Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2022 22:26 Aldrei hefur verið lagt hald á meira magn af kókaíni í einni sendingu en nú. Myndin er úr safni. Getty Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. Þrír voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag í tengslum við rannsókn lögreglu á stærsta kókaínmáli sem upp hefur komið hér á landi. Fjórði maðurinn sem grunaður er um aðild að málinu hefur verið færður í afplánun vegna annarra mála. Lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði lagt hald á tæplega hundrað kíló af kókaínu sem falið var í vörusendingu hér á landi Sé tekið mið af verðkönnun SÁÁ á götuvirði vímuefna hér á landi, sem síðast var uppfærð í maí síðastliðnum, er algengt verð á grammi af kókaínu um nítján þúsund krónur. Sé miðað við það verð og þá forsendu að hvert einasta gramm af því kókaíni sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu yrði selt er götuvirði magnsins um 1,9 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV voru efnin falin í timbursendingu í gámi. Efnin fundust fyrst í Hollandi en voru gerð upptæk hér á landi. Sem fyrr segir er um að ræða stærsta kókaínmál Íslandssögunnar en árið 2016 lagði lögregla hald á sextán kíló af kókaíni sem falið var í ferðatösku. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Smygl Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Lögðu hald á tugi kílóa af fíkniefnum Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af fíkniefnum í aðgerðum sínum sem greint var frá á föstudaginn í síðustu viku. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Þrír voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag í tengslum við rannsókn lögreglu á stærsta kókaínmáli sem upp hefur komið hér á landi. Fjórði maðurinn sem grunaður er um aðild að málinu hefur verið færður í afplánun vegna annarra mála. Lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði lagt hald á tæplega hundrað kíló af kókaínu sem falið var í vörusendingu hér á landi Sé tekið mið af verðkönnun SÁÁ á götuvirði vímuefna hér á landi, sem síðast var uppfærð í maí síðastliðnum, er algengt verð á grammi af kókaínu um nítján þúsund krónur. Sé miðað við það verð og þá forsendu að hvert einasta gramm af því kókaíni sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu yrði selt er götuvirði magnsins um 1,9 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV voru efnin falin í timbursendingu í gámi. Efnin fundust fyrst í Hollandi en voru gerð upptæk hér á landi. Sem fyrr segir er um að ræða stærsta kókaínmál Íslandssögunnar en árið 2016 lagði lögregla hald á sextán kíló af kókaíni sem falið var í ferðatösku.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Smygl Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Lögðu hald á tugi kílóa af fíkniefnum Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af fíkniefnum í aðgerðum sínum sem greint var frá á föstudaginn í síðustu viku. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06
Lögðu hald á tugi kílóa af fíkniefnum Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af fíkniefnum í aðgerðum sínum sem greint var frá á föstudaginn í síðustu viku. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. 10. ágúst 2022 17:08