Sport

Hilmar hafnaði tólfti á EM

Sindri Sverrisson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa
Hilmar Örn Jónsson keppti í úrslitum á EM eftir að hafa kastað sleggjunni 76,33 metra í undankeppninni í gær.
Hilmar Örn Jónsson keppti í úrslitum á EM eftir að hafa kastað sleggjunni 76,33 metra í undankeppninni í gær. Matthias Hangst/Getty Images

Hilmar Örn Jónsson úr FH hafnaði í tólfta sæti í úrslitum í sleggjukasti á EM í frjálsum íþróttum í kvöld.

Hilmar er fyrsti Íslendingurinn til að keppa í úrslitum sleggjukasts á stórmóti en hann átti sjöunda besta kastið í undankeppninni í gær.

Fyrsta kast Hilmars í kvöld var ógilt áður en hann kastaði 70,03m í öðru kasti. Hann gerði svo aftur ógilt í þriðja kastinu og var því ekki meðal átta efstu manna sem kasta þrisvar sinnum í viðbót.

Hilmar var sjötti í kaströðinni, en Ungverjinn Bence Halász kastaði manna lengst í fyrstu þrem köstunum. Halász kastaði 80,92m, einum sentímetra lengra en Pólverjinn Wojciech Nowicki.

Pólverjinn náði svo efsta sætinu í sínu fimmta kasti þegar hann kastaði sleggjunni slétta 82 metra og það var því Noxicki sem bar sigur úr býtum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×