Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2022 07:00 LeBron James og Bill Russell fyrir hartnær áratug er LeBron leiddi Miami Heat til sigurs í NBA deildinni. LeBron lék í treyju númer 6 hjá Miami líkt og hann gerði á síðustu leiktíð hjá Los Angeles Lakers en Russell lék allan sinn feril í treyju númer 6. Kevin C. Cox/Getty Images NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. Bill Russell, sigursælasti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi, lést þann 31. júlí síðastliðinn. Hann var 88 ára gamall. Hann hafði glímt við veikindi en í tilkynningu frá fjölskyldu Russell segir að hann hafi kvatt þennan heim friðsællega með eiginkonu sína sér við hlið. Russell varð ellefu sinnum NBA meistari á ferli sínum með Boston Celtics á árunum 1956-1969 og var fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar en enginn leikmaður hefur unnið deildina jafn oft. Russell er goðsögn í körfuboltaheiminum um allan heim og í miklum metum í íþróttasamfélaginu í Bandaríkjunum en hann og íshokkíleikmaðurinn Henri Richard eru sigursælustu íþróttamennirnir í bandarískum hópíþróttum frá upphafi. The NBA will retire the No. 6 league-wide honoring the late, legendary player and activist Bill Russell.— Shams Charania (@ShamsCharania) August 11, 2022 Hann lék jafnan í treyju númer 6 hjá Boston Celtics og var það treyjunúmer sett upp í rjáfur TD Garden þegar Russell hætti að spila. Nú hefur NBA deildin ákveðið að gera slíkt hið sama. Aðeins hafði tveimur íþróttamönnum í sögu bandarískra íþrótta hlotnast sá heiður áður. Hafnaboltamaðurinn Jackie Robinson (númer 42) og íshokkíleikmaðurinn Wayne Gretzky (númer 99). Players to have their jersey number retired league-wide:Jackie RobinsonWayne GretzkyBill RussellLegends. pic.twitter.com/DcRlPoDPuA— StatMuse (@statmuse) August 11, 2022 Á síðustu leiktíð voru alls 14 leikmenn númer 6 í NBA deildinni. Stærsta nafnið er án efa LeBron James en reikna má með að hann fari aftur í sitt gamla númer, 23. Hann hefur leikið í treyjum númer 6 og 23 til skiptis á ferli sínum. Önnur stór nöfn sem þurfa að finna sér ný treyjunúmer eru Alex Caruso, Lou Williams, Montrezl Harrell og Kristaps Prozingis. LeBron James fær ekki að leika aftur í treyju númer 6.Robert Gauthier/Getty Images Körfubolti NBA Tímamót Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Bill Russell, sigursælasti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi, lést þann 31. júlí síðastliðinn. Hann var 88 ára gamall. Hann hafði glímt við veikindi en í tilkynningu frá fjölskyldu Russell segir að hann hafi kvatt þennan heim friðsællega með eiginkonu sína sér við hlið. Russell varð ellefu sinnum NBA meistari á ferli sínum með Boston Celtics á árunum 1956-1969 og var fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar en enginn leikmaður hefur unnið deildina jafn oft. Russell er goðsögn í körfuboltaheiminum um allan heim og í miklum metum í íþróttasamfélaginu í Bandaríkjunum en hann og íshokkíleikmaðurinn Henri Richard eru sigursælustu íþróttamennirnir í bandarískum hópíþróttum frá upphafi. The NBA will retire the No. 6 league-wide honoring the late, legendary player and activist Bill Russell.— Shams Charania (@ShamsCharania) August 11, 2022 Hann lék jafnan í treyju númer 6 hjá Boston Celtics og var það treyjunúmer sett upp í rjáfur TD Garden þegar Russell hætti að spila. Nú hefur NBA deildin ákveðið að gera slíkt hið sama. Aðeins hafði tveimur íþróttamönnum í sögu bandarískra íþrótta hlotnast sá heiður áður. Hafnaboltamaðurinn Jackie Robinson (númer 42) og íshokkíleikmaðurinn Wayne Gretzky (númer 99). Players to have their jersey number retired league-wide:Jackie RobinsonWayne GretzkyBill RussellLegends. pic.twitter.com/DcRlPoDPuA— StatMuse (@statmuse) August 11, 2022 Á síðustu leiktíð voru alls 14 leikmenn númer 6 í NBA deildinni. Stærsta nafnið er án efa LeBron James en reikna má með að hann fari aftur í sitt gamla númer, 23. Hann hefur leikið í treyjum númer 6 og 23 til skiptis á ferli sínum. Önnur stór nöfn sem þurfa að finna sér ný treyjunúmer eru Alex Caruso, Lou Williams, Montrezl Harrell og Kristaps Prozingis. LeBron James fær ekki að leika aftur í treyju númer 6.Robert Gauthier/Getty Images
Körfubolti NBA Tímamót Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira