Blikar og Víkingar rökuðu inn milljónum í Evrópu Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2022 12:30 Víkingar fagna dramatísku jöfnunarmarki Danijels Djuric sem dugði þó skammt í gær. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Góður árangur Víkings og Breiðabliks í Evrópukeppnum í ár skilaði sér á bankabók félaganna. Víkingar sönkuðu að sér yfir milljón evra. Víkingur hóf leik í forkeppni Meistaradeildarinnar sem leikin var í Víkinni og unnu bæði Levadia frá Eistlandi og Inter Escaldes frá Andorra. Við tók einvígi við Malmö í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar sem tapaðist naumlega. Víkingar færðust þá yfir í Sambandsdeildina hvar þeir unnu New Saints frá Wales og drógust þá gegn Lech Poznan frá Póllandi. Þar nam liðið staðar eftir 4-1 tap ytra í gær. Þegar tekið er tillit til þeirra sigra og jafntefla sem Víkingar náðu á Evrópuvegferð sinni, auk þeirra umferða sem liðið tók þátt í, í hvorri keppni fyrir sig, náði félagið að vinna sér inn rúmlega 1,2 milljónir evra í verðlaunafé frá UEFA, rúmlega 170 milljónir íslenskra króna. The total prize money for the clubs eliminated in #UECL Q3:@faeroskfodbold,@marcboal https://t.co/F8uVESjWBN pic.twitter.com/etispevrfu— Fotcalc.com (@fotcalc) August 11, 2022 Ekkert þeirra liða sem féll úr úr Sambandsdeildinni í gær náði að vinna sér inn hærri upphæðir frá UEFA, en KÍ Klaksvík frá Færeyjum komst býsna nærri, með 1,1 milljón evra. Breiðablik féll einnig úr keppni í gær, samanlagt 6-1 fyrir tyrkneska stórliðinu Istanbul Basaksehir. Blikar unnu þrjá leiki sína af sex í Sambandsdeildinni, tvo gegn Santa Coloma frá Andorra og einn af tveimur við Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Með sínum árangri náðu Blikar í um 850 þúsund evrur frá UEFA, tæplega 120 milljónir króna. Á meðal liða sem féllu út í gær og fengu minna í kassann en íslensku liðin eru Bröndby frá Danmörku og Lilleström frá Noregi, lið Hólmberts Arons Friðjónssonar, sem fengu bæði 750 þúsund evrur og Panathinaikos, lið Harðar Björgvins Magnússonar, sem fékk 650 þúsund evrur. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Víkingur hóf leik í forkeppni Meistaradeildarinnar sem leikin var í Víkinni og unnu bæði Levadia frá Eistlandi og Inter Escaldes frá Andorra. Við tók einvígi við Malmö í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar sem tapaðist naumlega. Víkingar færðust þá yfir í Sambandsdeildina hvar þeir unnu New Saints frá Wales og drógust þá gegn Lech Poznan frá Póllandi. Þar nam liðið staðar eftir 4-1 tap ytra í gær. Þegar tekið er tillit til þeirra sigra og jafntefla sem Víkingar náðu á Evrópuvegferð sinni, auk þeirra umferða sem liðið tók þátt í, í hvorri keppni fyrir sig, náði félagið að vinna sér inn rúmlega 1,2 milljónir evra í verðlaunafé frá UEFA, rúmlega 170 milljónir íslenskra króna. The total prize money for the clubs eliminated in #UECL Q3:@faeroskfodbold,@marcboal https://t.co/F8uVESjWBN pic.twitter.com/etispevrfu— Fotcalc.com (@fotcalc) August 11, 2022 Ekkert þeirra liða sem féll úr úr Sambandsdeildinni í gær náði að vinna sér inn hærri upphæðir frá UEFA, en KÍ Klaksvík frá Færeyjum komst býsna nærri, með 1,1 milljón evra. Breiðablik féll einnig úr keppni í gær, samanlagt 6-1 fyrir tyrkneska stórliðinu Istanbul Basaksehir. Blikar unnu þrjá leiki sína af sex í Sambandsdeildinni, tvo gegn Santa Coloma frá Andorra og einn af tveimur við Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Með sínum árangri náðu Blikar í um 850 þúsund evrur frá UEFA, tæplega 120 milljónir króna. Á meðal liða sem féllu út í gær og fengu minna í kassann en íslensku liðin eru Bröndby frá Danmörku og Lilleström frá Noregi, lið Hólmberts Arons Friðjónssonar, sem fengu bæði 750 þúsund evrur og Panathinaikos, lið Harðar Björgvins Magnússonar, sem fékk 650 þúsund evrur.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira