Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. ágúst 2022 18:37 Hannes Steindórsson fasteignasali opnar sig til þess að koma í veg fyrir að ósannindi komist í dreifingu. Aðsend Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann. Í pistlinum segir Hannes frá baráttu sinni við alkóhólisma og ógöngum sem hann lenti í á veitingastað í Svíþjóð. „Rétt skal vera rétt, undirritaður sat einn inná veitingastað í svíþjóð að svara tölvupóstum og símtölum, á næsta borði setjast tveir herramenn og eru að drekka. Á einhvern óskiljanlegan hátt þigg ég boð um að drekka með þeim, það endar ekki betur en svo að ég lendi í áflogum við þessa menn og við erum beðnir um að yfirgefa veitingastaðinn, stuttu seinna kemur lögreglan og fylgir okkur út af staðnum, Fjörtíu og fjögurra ára þriggja barna faðir gisti fangageymslu þá nótt,“ segir Steindór í pistli sínum. Í kjölfarið hafi hann flogið heim til Íslands og hafi tekið ábyrgð á atburðum kvöldsins sem um ræðir. „Eftir það fór ég beint á þann stað þar sem ég á heima, 12 spora samtök sem gera mig að betri manni, betri föður, betri syni,“ skrifar Hannes. Í samtali við fréttastofu segi Hannes að það sé ekki honum líkt að birta efni sem þetta á Facebook síðu sinni en hann hafi neyðst til þess að gera það. „Ef þú skoðar Facebook-ið mitt tíu ár aftur í tímann, það er ekkert svona á mínu Facebook-i en ég kæri mig bara ekki um að fjölmiðlar hóti manni með einhverri vitleysu þannig ég ákvað bara þrátt fyrir að það hafi verið erfitt, að segja frá þessu,“ segir Hannes. Aðspurður hvort það hafi verið erfitt fyrir hann að birta pistilinn svarar hann því játandi. „Það var það klárlega en það var betra heldur en að það væri birt einhver þvæla,“ segir Hannes. Hann ítrekar þó að honum finnst málið „ekki neitt merkilegt.“ Hannes tekur fram í pistlinum að hann segi frá þessu sjálfur, „þar sem ég sætti mig ekki við hótanir fjölmiðla.“ Pistilinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Kópavogur Íslendingar erlendis Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Í pistlinum segir Hannes frá baráttu sinni við alkóhólisma og ógöngum sem hann lenti í á veitingastað í Svíþjóð. „Rétt skal vera rétt, undirritaður sat einn inná veitingastað í svíþjóð að svara tölvupóstum og símtölum, á næsta borði setjast tveir herramenn og eru að drekka. Á einhvern óskiljanlegan hátt þigg ég boð um að drekka með þeim, það endar ekki betur en svo að ég lendi í áflogum við þessa menn og við erum beðnir um að yfirgefa veitingastaðinn, stuttu seinna kemur lögreglan og fylgir okkur út af staðnum, Fjörtíu og fjögurra ára þriggja barna faðir gisti fangageymslu þá nótt,“ segir Steindór í pistli sínum. Í kjölfarið hafi hann flogið heim til Íslands og hafi tekið ábyrgð á atburðum kvöldsins sem um ræðir. „Eftir það fór ég beint á þann stað þar sem ég á heima, 12 spora samtök sem gera mig að betri manni, betri föður, betri syni,“ skrifar Hannes. Í samtali við fréttastofu segi Hannes að það sé ekki honum líkt að birta efni sem þetta á Facebook síðu sinni en hann hafi neyðst til þess að gera það. „Ef þú skoðar Facebook-ið mitt tíu ár aftur í tímann, það er ekkert svona á mínu Facebook-i en ég kæri mig bara ekki um að fjölmiðlar hóti manni með einhverri vitleysu þannig ég ákvað bara þrátt fyrir að það hafi verið erfitt, að segja frá þessu,“ segir Hannes. Aðspurður hvort það hafi verið erfitt fyrir hann að birta pistilinn svarar hann því játandi. „Það var það klárlega en það var betra heldur en að það væri birt einhver þvæla,“ segir Hannes. Hann ítrekar þó að honum finnst málið „ekki neitt merkilegt.“ Hannes tekur fram í pistlinum að hann segi frá þessu sjálfur, „þar sem ég sætti mig ekki við hótanir fjölmiðla.“ Pistilinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Kópavogur Íslendingar erlendis Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira