Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Bjarki Sigurðsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 16. ágúst 2022 15:20 Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Árborgar, segir að það þurfi að ræða almennilega hver heildarávinningur efnistökunnar sé. Vísir/Egill Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. Í gær var sagt frá fyrirhugaðri efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey en flytja á vikurinn úr landi til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Miðað er við að flutningur á vikrinum verði stundaður 280 daga á ári og að farnar verði 107 ferðir yfir sólarhringinn. Að meðaltali er það ný ferð á korters fresti, allan sólarhringinn. Samkvæmt Braga Bjarnasyni, formanni bæjarráðs Árborgar, hafa íbúar áhyggjur af þessum fyrirætlunum og þá sérstaklega vegna umferðarþungans sem ferðirnar gætu skapað. „Við erum að tala um að þetta séu 107 ferðir á sólarhring. Hvaða leið á að velja af þessum valmöguleikum sem settir voru settir upp í gegnum sveitarfélagið Árborg, framhjá Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfoss? Íbúar eru strax farnir að hugsa, fer þetta fram hjá mínum íbúðarhúsum með tilheyrandi hljóðmengun og þunga á vegakerfið,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Hann segir umferðarþunga á Suðurlandsvegi nú þegar vera mikinn og að það þurfi að skoða hvort vegurinn þoli þetta álag. Spurning hvort kerfið þoli meira álag Hann segir þessa flutninga hafa kosti og galla sem þurfi að vega og meta. Hann segist hafa smá áhyggjur af því að gatnakerfið í Árborg þoli ekki meira álag. „Auðvitað er frábært að það sé verið að reyna að bæta kolefnisspor af sementsgerð í heiminum en við þurfum að vega kostina á móti hjá okkur með auknu kolefnisspori í þessum flutningum og öðru sem því fylgir,“ segir Bragi. Hann minnir á að málið sé enn á frumstigi og því sé mikilvægt að ræða almennilega um hver heildarávinningurinn sé. Þó ákvörðunarvaldið liggi hjá ríkinu skipti máli að láta í sér heyra. „Við höfum eitthvað um það að segja og það skiptir miklu máli sérstaklega þegar það er verið að fara í gegnum vegi sem eru innan sveitarfélaga og ekki skilgreindir sem þjóðvegur eitt,“ segir Bragi. Mýrdalshreppur Samgöngur Árborg Jarðakaup útlendinga Námuvinnsla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Í gær var sagt frá fyrirhugaðri efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey en flytja á vikurinn úr landi til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Miðað er við að flutningur á vikrinum verði stundaður 280 daga á ári og að farnar verði 107 ferðir yfir sólarhringinn. Að meðaltali er það ný ferð á korters fresti, allan sólarhringinn. Samkvæmt Braga Bjarnasyni, formanni bæjarráðs Árborgar, hafa íbúar áhyggjur af þessum fyrirætlunum og þá sérstaklega vegna umferðarþungans sem ferðirnar gætu skapað. „Við erum að tala um að þetta séu 107 ferðir á sólarhring. Hvaða leið á að velja af þessum valmöguleikum sem settir voru settir upp í gegnum sveitarfélagið Árborg, framhjá Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfoss? Íbúar eru strax farnir að hugsa, fer þetta fram hjá mínum íbúðarhúsum með tilheyrandi hljóðmengun og þunga á vegakerfið,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Hann segir umferðarþunga á Suðurlandsvegi nú þegar vera mikinn og að það þurfi að skoða hvort vegurinn þoli þetta álag. Spurning hvort kerfið þoli meira álag Hann segir þessa flutninga hafa kosti og galla sem þurfi að vega og meta. Hann segist hafa smá áhyggjur af því að gatnakerfið í Árborg þoli ekki meira álag. „Auðvitað er frábært að það sé verið að reyna að bæta kolefnisspor af sementsgerð í heiminum en við þurfum að vega kostina á móti hjá okkur með auknu kolefnisspori í þessum flutningum og öðru sem því fylgir,“ segir Bragi. Hann minnir á að málið sé enn á frumstigi og því sé mikilvægt að ræða almennilega um hver heildarávinningurinn sé. Þó ákvörðunarvaldið liggi hjá ríkinu skipti máli að láta í sér heyra. „Við höfum eitthvað um það að segja og það skiptir miklu máli sérstaklega þegar það er verið að fara í gegnum vegi sem eru innan sveitarfélaga og ekki skilgreindir sem þjóðvegur eitt,“ segir Bragi.
Mýrdalshreppur Samgöngur Árborg Jarðakaup útlendinga Námuvinnsla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira