Hvað gerði Sölvi Tryggva? Þórarinn Hjartarson skrifar 15. ágúst 2022 11:31 Fyrir skömmu kom út grein sem hélt því fram að Sölvi Tryggvason, sem var ásakaður um að hafa beitt vændiskonu ofbeldi, hafi verið sakaður um glæp sem annar maður framdi. Þetta segir Mannlíf hafa verið staðfest af lögreglunni. Miðað við samfélagslega spennustigið sem fylgdi ásökununum fyrir rúmu ári er vægast sagt áhugavert að fylgjast með látlausu viðbrögðunum sem fylgja þessum fréttum. Sölvi Tryggvason var hafður að athlægi í samfélaginu í kjölfar þess að hann sagði grátandi frá sinni hlið á ásökununum. Þar neitaði hann að vera sá sem sögusagnirnar fjölluðu um en hvarf úr kastljósinu eftir að frétt birtist í fjölmiðlum um að tvær konur hefðu kært hann fyrir ofbeldi. Miðað við nýlegar vendingar er vert að spyrja sig: Hvað gerði Sölvi Tryggva? Sérstaklega ættu þau sem voru hvað aðgangshörðust í því að telja fólk í trú um að fjölmiðlar væru að hygla Sölva (geranda) og viðhalda þöggunarmenningu í málefnum kynferðisbrota, að spyrja sig þeirrar spurningar. Þau sýna hins vegar tregðu til að tjá sig um málið og hafa látið þessar fréttir sem vind um eyru þjóta. Það er sorglegt þegar fólk nýtir sér réttindabaráttu til að hygla sjálfu sér. Krafa er gerð um að orðum þeirra skuli tekið sem heilögum sannleik, öll gagnrýni er bakslag og það er ósanngjarnt að telja málefnalegar rökræður um þessi mál vera boðlegar. Slíkar vangaveltur eru kveðnar í kútinn með vísan til kyns og kynþáttar viðkomandi. Þau sem þekkja ekki lögin einskorðast í þeirri trú að þau geti skorið úr um hverjir séu sekir og hverjir séu saklausir og að þeir sem hafa lagt kapp á að kynna sér lögin þekki þau í raun ekki neitt og nýti sér þau til að viðhalda óréttlæti gagnvart brotaþolum. Undirritaður veit ekki hvort Sölvi Tryggvason hafi gerst sekur um glæp eða ekki. En það breytir því ekki að ef satt reynist að Sölvi hafi verið sviptur lífsviðurværinu fyrir glæp sem annar maður framdi er vert fyrir marga að efast dálítið um eigið ágæti og horfa inn á við. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu kom út grein sem hélt því fram að Sölvi Tryggvason, sem var ásakaður um að hafa beitt vændiskonu ofbeldi, hafi verið sakaður um glæp sem annar maður framdi. Þetta segir Mannlíf hafa verið staðfest af lögreglunni. Miðað við samfélagslega spennustigið sem fylgdi ásökununum fyrir rúmu ári er vægast sagt áhugavert að fylgjast með látlausu viðbrögðunum sem fylgja þessum fréttum. Sölvi Tryggvason var hafður að athlægi í samfélaginu í kjölfar þess að hann sagði grátandi frá sinni hlið á ásökununum. Þar neitaði hann að vera sá sem sögusagnirnar fjölluðu um en hvarf úr kastljósinu eftir að frétt birtist í fjölmiðlum um að tvær konur hefðu kært hann fyrir ofbeldi. Miðað við nýlegar vendingar er vert að spyrja sig: Hvað gerði Sölvi Tryggva? Sérstaklega ættu þau sem voru hvað aðgangshörðust í því að telja fólk í trú um að fjölmiðlar væru að hygla Sölva (geranda) og viðhalda þöggunarmenningu í málefnum kynferðisbrota, að spyrja sig þeirrar spurningar. Þau sýna hins vegar tregðu til að tjá sig um málið og hafa látið þessar fréttir sem vind um eyru þjóta. Það er sorglegt þegar fólk nýtir sér réttindabaráttu til að hygla sjálfu sér. Krafa er gerð um að orðum þeirra skuli tekið sem heilögum sannleik, öll gagnrýni er bakslag og það er ósanngjarnt að telja málefnalegar rökræður um þessi mál vera boðlegar. Slíkar vangaveltur eru kveðnar í kútinn með vísan til kyns og kynþáttar viðkomandi. Þau sem þekkja ekki lögin einskorðast í þeirri trú að þau geti skorið úr um hverjir séu sekir og hverjir séu saklausir og að þeir sem hafa lagt kapp á að kynna sér lögin þekki þau í raun ekki neitt og nýti sér þau til að viðhalda óréttlæti gagnvart brotaþolum. Undirritaður veit ekki hvort Sölvi Tryggvason hafi gerst sekur um glæp eða ekki. En það breytir því ekki að ef satt reynist að Sölvi hafi verið sviptur lífsviðurværinu fyrir glæp sem annar maður framdi er vert fyrir marga að efast dálítið um eigið ágæti og horfa inn á við. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar