Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. ágúst 2022 16:38 Þóra Gísladóttir, formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir skrítið að þetta sé enn til umræðu árið 2022. Aðsent, Vísir/Egill Aðalsteinsson Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. Nú fyrr í dag bárust fregnir af því að bílalyfta Herjólfs hefði kramið tvo bíla í gærkvöldi. Einstaklingur er sagður hafa rekist í takka sem staðsettur sé í brú skipsins með þeim afleiðingum að lyftan hafi farið niður og kramið tvo bíla en enginn farþegi hafi verið staðsettur á bíladekkinu þegar slysið varð. Þóra Gísladóttir, formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segist vita til þess að hundur hafi verið í bíl á bíladekkinu þegar slysið varð, þó ekki í bílunum sem krömdust. Hún segir félagið hafa verið stofnað til þess að ná fram breytingum á aðstöðuleysi fyrir dýr og eigendur þeirra í Herjólfi. Eins og er megi ekki fara með dýr upp í bátnum og það megi ekki vera með þau úti. Horft sé fram hjá því ef eigendur vilji vera með dýrunum sínum á bíladekkinu. Bíladekkið sé þó ekki í rýmingaráætlun Herjólfs og ef farþegi sé þar niðri þegar eitthvað komi upp á þurfi hann að koma sér upp í sal sjálfur en þar sem rýmið læsist komist enginn þangað niður. „Það segir sig sjálft að ef þú ert með dýr eitt niðri á bíladekki að þá kemst þú ekki niður til þess og dýrið þitt getur að sjálfsögðu ekki reddað sér upp.“ „Hann deyr þegar hún er að keyra út úr bátnum“ Lítil dýralæknaþjónusta sé í Vestmannaeyjum en tveir dýralæknar komi með Herjólfi einu sinni í mánuði og þurfa eigendur því að fara með gæludýrin sín með Herjólfi þurfi þau á læknisþjónustu að halda á öðrum tíma. Dýralæknarnir sem komi á staðinn anni ekki eftirspurn eins og staðan sé í dag. „Við myndum vilja fá þau tvisvar sinnum í mánuði allaveganna, við erum að reyna að fá það í gegn,“ segir Þóra. Þóra segir að það séu að minnsta kosti þrír kettir sem hafi dáið vegna oföndunar, stressástands og kvíða eftir dvölina á bíldekki Herjólfs en mikill hávaði sé á svæðinu og oft séu þjófavarnarkerfi bíla í fullum gangi. Þóra segir sögu af ketti erlendrar konu sem búsett sé í Vestmannaeyjum en kötturinn hafi verið fluttur til landsins í lok síðasta árs. Þegar einangrun var lokið þurfti að koma kettinum til Eyja en þann daginn hélt Herjólfur frá Þorlákshöfn. „Kötturinn þurfti að vera einn á bíladekkinu í búri í bílnum í Þorlákshöfn og þegar hún kemur niður er hann mjög illa staddur. Hann deyr þegar hún er að keyra út úr bátnum,“ segir Þóra. Enginn að tala um að leggja allan Herjólf undir dýrahald Þóra segir helsta vilja félagsins að fá að vera með dýrin á afmörkuðu svæði, ekki sé verið að tala um að leggja allan Herjólf undir dýrahald. Þau séu að tala um lítið afmarkað svæði þar sem leyfilegt sé að vera með dýr í bandi eða búri til þess að þau upplifi ekki kvíða, stress og vanlíðan á meðan ferðinni stendur. „Það ætti alveg að vera hægt að búa til eitthvað afmarkað svæði þar sem þú mátt sitja með dýrið þitt, okkur finnst það einhvern veginn svo sjálfsagt bara. Mér finnst svo skrítið að þetta sé enn þá umræða árið 2022,“ segir Þóra. Félagið hafi skoðað fjórtán ferjur í öðrum löndum og dýrabann hafi ekki verið í neinum þeirra líkt og í Herjólfi. Í þeim öllum megi vera með dýr á ákveðnu svæði eða úti á dekki. Þóra segir að undirskriftalistinn verði lagður fyrir stjórn og framkvæmdastjóra Herjólfs en undirskriftalistann má sjá hér. Hún segir lítið þurfa til þess að breyta þessari erfiðu stöðu. „Það vantar bara vilja til þess að breyta þessu og kannski smá skilning. Maður er alltaf að vona að Íslendingar séu aðeins að átta sig á því að dýr eru ekki bara einhverjar skynlausar skepnur sem vita ekkert. Dýrin eru bara eins og börnin okkar,“ segir Þóra. Dýr Herjólfur Vestmannaeyjar Gæludýr Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Nú fyrr í dag bárust fregnir af því að bílalyfta Herjólfs hefði kramið tvo bíla í gærkvöldi. Einstaklingur er sagður hafa rekist í takka sem staðsettur sé í brú skipsins með þeim afleiðingum að lyftan hafi farið niður og kramið tvo bíla en enginn farþegi hafi verið staðsettur á bíladekkinu þegar slysið varð. Þóra Gísladóttir, formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segist vita til þess að hundur hafi verið í bíl á bíladekkinu þegar slysið varð, þó ekki í bílunum sem krömdust. Hún segir félagið hafa verið stofnað til þess að ná fram breytingum á aðstöðuleysi fyrir dýr og eigendur þeirra í Herjólfi. Eins og er megi ekki fara með dýr upp í bátnum og það megi ekki vera með þau úti. Horft sé fram hjá því ef eigendur vilji vera með dýrunum sínum á bíladekkinu. Bíladekkið sé þó ekki í rýmingaráætlun Herjólfs og ef farþegi sé þar niðri þegar eitthvað komi upp á þurfi hann að koma sér upp í sal sjálfur en þar sem rýmið læsist komist enginn þangað niður. „Það segir sig sjálft að ef þú ert með dýr eitt niðri á bíladekki að þá kemst þú ekki niður til þess og dýrið þitt getur að sjálfsögðu ekki reddað sér upp.“ „Hann deyr þegar hún er að keyra út úr bátnum“ Lítil dýralæknaþjónusta sé í Vestmannaeyjum en tveir dýralæknar komi með Herjólfi einu sinni í mánuði og þurfa eigendur því að fara með gæludýrin sín með Herjólfi þurfi þau á læknisþjónustu að halda á öðrum tíma. Dýralæknarnir sem komi á staðinn anni ekki eftirspurn eins og staðan sé í dag. „Við myndum vilja fá þau tvisvar sinnum í mánuði allaveganna, við erum að reyna að fá það í gegn,“ segir Þóra. Þóra segir að það séu að minnsta kosti þrír kettir sem hafi dáið vegna oföndunar, stressástands og kvíða eftir dvölina á bíldekki Herjólfs en mikill hávaði sé á svæðinu og oft séu þjófavarnarkerfi bíla í fullum gangi. Þóra segir sögu af ketti erlendrar konu sem búsett sé í Vestmannaeyjum en kötturinn hafi verið fluttur til landsins í lok síðasta árs. Þegar einangrun var lokið þurfti að koma kettinum til Eyja en þann daginn hélt Herjólfur frá Þorlákshöfn. „Kötturinn þurfti að vera einn á bíladekkinu í búri í bílnum í Þorlákshöfn og þegar hún kemur niður er hann mjög illa staddur. Hann deyr þegar hún er að keyra út úr bátnum,“ segir Þóra. Enginn að tala um að leggja allan Herjólf undir dýrahald Þóra segir helsta vilja félagsins að fá að vera með dýrin á afmörkuðu svæði, ekki sé verið að tala um að leggja allan Herjólf undir dýrahald. Þau séu að tala um lítið afmarkað svæði þar sem leyfilegt sé að vera með dýr í bandi eða búri til þess að þau upplifi ekki kvíða, stress og vanlíðan á meðan ferðinni stendur. „Það ætti alveg að vera hægt að búa til eitthvað afmarkað svæði þar sem þú mátt sitja með dýrið þitt, okkur finnst það einhvern veginn svo sjálfsagt bara. Mér finnst svo skrítið að þetta sé enn þá umræða árið 2022,“ segir Þóra. Félagið hafi skoðað fjórtán ferjur í öðrum löndum og dýrabann hafi ekki verið í neinum þeirra líkt og í Herjólfi. Í þeim öllum megi vera með dýr á ákveðnu svæði eða úti á dekki. Þóra segir að undirskriftalistinn verði lagður fyrir stjórn og framkvæmdastjóra Herjólfs en undirskriftalistann má sjá hér. Hún segir lítið þurfa til þess að breyta þessari erfiðu stöðu. „Það vantar bara vilja til þess að breyta þessu og kannski smá skilning. Maður er alltaf að vona að Íslendingar séu aðeins að átta sig á því að dýr eru ekki bara einhverjar skynlausar skepnur sem vita ekkert. Dýrin eru bara eins og börnin okkar,“ segir Þóra.
Dýr Herjólfur Vestmannaeyjar Gæludýr Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira