Glæpur gegn mannkyni Hjálmtýr Heiðdal skrifar 18. ágúst 2022 12:01 Í byrjun febrúar 2022 birtu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty ítarlega skýrslu sem afhjúpar að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna - Apartheid. Skýrsla Amnesty International sýnir sömu niðurstöðu og skýrslur mannréttindasamtakanna Human Right Watch og ísraelsku samtakanna B'Tselem sem voru birtar árið 2021. Skýrslunar byggja á umfangsmikilli gagnaöflun og ítarlegum rannsóknum. Apartheid felur í sér ofsóknir gegn afmörkuðum hópi eða samfélagi vegna stjórnmálaskoðana, kynþáttar, þjóðernis, þjóðernishóps, menningar, trúarbragða og kynferðis. Ofsóknir sem framdar eru innan stofnanabundins kerfis þar sem einn kynþáttur kúgar annan með kerfisbundnum hætti og drottnar yfir honum með þeim ásetningi að viðhalda því kerfi. Samtök Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt aðskilnaðastefnuna og lýst því yfir að apartheid sé glæpur gegn mannkyni, alþjóðlegur glæpur og refsiverður samkvæmt Rómarsamþykkt Alþjóða glæpadómstólsins frá 1988 sem Alþingi Íslendinga fullgilti árið 1999. Þar með undirgengst Ísland þá skilgreiningu að aðskilnaðarstefna -Apartheid - sé brot á alþjóðalögum og glæpur gegn mannkyni. Alþjóðalög varðandi nýlendustefnu og aðskilnaðarstefnu eru ófrávíkjanleg, þau eru viðurkennd af alþjóðasamfélaginu án undanþágu. Hvert einasta ríki er ábyrgt gagnvart öllum öðrum að ástunda ekki slík brot á alþjóðalögum. Það eru hagsmunir allra ríkja að þessum lögum sé fylgt, þau eru grundvallargildi fyrir öll samskipti ríkja. Satt eða ósatt? Líkt og áður, þegar mannréttindabrot Ísraelsríkis eru gagnrýnd, ráðast stjórn landsins og stuðningsmenn hennar heiftarlega gegn mannréttindasamtökunum og saka Amnesty um gyðingaandúð. Forystumenn Ísraels segja þessa gagnrýni ógna tilveru landsins og viðurkenna í raun að þeir muni viðhalda mannréttindabrotunum til frambúðar. Ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy skrifaði þ. 3. febrúar grein í dagblaðið Haaretz með fyrirsögninni „Segðu mér hvað er ósatt í skýrslu Amnesty um Ísrael?“ Gideon Levy varpar fram nokkrum spurningum: „Var Ísrael ekki byggt á skýrri stefnu um að viðhalda lýðfræðilegu ofurvaldi gyðinga, en fækka Palestínumönnum innan landamæra sinna? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er þessari stefnu ekki framfylgt enn þann dag í dag? Já eða nei? Satt eða ósatt? Viðheldur Ísrael ekki kúgun og stjórn á Palestínumönnum í Ísrael og á hernumdu svæðunum í þágu ísraelskra gyðinga? Já eða nei? Satt eða ósatt? Endurspegla reglur um samskipti við Palestínumenn ekki stefnu um að skjóta til að drepa, eða að minnsta kosti limlesta? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er brottrekstur Palestínumanna af heimilum sínum og synjun um byggingarleyfi ekki hluti af stefnu Ísraelsmanna? Já eða nei? Satt eða ósatt?“ Alþjóðleg samstaða Orðið Apartheid er upprunnið í Suður Afríku. Stjórn hvíta minnihlutans notaði það til að lýsa stefnu sinni - sem fólst í því að aðskilja meirihluta landsmanna, blökkufólkið, og svipta þau borgaralegum réttindum; ferðafrelsi, atkvæðisrétti og tjáningarfrelsi. Um allt landið voru skilti sem bönnuðu blökkufólki aðgang að samgöngutækjum, skemmtistöðum ofl. ofl. Það var alþjóðleg samstaða þjóðríkja með Sameinuðu þjóðirnar í broddi fylkingar sem kollvarpaði þessu ógnarkerfi. S-Afríka var sett í viðskiptabann og samskipti á sviði menningar og íþrótta voru bönnuð. Alþingi samþykkti bann við viðskiptum við S-Afríku 1988 og felldi það úr gildi 1990 árið sem Nelson Mandela var leystur úr haldi. BDS Palestínumenn hafa barist gegn apartheid-stefnu Ísraels í áratugi. Þeir hafa biðlað til alþjóðasamfélagsins og skorað á ríkisstjórnir að fara sömu leið og felldi apartheid-stefnuna í S-Afríku, að hefja sniðgöngu gegn Ísrael undir merkjum BDS (Boycott, Disinvestment, Sanctions) - sniðganga, fjárfestingabann og refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, skrifaði þ. 6 . febrúar að utanríkismál Íslands hvíli „á þeirri grundvallarstoð að hið stóra og flókna regluverk alþjóðalaga sé virt“...„mikilvægustu hagsmunir Íslands á alþjóðavettvangi [eru] fólgnir í því að standa vörð um frið og alþjóðalög“. Orð að sönnu og mikilvæg. Alþjóðalög kveða á um mannréttindi, grundvöll lýðræðis og friðar. Ísrael brýtur alþjóðleg mannréttindalög án þess að ríki sem vilja stuðla að framgangi lýðræðis og friðar bregðist við með svipuðum hætti og gagnvart öðrum ríkjum sem ganga gegn alþjóðasamningum. Undanþága Ísraels vekur furðu í ljósi yfirlýsinga vestrænna stjórnmálamanna um mikilvægi þess að „regluverk alþjóðalaga sé virt“. Félagið Ísland - Palestína skorar á íslensk stjórnvöld og fulltrúa á Alþingi að fordæma aðskilnaðarstefnu Ísraels og sýna þannig í verki stuðning við mannréttindabaráttu Palestínumanna samkvæmt þeim alþjóðasamþykktum sem Ísland hefur undirgengist. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Ísrael Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúar 2022 birtu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty ítarlega skýrslu sem afhjúpar að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna - Apartheid. Skýrsla Amnesty International sýnir sömu niðurstöðu og skýrslur mannréttindasamtakanna Human Right Watch og ísraelsku samtakanna B'Tselem sem voru birtar árið 2021. Skýrslunar byggja á umfangsmikilli gagnaöflun og ítarlegum rannsóknum. Apartheid felur í sér ofsóknir gegn afmörkuðum hópi eða samfélagi vegna stjórnmálaskoðana, kynþáttar, þjóðernis, þjóðernishóps, menningar, trúarbragða og kynferðis. Ofsóknir sem framdar eru innan stofnanabundins kerfis þar sem einn kynþáttur kúgar annan með kerfisbundnum hætti og drottnar yfir honum með þeim ásetningi að viðhalda því kerfi. Samtök Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt aðskilnaðastefnuna og lýst því yfir að apartheid sé glæpur gegn mannkyni, alþjóðlegur glæpur og refsiverður samkvæmt Rómarsamþykkt Alþjóða glæpadómstólsins frá 1988 sem Alþingi Íslendinga fullgilti árið 1999. Þar með undirgengst Ísland þá skilgreiningu að aðskilnaðarstefna -Apartheid - sé brot á alþjóðalögum og glæpur gegn mannkyni. Alþjóðalög varðandi nýlendustefnu og aðskilnaðarstefnu eru ófrávíkjanleg, þau eru viðurkennd af alþjóðasamfélaginu án undanþágu. Hvert einasta ríki er ábyrgt gagnvart öllum öðrum að ástunda ekki slík brot á alþjóðalögum. Það eru hagsmunir allra ríkja að þessum lögum sé fylgt, þau eru grundvallargildi fyrir öll samskipti ríkja. Satt eða ósatt? Líkt og áður, þegar mannréttindabrot Ísraelsríkis eru gagnrýnd, ráðast stjórn landsins og stuðningsmenn hennar heiftarlega gegn mannréttindasamtökunum og saka Amnesty um gyðingaandúð. Forystumenn Ísraels segja þessa gagnrýni ógna tilveru landsins og viðurkenna í raun að þeir muni viðhalda mannréttindabrotunum til frambúðar. Ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy skrifaði þ. 3. febrúar grein í dagblaðið Haaretz með fyrirsögninni „Segðu mér hvað er ósatt í skýrslu Amnesty um Ísrael?“ Gideon Levy varpar fram nokkrum spurningum: „Var Ísrael ekki byggt á skýrri stefnu um að viðhalda lýðfræðilegu ofurvaldi gyðinga, en fækka Palestínumönnum innan landamæra sinna? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er þessari stefnu ekki framfylgt enn þann dag í dag? Já eða nei? Satt eða ósatt? Viðheldur Ísrael ekki kúgun og stjórn á Palestínumönnum í Ísrael og á hernumdu svæðunum í þágu ísraelskra gyðinga? Já eða nei? Satt eða ósatt? Endurspegla reglur um samskipti við Palestínumenn ekki stefnu um að skjóta til að drepa, eða að minnsta kosti limlesta? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er brottrekstur Palestínumanna af heimilum sínum og synjun um byggingarleyfi ekki hluti af stefnu Ísraelsmanna? Já eða nei? Satt eða ósatt?“ Alþjóðleg samstaða Orðið Apartheid er upprunnið í Suður Afríku. Stjórn hvíta minnihlutans notaði það til að lýsa stefnu sinni - sem fólst í því að aðskilja meirihluta landsmanna, blökkufólkið, og svipta þau borgaralegum réttindum; ferðafrelsi, atkvæðisrétti og tjáningarfrelsi. Um allt landið voru skilti sem bönnuðu blökkufólki aðgang að samgöngutækjum, skemmtistöðum ofl. ofl. Það var alþjóðleg samstaða þjóðríkja með Sameinuðu þjóðirnar í broddi fylkingar sem kollvarpaði þessu ógnarkerfi. S-Afríka var sett í viðskiptabann og samskipti á sviði menningar og íþrótta voru bönnuð. Alþingi samþykkti bann við viðskiptum við S-Afríku 1988 og felldi það úr gildi 1990 árið sem Nelson Mandela var leystur úr haldi. BDS Palestínumenn hafa barist gegn apartheid-stefnu Ísraels í áratugi. Þeir hafa biðlað til alþjóðasamfélagsins og skorað á ríkisstjórnir að fara sömu leið og felldi apartheid-stefnuna í S-Afríku, að hefja sniðgöngu gegn Ísrael undir merkjum BDS (Boycott, Disinvestment, Sanctions) - sniðganga, fjárfestingabann og refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, skrifaði þ. 6 . febrúar að utanríkismál Íslands hvíli „á þeirri grundvallarstoð að hið stóra og flókna regluverk alþjóðalaga sé virt“...„mikilvægustu hagsmunir Íslands á alþjóðavettvangi [eru] fólgnir í því að standa vörð um frið og alþjóðalög“. Orð að sönnu og mikilvæg. Alþjóðalög kveða á um mannréttindi, grundvöll lýðræðis og friðar. Ísrael brýtur alþjóðleg mannréttindalög án þess að ríki sem vilja stuðla að framgangi lýðræðis og friðar bregðist við með svipuðum hætti og gagnvart öðrum ríkjum sem ganga gegn alþjóðasamningum. Undanþága Ísraels vekur furðu í ljósi yfirlýsinga vestrænna stjórnmálamanna um mikilvægi þess að „regluverk alþjóðalaga sé virt“. Félagið Ísland - Palestína skorar á íslensk stjórnvöld og fulltrúa á Alþingi að fordæma aðskilnaðarstefnu Ísraels og sýna þannig í verki stuðning við mannréttindabaráttu Palestínumanna samkvæmt þeim alþjóðasamþykktum sem Ísland hefur undirgengist. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun