„Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2022 18:00 Salman Rushdie. EPA/HAYOUNG JEON Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær. Um 2.500 manns fylgdust með þegar hinn 24 ára gamli Hadi Matar, sem flutti til Bandaríkjanna frá Líbanon og býr í New Jersey, ruddist upp á svið og stakk Rushdie. Lögregluþjónn sem var á vettvangi stöðvaði árásina og handtók Matar. Nú hefur hinn grunaði, Hadi Matar, verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Rushdie er nú í öndunarvél á sjúkrahúsi. Samkvæmt AP fréttaveitunni er hinn 75 ára gamli rithöfundur líklegur til að missa annað augað. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn, samkvæmt lögreglu en líkur eru þó leiddar að því að árásin tengist gamalli tilskipun fyrrverandi æðstaklerks Írans og er Matar sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum. Núverandi æðstiklerkur landsins lýsti tilskipuninni eitt sinn sem „byssukúlu“ sem myndi á endanum finna skotmark sitt. Hinn 75 ára gamli rithöfundur er talinn líklegur til að missa annað augað. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum.AP/Joshua Goodman Sagði líf sitt orðið „tiltölulega eðlilegt“ Í nýlegu viðtali við tímaritið Stern í Þýskalandi (áskriftarvefur), sagði Rushdie frá því að líf hans væri orðið „tiltölulega eðlilegt“, samkvæmt frétt Reuters. Hann lýsti sjálfum sér sem bjartsýnismanni og sagði að það væri orðið svo langt síðan æðstiklerkur Írans sigaði ofstækismönnum á sig og þakkaði fyrir að internetið hefði ekki verið til á þessum tíma. Það var árið 1989, þegar Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ gegn Rushdie, sem þýddi í raun að hann varð réttdræpur og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs hans. Það var eftir að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Síðan þá hefur Rushdie að mestu verið í felum. Hann gekk undir dulnefninu Joseph Anton og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Eftir það fór hann þó áfram huldu höfði en árið 2007 fékk Rushdie heiðursriddaratign frá Elísabetu Bretadrottningu. Hann varð bandarískur ríkisborgari árið 2016 og hefur búið í New York-borg. Yfirvöld í Íran hafa ekki brugðist formlega við árásinni en þrátt fyrir það segir Reuters frá því að í írönskum dagblöðum harðlínumanna megi lesa greinar þar sem árásin á Rushdie er lofuð og árásarmanninum hrósað. Bjó í felum í níu ár Salman Rushdie fæddist í Mumbai á Indlandi árið 1947. Þegar hann var fjórtán ára gamall var hann sendur í skóla í Bretlandi og sótti seinna meir Kings College í Cambridge, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Hann gaf út bókin Grimus árið 1975. Á komandi árum jukust vinsældir hans og velgengni sem rithöfundur en árið 1988 gaf hann út bókina Söngvar Satans, hans fimmtu bók. Bókin inniheldur mikla undirtóna gagnrýni á íslamstrú, en Rushdie sjálfur hafði verið íslamstrúar á árum áður. Múslimar víða um heim brugðust gífurlega reiðir við bókinni og var hún fordæmd sem guðlast. Ráðamenn á Indlandi voru fyrstir til að banna bókina, Pakistanar voru næstir og svo fylgdu eftir mörg ríki Mið-Austurlanda og Suður-Afríka. Umfangsmikil mótmæli voru haldin víða um heim en minnst 45 manns dóu í mótmælunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Árið 1991 var japanskur þýðandi bókarinnar stunginn til bana og sama ár réðst hnífamaður á ítalskan þýðanda. Árið 1993 var norskur útgefandi bókarinnar skotinn þrisvar sinnum en hann lifði af. Myndir af Ayatollah Khomeini og Ayatollah Ali Khamenei við bæinn Yaroun í Líbanon. Foreldrar Matar fluttu þaðan til Bandaríkjanna.AP/Mohammed Zaatari Khomeini dó árið 1989 en Ayatollah Ali Khamenei, núverandi leiðtogi Írans, hefur aldrei fellt tilskipun forvera síns úr gildi. Khamenei sagði eitt sinn að þrátt fyrir að Íran hefði hætt formlegum stuðningi við það að Rushdie væri réttdræpur árið 1998 hafi tilskipunin gegn honum verið „byssukúla sem mun ekki hvílast fyrr en hún hittir skotmark sitt.“ Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ákærði í vikunni íranskan hermann sem sakaður er um að hafa reynt að ráða menn til að myrða John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna. Talið er að morðið hafi átt að vera hefndaraðgerð eftir að Bandaríkjamenn felldu íranskan herforingja í loftárás í Írak. Bandaríkin Bretland Íran Mál Salman Rushdie Fréttaskýringar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Um 2.500 manns fylgdust með þegar hinn 24 ára gamli Hadi Matar, sem flutti til Bandaríkjanna frá Líbanon og býr í New Jersey, ruddist upp á svið og stakk Rushdie. Lögregluþjónn sem var á vettvangi stöðvaði árásina og handtók Matar. Nú hefur hinn grunaði, Hadi Matar, verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Rushdie er nú í öndunarvél á sjúkrahúsi. Samkvæmt AP fréttaveitunni er hinn 75 ára gamli rithöfundur líklegur til að missa annað augað. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn, samkvæmt lögreglu en líkur eru þó leiddar að því að árásin tengist gamalli tilskipun fyrrverandi æðstaklerks Írans og er Matar sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum. Núverandi æðstiklerkur landsins lýsti tilskipuninni eitt sinn sem „byssukúlu“ sem myndi á endanum finna skotmark sitt. Hinn 75 ára gamli rithöfundur er talinn líklegur til að missa annað augað. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum.AP/Joshua Goodman Sagði líf sitt orðið „tiltölulega eðlilegt“ Í nýlegu viðtali við tímaritið Stern í Þýskalandi (áskriftarvefur), sagði Rushdie frá því að líf hans væri orðið „tiltölulega eðlilegt“, samkvæmt frétt Reuters. Hann lýsti sjálfum sér sem bjartsýnismanni og sagði að það væri orðið svo langt síðan æðstiklerkur Írans sigaði ofstækismönnum á sig og þakkaði fyrir að internetið hefði ekki verið til á þessum tíma. Það var árið 1989, þegar Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ gegn Rushdie, sem þýddi í raun að hann varð réttdræpur og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs hans. Það var eftir að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Síðan þá hefur Rushdie að mestu verið í felum. Hann gekk undir dulnefninu Joseph Anton og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Eftir það fór hann þó áfram huldu höfði en árið 2007 fékk Rushdie heiðursriddaratign frá Elísabetu Bretadrottningu. Hann varð bandarískur ríkisborgari árið 2016 og hefur búið í New York-borg. Yfirvöld í Íran hafa ekki brugðist formlega við árásinni en þrátt fyrir það segir Reuters frá því að í írönskum dagblöðum harðlínumanna megi lesa greinar þar sem árásin á Rushdie er lofuð og árásarmanninum hrósað. Bjó í felum í níu ár Salman Rushdie fæddist í Mumbai á Indlandi árið 1947. Þegar hann var fjórtán ára gamall var hann sendur í skóla í Bretlandi og sótti seinna meir Kings College í Cambridge, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Hann gaf út bókin Grimus árið 1975. Á komandi árum jukust vinsældir hans og velgengni sem rithöfundur en árið 1988 gaf hann út bókina Söngvar Satans, hans fimmtu bók. Bókin inniheldur mikla undirtóna gagnrýni á íslamstrú, en Rushdie sjálfur hafði verið íslamstrúar á árum áður. Múslimar víða um heim brugðust gífurlega reiðir við bókinni og var hún fordæmd sem guðlast. Ráðamenn á Indlandi voru fyrstir til að banna bókina, Pakistanar voru næstir og svo fylgdu eftir mörg ríki Mið-Austurlanda og Suður-Afríka. Umfangsmikil mótmæli voru haldin víða um heim en minnst 45 manns dóu í mótmælunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Árið 1991 var japanskur þýðandi bókarinnar stunginn til bana og sama ár réðst hnífamaður á ítalskan þýðanda. Árið 1993 var norskur útgefandi bókarinnar skotinn þrisvar sinnum en hann lifði af. Myndir af Ayatollah Khomeini og Ayatollah Ali Khamenei við bæinn Yaroun í Líbanon. Foreldrar Matar fluttu þaðan til Bandaríkjanna.AP/Mohammed Zaatari Khomeini dó árið 1989 en Ayatollah Ali Khamenei, núverandi leiðtogi Írans, hefur aldrei fellt tilskipun forvera síns úr gildi. Khamenei sagði eitt sinn að þrátt fyrir að Íran hefði hætt formlegum stuðningi við það að Rushdie væri réttdræpur árið 1998 hafi tilskipunin gegn honum verið „byssukúla sem mun ekki hvílast fyrr en hún hittir skotmark sitt.“ Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ákærði í vikunni íranskan hermann sem sakaður er um að hafa reynt að ráða menn til að myrða John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna. Talið er að morðið hafi átt að vera hefndaraðgerð eftir að Bandaríkjamenn felldu íranskan herforingja í loftárás í Írak.
Bandaríkin Bretland Íran Mál Salman Rushdie Fréttaskýringar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira