Boðað var til hluthafafundar í félaginu að að kröfu Gavia Invest ehf., sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. Á dagskrá fundarins er tillaga um að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Verði sú tillaga samþykkt fer fram stjórnarkjör.
Tilnefningarnefnd félagsins hefur nú skilað skýrslu um störf sín, sem fól í sér að meta hæfi þeirra sem skiluðu inn framboði til stjórnar.
Í skýrslunni kemur fram að fjórir af fimm af núverandi stjórnarmönnum sækist eftir endurkjöri. Þau eru eftirfarandi:
- Jóhann Hjartarson
- Páll Gíslason
- Petrea Ingileif Guðmundsdóttir
- Sesselía Birgisdóttir
Í skýrslunni kemur fram að Hjörleifur Pálsson, núverandi stjórnarformaður sækist ekki eftir endurkjöri. Tilnefninganefndin metur þau fjögur hæf til að taka sæti í stjórn.
Þrír einkafjárfestar vilja inn
Þá sækjast þrír einkafjárfestar einnig eftir sæti í stjórninni. Það eru Hilmar Þór Kristinson, framkvæmdastjóri Reir og eigandi félagsins Fasta sem á beint eða óbeint stóran hlut í Sýn.
Jón Skaftason, einn af forsvarsmönnum Gavia Invest., sækist einnig eftir kjöri í stjórn Sýnar, auk Reynis Grétarssonar, stofnanda Creditinfo, en greint hefur verið frá því að hann sé stærsti eigandi Gavia Invest, sem er stærsti eigandi Sýnar, eftir að Heiðar Guðjónsson, ákvað að hætta sem forstjóri og selja allan hlut sinn í félaginu.
Tilnefningarnefndin metur þá þrjá einnig hæfa til að sitja í stjórn félagsins.
Nefndin bendir á tvær konur séu í framboði og fimm karlar og að líta þurfi til laga um kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja, við niðurstöður kosninga. Samkvæmt þarf að tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórn Sýnar sé ekki lægra en fjörutíu prósent.
Lesa má skýrslu tilnefningarnefndarinnar hér.
Vísir er í eigu Sýnar.