Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Alexandra Ýr van Erven skrifar 18. ágúst 2022 12:30 Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. Það mætti jafnvel halda að það að ákveðin aðgerð hafi jákvæð áhrif á umhverfið sé ekki næg röksemdafærsla til þess að ná eyrum réttra aðila. Því ef svo væri, væri búið að ráðast í mun afdrifaríkari aðgerðir gegn loftslagsvánni. Ætli það væri ekki búið að lögfesta markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, setja heildarlög um almenningssamgöngur þar sem hlutverk hins opinbera eru skilgreind, endurheimta mun meira votlendi og svo framvegis og framvegis. Það að þessar og margar aðrar aðgerðir skili okkur jörð sem við getum búið á næstu hundruð, eða jafnvel þúsund árin, ætti að vera nógu mikill hvati en þar sem viðbrögð skortir má benda á að ávinningurinn er víðfemari. Lausnir í loftslagsmálum geta nefnilega einnig stuðlað að betra samfélagi á annan hátt í leiðinni. Þetta eru svokallaðar win-win aðstæður. Sem dæmi langar mig að nefna sjálfbært borgarskipulag og þá sérstaklega sjálfbært háskólasamfélag. Krafa stúdenta til margra ára um aukna byggð við háskólana er að vissu leyti fyrirmyndar útgáfa af sjálfbæru borgarskipulagi. Uppbygging stúdentaíbúða í grennd við háskólana, aukið framboð af nauðsynlegri þjónustu á háskólasvæðunum og bættar almenningssamgöngur að byggingum háskólanna eykur í senn lífsgæði stúdenta og dregur um leið töluvert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Húsnæði er sjálfsögð grunnþörf en samspil lágra námslána og hækkandi leiguverðs skerðir aðgengi margra stúdenta að húsnæði. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg aðgerð til þess að tryggja aðgengi stúdenta að viðunandi húsakosti á hagkvæmu verði. Niðurstöður skýrslu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um stúdenta á húsnæðismarkaði sýnir að stór hluti þess nemendahóps leigir húsnæði á almennum markaði þar sem stúdentagarðar anna ekki eftirspurn. Leiga á almennum markaði slagar í mörgum tilfellum upp í 40% af ráðstöfunartekjum stúdenta en er það skilgreint sem íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Til samanburðar er markmið hins opinbera að húsnæðiskostnaður verði ekki hærri en fjórðungur af ráðstöfunartekjum. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg kjarabót fyrir háskólanema sem um leið skapar grænna samfélag með þéttri og blandaðri byggð sem er aðgengileg með góðum almenningssamgöngum. Annað baráttumál stúdentahreyfinganna er að auka aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi háskólanna. Á háskólasvæðum ættu að vera til staðar matvörubúðir, heilsugæsla, líkamsrækt og grenndargámar svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta stuðlar að því að háskólasamfélagið verði sjálfbært samfélag og gerir stúdentum auðvelt að leggja bílnum til frambúðar. Bættar almenningssamgöngur eru annað lykilatriði fyrir nemendur, hvort sem þau búa í grennd við skólana eða ekki. Að flýta framkvæmdum við borgarlínu er augljóst hagsmunamál fyrir stúdenta á höfuðborgarsvæðinu. Enn fremur þarf að tryggja öflugt net almenningssamgangna á landinu öllu fyrir nemendur sem sækja skóla í dreifbýli eða í fjarlægð frá heimili sínu. Með eflingu fjarnáms er því nauðsynlegt að huga að samgöngumálum samhliða. Bíllaus lífsstíll er og verður æ eftirsóknarverðari kostur auk þess sem það er erfitt að reka bíl á ráðstöfunartekjum háskólanema. Þétt byggð, grunnþjónusta í nærumhverfi og bættar almenningssamgöngur eru því loftslagsaðgerðir sem við stórgræðum á, á svo marga vegu. Höfundur er forseti Landssamtaka Íslenskra Stúdenta. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Alexandra Ýr van Erven Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. Það mætti jafnvel halda að það að ákveðin aðgerð hafi jákvæð áhrif á umhverfið sé ekki næg röksemdafærsla til þess að ná eyrum réttra aðila. Því ef svo væri, væri búið að ráðast í mun afdrifaríkari aðgerðir gegn loftslagsvánni. Ætli það væri ekki búið að lögfesta markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, setja heildarlög um almenningssamgöngur þar sem hlutverk hins opinbera eru skilgreind, endurheimta mun meira votlendi og svo framvegis og framvegis. Það að þessar og margar aðrar aðgerðir skili okkur jörð sem við getum búið á næstu hundruð, eða jafnvel þúsund árin, ætti að vera nógu mikill hvati en þar sem viðbrögð skortir má benda á að ávinningurinn er víðfemari. Lausnir í loftslagsmálum geta nefnilega einnig stuðlað að betra samfélagi á annan hátt í leiðinni. Þetta eru svokallaðar win-win aðstæður. Sem dæmi langar mig að nefna sjálfbært borgarskipulag og þá sérstaklega sjálfbært háskólasamfélag. Krafa stúdenta til margra ára um aukna byggð við háskólana er að vissu leyti fyrirmyndar útgáfa af sjálfbæru borgarskipulagi. Uppbygging stúdentaíbúða í grennd við háskólana, aukið framboð af nauðsynlegri þjónustu á háskólasvæðunum og bættar almenningssamgöngur að byggingum háskólanna eykur í senn lífsgæði stúdenta og dregur um leið töluvert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Húsnæði er sjálfsögð grunnþörf en samspil lágra námslána og hækkandi leiguverðs skerðir aðgengi margra stúdenta að húsnæði. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg aðgerð til þess að tryggja aðgengi stúdenta að viðunandi húsakosti á hagkvæmu verði. Niðurstöður skýrslu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um stúdenta á húsnæðismarkaði sýnir að stór hluti þess nemendahóps leigir húsnæði á almennum markaði þar sem stúdentagarðar anna ekki eftirspurn. Leiga á almennum markaði slagar í mörgum tilfellum upp í 40% af ráðstöfunartekjum stúdenta en er það skilgreint sem íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Til samanburðar er markmið hins opinbera að húsnæðiskostnaður verði ekki hærri en fjórðungur af ráðstöfunartekjum. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg kjarabót fyrir háskólanema sem um leið skapar grænna samfélag með þéttri og blandaðri byggð sem er aðgengileg með góðum almenningssamgöngum. Annað baráttumál stúdentahreyfinganna er að auka aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi háskólanna. Á háskólasvæðum ættu að vera til staðar matvörubúðir, heilsugæsla, líkamsrækt og grenndargámar svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta stuðlar að því að háskólasamfélagið verði sjálfbært samfélag og gerir stúdentum auðvelt að leggja bílnum til frambúðar. Bættar almenningssamgöngur eru annað lykilatriði fyrir nemendur, hvort sem þau búa í grennd við skólana eða ekki. Að flýta framkvæmdum við borgarlínu er augljóst hagsmunamál fyrir stúdenta á höfuðborgarsvæðinu. Enn fremur þarf að tryggja öflugt net almenningssamgangna á landinu öllu fyrir nemendur sem sækja skóla í dreifbýli eða í fjarlægð frá heimili sínu. Með eflingu fjarnáms er því nauðsynlegt að huga að samgöngumálum samhliða. Bíllaus lífsstíll er og verður æ eftirsóknarverðari kostur auk þess sem það er erfitt að reka bíl á ráðstöfunartekjum háskólanema. Þétt byggð, grunnþjónusta í nærumhverfi og bættar almenningssamgöngur eru því loftslagsaðgerðir sem við stórgræðum á, á svo marga vegu. Höfundur er forseti Landssamtaka Íslenskra Stúdenta. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun