Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2022 12:00 Bjarni segir það vekja athylgi hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum, þeir búi nú yfir tugmilljóna króna sjóðum. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. „Mér finnst við hafa gengið þó nokkuð langt í beinum fjárhagslegum stuðningi við stjórnmálaflokka. Spegilmynd þess er aftur sú að við göngum nokkuð langt í að takmarka heimildir flokkanna til að fjármagna sig af eigin rammleik,“ segir Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Ríflegur stuðingur við flokka sem eiga ekki fulltrúa á þingi Bjarni segir að þetta eiga bæði um framlög frá einstaklingum, flokksfólki eða öðrum, og svo fyrirtækjum. En lögum um starfsemi stjórnmálaflokka er þeim óheimilt að taka á móti hærri framlögum frá lögaðilum en sem nemur 550.000 krónum á ári. Stjórnmálafélögum innan samstæðu stjórnmálasamtaka er þó heimilt að taka á móti framlögum frá lögaðilum umfram þá fjárhæð, samtals að hámarki 100.000 krónur. Bjarni segir að sett hafi verið nokkuð ströng viðmið um hámarksframlög. „Ég hef ekki framkvæmt neina rannsókn á því nákvæmlega hvað þetta hefur haft í för með sér en hef hins vegar tekið eftir því tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum.“ Frá kosningavöku Stöðvar2 2021. Gunnar Smári Egilsson einn leiðtoga Sósíalistaflokksins. Bjarni Benediktsson segir það vekja athygl hversu ríflegur stuðningur er við flokka sem náðu engum fulltrúa á þing, en Sósíalistaflokkurinn er sá flokkur sem náði yfir 2,5 prósenta viðmiðið sem þýðir að þeir njóta framlaga frá hinu opinbera.vísir/vilhelm Átta flokkar náðu manni inn í kjölfar síðustu alþingiskosninga. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem náði meiru en 2,5 prósenta viðmiðinu eftir kosningarnar 2021 en kveðið er á um í reglum að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum þá samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Takmörk fyrir því hversu miklu er hægt að veita í stjórnmálasamtök Bjarni segir það í sjálfu sér ekki vandamál að fólk eigi auðvelt með að stofna stjórnmálaflokka og láta í sér heyra, enda eðlilegur hluti af því að framkvæma lýðræðið í landinu. „Því eru hins vegar mörk sett hve langt á að ganga í að verja úr sameiginlegum sjóðum, af skattfé landsmanna, til þess að halda slíkri starfsemi úti. Að mínu áliti ættum við að gefa stjórnmálaflokkum meira svigrúm til að afla sér fjár á eigin forsendum og um leið að draga úr beinum opinberum styrkjum.“ Spurður hvort hann ætli að beita sér fyrir breytingum á reglum um þetta segir Bjarni að í júní hafi verið kynntar ýmsar aðhalds- og þennsluminnkandi aðgerðir. „Og þar var meðal annars dregið úr framlögum til stjórnmálaflokka, ásamt því að minnka verulega ferðakostnað stjórnarráðsins og fleira. Þess utan hef ég ekki lagt til grundvallarbreytingar á fyrirkomulaginu, en mér þykir mikilvægt að það sé reglulega til umræðu – að þessi útgjöld séu ekki á sjálfstýringu.“ Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
„Mér finnst við hafa gengið þó nokkuð langt í beinum fjárhagslegum stuðningi við stjórnmálaflokka. Spegilmynd þess er aftur sú að við göngum nokkuð langt í að takmarka heimildir flokkanna til að fjármagna sig af eigin rammleik,“ segir Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Ríflegur stuðingur við flokka sem eiga ekki fulltrúa á þingi Bjarni segir að þetta eiga bæði um framlög frá einstaklingum, flokksfólki eða öðrum, og svo fyrirtækjum. En lögum um starfsemi stjórnmálaflokka er þeim óheimilt að taka á móti hærri framlögum frá lögaðilum en sem nemur 550.000 krónum á ári. Stjórnmálafélögum innan samstæðu stjórnmálasamtaka er þó heimilt að taka á móti framlögum frá lögaðilum umfram þá fjárhæð, samtals að hámarki 100.000 krónur. Bjarni segir að sett hafi verið nokkuð ströng viðmið um hámarksframlög. „Ég hef ekki framkvæmt neina rannsókn á því nákvæmlega hvað þetta hefur haft í för með sér en hef hins vegar tekið eftir því tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum.“ Frá kosningavöku Stöðvar2 2021. Gunnar Smári Egilsson einn leiðtoga Sósíalistaflokksins. Bjarni Benediktsson segir það vekja athygl hversu ríflegur stuðningur er við flokka sem náðu engum fulltrúa á þing, en Sósíalistaflokkurinn er sá flokkur sem náði yfir 2,5 prósenta viðmiðið sem þýðir að þeir njóta framlaga frá hinu opinbera.vísir/vilhelm Átta flokkar náðu manni inn í kjölfar síðustu alþingiskosninga. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem náði meiru en 2,5 prósenta viðmiðinu eftir kosningarnar 2021 en kveðið er á um í reglum að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum þá samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Takmörk fyrir því hversu miklu er hægt að veita í stjórnmálasamtök Bjarni segir það í sjálfu sér ekki vandamál að fólk eigi auðvelt með að stofna stjórnmálaflokka og láta í sér heyra, enda eðlilegur hluti af því að framkvæma lýðræðið í landinu. „Því eru hins vegar mörk sett hve langt á að ganga í að verja úr sameiginlegum sjóðum, af skattfé landsmanna, til þess að halda slíkri starfsemi úti. Að mínu áliti ættum við að gefa stjórnmálaflokkum meira svigrúm til að afla sér fjár á eigin forsendum og um leið að draga úr beinum opinberum styrkjum.“ Spurður hvort hann ætli að beita sér fyrir breytingum á reglum um þetta segir Bjarni að í júní hafi verið kynntar ýmsar aðhalds- og þennsluminnkandi aðgerðir. „Og þar var meðal annars dregið úr framlögum til stjórnmálaflokka, ásamt því að minnka verulega ferðakostnað stjórnarráðsins og fleira. Þess utan hef ég ekki lagt til grundvallarbreytingar á fyrirkomulaginu, en mér þykir mikilvægt að það sé reglulega til umræðu – að þessi útgjöld séu ekki á sjálfstýringu.“
Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira