Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt" Hjörvar Ólafsson skrifar 13. ágúst 2022 20:51 Erik ten Hag fer vægast sagt illa af stað í stjóratíð sinni hjá Manchester United. Vísir/Getty Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. „Það var barnalegt hvernig við spiluðum í dag. Við verðum að spila á beinskeyttari hátt til þess að snúa genginu við. Uppleggið var að lokka þá í pressu og spila svo löngum boltum í opin svæði. Okkur tókst að fá þá framarlega á völlinn og það var mikið svæði til þess að spila í. Við náðum hins vegar ekki að nýta okkur og spilamennskan var ekki í þeim gæðaflokki sem við viljum ná fram," sagði Erik ten Hag í samtali við Skysports eftir leikinn. Hollenski knattspyrnustjórinn gerði þrjár breytingar á liði sínu í hálfleik en Manchester United var 4-0 undir þegar liðin gengu til búningsherbergja sinna. „Ég gerði þrjár breytingar en ég hefði getað skipt öllum leikmönnum liðsins af velli. Þeir sem voru teknir af velli spiluðu ekkert verr en aðrir. Við vildum bara fá ferska orku inn á völlinn í seinni hálfleik. Við vorum með skýrt leikplan í þessum leik en það fór strax í vaskinn. Þetta tap hafði ekkert með taktískt upplegg mitt að gera. Þetta hefur bara með betri ákvarðanartöku og gæði í sendingum að gera. Leikmenn fylgdu leiðbeiningum mínum og spiluðu eins og ég vildi gera en við gerðum bara of mörg mistök. Fyrstu tvö mörkin til dæmis komu eftir einstaklingsmistök. Fótbolti er leikur mistaka og við verðum bara að vinna í að fækka þeim í næstu leikjum," sagði Erik ten Hag. Þurfum að bæta við gæðaleikmönnum „Liðið verður að axla ábyrgð. Ég bað þá um að spila með sjálfstrausti og sýna ábyrgð í verki. Það gerðu þeir ekki en ábyrgðin á mínum herðum er líka rík. Ég finn til með stuðningsmönnum liðsins eftir þessi úrslit,“ sagði Hollendingurinn. „Við þurfum að bæta við leikmönnum í hæsta gæðaflokki til þess að bæta liðið. Við erum að vinna í þeim hlutum og við munum gera sem í okkar valdi stendur til þess að sannfæra þá leikmenn sem við höfum áhuga um að ganga til liðs við félagið," sagði hann enn fremur. Manchester United hefur verið orðað við Frenkie de Jong í allt sumar en hann virðist ekki vera að færast nær Old Trafford. Í vikunni var svo greint frá því að tilboði Manchester United í Marko Arnautovic hafi verið verið hafnað af Bologna. Betur gengur hins vegar í samningaviðræðum forráðamanna Manchester United við kollega þeirra hjá Juventus um kaup á Adrien Rabiot. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
„Það var barnalegt hvernig við spiluðum í dag. Við verðum að spila á beinskeyttari hátt til þess að snúa genginu við. Uppleggið var að lokka þá í pressu og spila svo löngum boltum í opin svæði. Okkur tókst að fá þá framarlega á völlinn og það var mikið svæði til þess að spila í. Við náðum hins vegar ekki að nýta okkur og spilamennskan var ekki í þeim gæðaflokki sem við viljum ná fram," sagði Erik ten Hag í samtali við Skysports eftir leikinn. Hollenski knattspyrnustjórinn gerði þrjár breytingar á liði sínu í hálfleik en Manchester United var 4-0 undir þegar liðin gengu til búningsherbergja sinna. „Ég gerði þrjár breytingar en ég hefði getað skipt öllum leikmönnum liðsins af velli. Þeir sem voru teknir af velli spiluðu ekkert verr en aðrir. Við vildum bara fá ferska orku inn á völlinn í seinni hálfleik. Við vorum með skýrt leikplan í þessum leik en það fór strax í vaskinn. Þetta tap hafði ekkert með taktískt upplegg mitt að gera. Þetta hefur bara með betri ákvarðanartöku og gæði í sendingum að gera. Leikmenn fylgdu leiðbeiningum mínum og spiluðu eins og ég vildi gera en við gerðum bara of mörg mistök. Fyrstu tvö mörkin til dæmis komu eftir einstaklingsmistök. Fótbolti er leikur mistaka og við verðum bara að vinna í að fækka þeim í næstu leikjum," sagði Erik ten Hag. Þurfum að bæta við gæðaleikmönnum „Liðið verður að axla ábyrgð. Ég bað þá um að spila með sjálfstrausti og sýna ábyrgð í verki. Það gerðu þeir ekki en ábyrgðin á mínum herðum er líka rík. Ég finn til með stuðningsmönnum liðsins eftir þessi úrslit,“ sagði Hollendingurinn. „Við þurfum að bæta við leikmönnum í hæsta gæðaflokki til þess að bæta liðið. Við erum að vinna í þeim hlutum og við munum gera sem í okkar valdi stendur til þess að sannfæra þá leikmenn sem við höfum áhuga um að ganga til liðs við félagið," sagði hann enn fremur. Manchester United hefur verið orðað við Frenkie de Jong í allt sumar en hann virðist ekki vera að færast nær Old Trafford. Í vikunni var svo greint frá því að tilboði Manchester United í Marko Arnautovic hafi verið verið hafnað af Bologna. Betur gengur hins vegar í samningaviðræðum forráðamanna Manchester United við kollega þeirra hjá Juventus um kaup á Adrien Rabiot.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira