fólki. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
MMA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira