Berum virðingu, vöndum okkur Gestur Þór Kristjánsson, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson, Erla Sif Markúsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir skrifa 19. ágúst 2022 14:32 Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. Það er rétt að til skoðunar er að koma upp framleiðslufyrirtæki sem hyggur á útflutning á unnum jarðefnum sem stórlækkar kolefnisspor mannvirkjagerðar. Auglýstum lóðum, sem allir gátu sótt um, var úthlutað í samræmi við almennar reglur þar að lútandi. Engin fyrirgreiðsla hefur verið og engin fyrirheit um annað en vilja til að skoða málin faglega. Fyrir liggur að fyrir hver 100 tonn sem eru framleidd sparast útblástur um 70 tonna af gróðurhúsaloftegundum. Það fellur að áherslu sveitarfélgsins í loftslagsmálum. Áætlað er að starfsemin skapi 60 til 80 störf og miklar tekjur (skattaspor upp á rúmlega hálfan milljarð á ári) sem nýtast til samfélagslegra verkefna. Það er rangt að eitthvað hafi verið ákveðið. Málin eru til skoðunar og eingöngu verið að kanna hvort að hagsmunir samfélagsins hér og þessa loftslagsverkefnis fara saman. Það er rangt að þetta mál sé á forræði meirihlutans. Málin hafa ýmist verið samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu í bæjarstjórn (eingöngu Guðmundur Oddgeirsson fulltrúi O lista var mótfallinn) eða með öllum greiddum atkvæðum í skipulagsnefnd án mótatkvæða. Það er rangt að ákveðið hafi verið að aka með jarðefni eftir Þrengslunum og til Þorlákshafnar. Til athugunar er til að mynda að flytja efnið í lokuðum kerfum eftir færiböndum. Það er rangt að heimilað hafi verið að vera með 50m há mannvirki við Þorlákshöfn. Komið hefur fram ósk um slíkt hjá framkvæmdaraðila en heimild hefur ekki verið veitt. Þessi mál eru á forræði skipulagsnefndar og verða skoðuð með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Það er rangt að fyrir liggi útlit mannvirkja og að þau verði þannig að ósómi verði af. Engin mannvirki hafa verið hönnuð, ekkert útlit hefur verið ákveðið, engu skipulagi hefur verið breytt. Það eina sem hefur verið gert er að úthluta lóðum sem áður voru auglýstar í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Þvert á móti hefur rík krafa verið gerð um að hönnun mannvirkja falli að metnaði sveitarfélagsins í umhverfismálum. Af því verður ekki gefinn afsláttur. Það er rangt að rykmengun verði frá starfseminni. Öll vinnsla er í lokuðum kerfum og engin efnisgeymsla undir berum himnir. Frá því að efnið er tekið upp úr námunni kemur það ekki aftur undir bert loft hér á landi. Skýr ákvæði verða um rykmengun í starfsleyfi og skipulagi lóðanna. Það er rangt að hávaðamengun verði af starfseminni. Vinnslan er í lokuðum og einangruðum rýmum sem lágmarka allan mögulegan hljóðleka. Skýr ákvæði verða í starfsleyfi og skipulagi lóða um hámarks hljóð sem berast mega frá starfseminni. Ekki stendur til að lækka þær kröfur frá því sem nú er. Verði þeim breytt verður það til að herða enn frekar þar á. Við undirrituð hörmum framgöngu fulltrúa H-lista í umræðu um þessi mál. Orð hennar um að okkar fallegi bær, Þorlákshöfn, sé að breytast í ruslahauga eru skaðleg okkur öllum. Hið sanna er að fyrrgreint mál er til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. Enn er mörgum spurningum ósvarað og allt eins líklegt að ekkert verði af verkefninu. Við kjósum að fara þá ábyrgu leið að byrja á því að skoða alla fleti málsins, síðan að meta hagsmuni íbúa og að lokum taka afstöðu. Eins og komið hefur fram snúa efasemdir okkar að flutningum á efninu til Þorlákshafnar og sjónrænum áhrifum framkvæmda. Verði kröfum okkar þar að lútandi mætt erum við viljug til að skoða verkefnið áfram. Verði matið það að hagsmunir íbúa og hagsmunir fyrirtækisins fari ekki saman er verkefninu sjálf hætt. Í því samhengi kemur vel til greina að þegar forsendur fyrirtækisins liggja fyrir verði málið sett í atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Spörum stóru orðin, vöndum okkur. Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Erla Sif Markúsdóttir, bæjarfulltrúi Guðlaug Einarsdóttir, fyrsti varabæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Umhverfismál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. Það er rétt að til skoðunar er að koma upp framleiðslufyrirtæki sem hyggur á útflutning á unnum jarðefnum sem stórlækkar kolefnisspor mannvirkjagerðar. Auglýstum lóðum, sem allir gátu sótt um, var úthlutað í samræmi við almennar reglur þar að lútandi. Engin fyrirgreiðsla hefur verið og engin fyrirheit um annað en vilja til að skoða málin faglega. Fyrir liggur að fyrir hver 100 tonn sem eru framleidd sparast útblástur um 70 tonna af gróðurhúsaloftegundum. Það fellur að áherslu sveitarfélgsins í loftslagsmálum. Áætlað er að starfsemin skapi 60 til 80 störf og miklar tekjur (skattaspor upp á rúmlega hálfan milljarð á ári) sem nýtast til samfélagslegra verkefna. Það er rangt að eitthvað hafi verið ákveðið. Málin eru til skoðunar og eingöngu verið að kanna hvort að hagsmunir samfélagsins hér og þessa loftslagsverkefnis fara saman. Það er rangt að þetta mál sé á forræði meirihlutans. Málin hafa ýmist verið samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu í bæjarstjórn (eingöngu Guðmundur Oddgeirsson fulltrúi O lista var mótfallinn) eða með öllum greiddum atkvæðum í skipulagsnefnd án mótatkvæða. Það er rangt að ákveðið hafi verið að aka með jarðefni eftir Þrengslunum og til Þorlákshafnar. Til athugunar er til að mynda að flytja efnið í lokuðum kerfum eftir færiböndum. Það er rangt að heimilað hafi verið að vera með 50m há mannvirki við Þorlákshöfn. Komið hefur fram ósk um slíkt hjá framkvæmdaraðila en heimild hefur ekki verið veitt. Þessi mál eru á forræði skipulagsnefndar og verða skoðuð með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Það er rangt að fyrir liggi útlit mannvirkja og að þau verði þannig að ósómi verði af. Engin mannvirki hafa verið hönnuð, ekkert útlit hefur verið ákveðið, engu skipulagi hefur verið breytt. Það eina sem hefur verið gert er að úthluta lóðum sem áður voru auglýstar í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Þvert á móti hefur rík krafa verið gerð um að hönnun mannvirkja falli að metnaði sveitarfélagsins í umhverfismálum. Af því verður ekki gefinn afsláttur. Það er rangt að rykmengun verði frá starfseminni. Öll vinnsla er í lokuðum kerfum og engin efnisgeymsla undir berum himnir. Frá því að efnið er tekið upp úr námunni kemur það ekki aftur undir bert loft hér á landi. Skýr ákvæði verða um rykmengun í starfsleyfi og skipulagi lóðanna. Það er rangt að hávaðamengun verði af starfseminni. Vinnslan er í lokuðum og einangruðum rýmum sem lágmarka allan mögulegan hljóðleka. Skýr ákvæði verða í starfsleyfi og skipulagi lóða um hámarks hljóð sem berast mega frá starfseminni. Ekki stendur til að lækka þær kröfur frá því sem nú er. Verði þeim breytt verður það til að herða enn frekar þar á. Við undirrituð hörmum framgöngu fulltrúa H-lista í umræðu um þessi mál. Orð hennar um að okkar fallegi bær, Þorlákshöfn, sé að breytast í ruslahauga eru skaðleg okkur öllum. Hið sanna er að fyrrgreint mál er til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. Enn er mörgum spurningum ósvarað og allt eins líklegt að ekkert verði af verkefninu. Við kjósum að fara þá ábyrgu leið að byrja á því að skoða alla fleti málsins, síðan að meta hagsmuni íbúa og að lokum taka afstöðu. Eins og komið hefur fram snúa efasemdir okkar að flutningum á efninu til Þorlákshafnar og sjónrænum áhrifum framkvæmda. Verði kröfum okkar þar að lútandi mætt erum við viljug til að skoða verkefnið áfram. Verði matið það að hagsmunir íbúa og hagsmunir fyrirtækisins fari ekki saman er verkefninu sjálf hætt. Í því samhengi kemur vel til greina að þegar forsendur fyrirtækisins liggja fyrir verði málið sett í atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Spörum stóru orðin, vöndum okkur. Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Erla Sif Markúsdóttir, bæjarfulltrúi Guðlaug Einarsdóttir, fyrsti varabæjarfulltrúi
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar