Næstkaldasta sumar aldarinnar í höfuðborginni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 22:01 Einn af mörgum hráslagalegum sumardögum í Reykjavík árið 2022. Vísir/vilhelm Sumarið sem er að líða í Reykjavík er það næstkaldasta á öldinni og það fimmta blautasta. Þá hefur hæsti hiti ekki mælst lægri í borginni síðan um aldamót. Meðalhiti í Reykjavík það sem af er sumri er 10,1 stig, 0,8 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Sólskinsstundir eru 417, 33 stundum færri en í meðalári og úrkoman um 30 prósent umfram meðalúrkomu á sama tímabili. Gögnin ljúga ekki; kalt og blautt sumar í höfuðborginni, semsagt. „Þetta er næstkaldasta sumarið á þessari öld eins og er, og það fimmta blautasta,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Við erum nefnilega ekki alveg á botninum í ár. Sumrin 2003, 2014, 2018 og 2020 voru öll blautari en sumarið 2022 - og ótrúlegt en satt voru sólskinsstundirnar í fyrrasumar færri en nú. En það er vissulega tilefni til að barma sér. „Það hafa ekkert verið rosalega margir þurrir dagar í röð. Það hefur verið svolítið einkennandi fyrir sumarið. Og það sem stendur svolítið upp úr núna er að það hefur vantað þessa hlýju daga. Hæsti hitinn í Reykjavík í sumar hefur aðeins mælst 17,9 stig sem er frekar lágt,“ segir Kristín. Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna.Vísir/Sigurjón Hitametið í Reykjavík þetta sumarið féll jafnframt afar snemma,10. júní. Það er lægsti hæsti hiti í borginni síðan 2001. Og þá er ekki úr vegi að líta til Akureyrar, blíðviðrisparadísarinnar í norðri - eða svona, oftast nær. Þar hefur nefnilega einnig verið óvenjukalt. Hæsti hiti það sem af er sumri mældist 19,9 stig 14. júní. Það er lægsti hámarkshiti á Akureyri á þessari öld og fara þarf aftur til ársins 1979 til að finna lægri hámarkshita. En er þarna að merkja einhverja þróun, fyrirboða um það sem koma skal á Íslandi á tímum loftslagsbreytinga? Kristín telur ekki. „Þetta er bara tilfallandi.“ Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Meðalhiti í Reykjavík það sem af er sumri er 10,1 stig, 0,8 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Sólskinsstundir eru 417, 33 stundum færri en í meðalári og úrkoman um 30 prósent umfram meðalúrkomu á sama tímabili. Gögnin ljúga ekki; kalt og blautt sumar í höfuðborginni, semsagt. „Þetta er næstkaldasta sumarið á þessari öld eins og er, og það fimmta blautasta,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Við erum nefnilega ekki alveg á botninum í ár. Sumrin 2003, 2014, 2018 og 2020 voru öll blautari en sumarið 2022 - og ótrúlegt en satt voru sólskinsstundirnar í fyrrasumar færri en nú. En það er vissulega tilefni til að barma sér. „Það hafa ekkert verið rosalega margir þurrir dagar í röð. Það hefur verið svolítið einkennandi fyrir sumarið. Og það sem stendur svolítið upp úr núna er að það hefur vantað þessa hlýju daga. Hæsti hitinn í Reykjavík í sumar hefur aðeins mælst 17,9 stig sem er frekar lágt,“ segir Kristín. Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna.Vísir/Sigurjón Hitametið í Reykjavík þetta sumarið féll jafnframt afar snemma,10. júní. Það er lægsti hæsti hiti í borginni síðan 2001. Og þá er ekki úr vegi að líta til Akureyrar, blíðviðrisparadísarinnar í norðri - eða svona, oftast nær. Þar hefur nefnilega einnig verið óvenjukalt. Hæsti hiti það sem af er sumri mældist 19,9 stig 14. júní. Það er lægsti hámarkshiti á Akureyri á þessari öld og fara þarf aftur til ársins 1979 til að finna lægri hámarkshita. En er þarna að merkja einhverja þróun, fyrirboða um það sem koma skal á Íslandi á tímum loftslagsbreytinga? Kristín telur ekki. „Þetta er bara tilfallandi.“
Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira