Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Bjarki Sigurðsson skrifar 11. ágúst 2022 18:17 Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Páley Borgþórsdóttir, og blaðamennirnir fjórir. Vísir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. RÚV greinir frá þessu en þar kemur fram að búið sé að taka aðra skýrslu af tveimur þeirra. Blaðamennirnir fjórir eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni og fyrrum meðlimur Kveiks, Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans. Í febrúar á þessu ári var greint frá því að blaðamennirnir fjórir hefðu verið boðaðir í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar sinnar. Í umfjöllun RÚV og Kjarnans um skæruliðadeild Samherja var meðal annars notast við gögn sem komu úr síma skipstjórans Páls Steingrímssonar en síma hans var stolið á meðan hann lá inni á sjúkrahúsi. Rannsókn löreglunnar miðast af því að kynferðislegt efni af Páli hafi verið í símanum og blaðamennirnir því grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. Blaðamennirnir komu þó ekki nálægt símaþjófnaðinum en sá sem stal honum hefur nú þegar verið yfirheyrður af lögreglu. Nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um að blaðamennirnir hefðu stöðu sakbornings í málinu var yfirheyrslum þeirra frestað eftir að Aðalsteinn lagði fram kæru um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. Máli Aðalsteins var vísað frá í Hæstarétti í mars. Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Boðað til mótmæla vegna yfirheyrsla á blaðamönnum Ungliðahreyfingar Pírata, Samfylkingar, Sósíalista, Viðreisnar og Vinstri grænna hafa boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun. 18. febrúar 2022 11:13 Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. 25. mars 2022 14:43 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
RÚV greinir frá þessu en þar kemur fram að búið sé að taka aðra skýrslu af tveimur þeirra. Blaðamennirnir fjórir eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni og fyrrum meðlimur Kveiks, Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans. Í febrúar á þessu ári var greint frá því að blaðamennirnir fjórir hefðu verið boðaðir í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar sinnar. Í umfjöllun RÚV og Kjarnans um skæruliðadeild Samherja var meðal annars notast við gögn sem komu úr síma skipstjórans Páls Steingrímssonar en síma hans var stolið á meðan hann lá inni á sjúkrahúsi. Rannsókn löreglunnar miðast af því að kynferðislegt efni af Páli hafi verið í símanum og blaðamennirnir því grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. Blaðamennirnir komu þó ekki nálægt símaþjófnaðinum en sá sem stal honum hefur nú þegar verið yfirheyrður af lögreglu. Nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um að blaðamennirnir hefðu stöðu sakbornings í málinu var yfirheyrslum þeirra frestað eftir að Aðalsteinn lagði fram kæru um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. Máli Aðalsteins var vísað frá í Hæstarétti í mars.
Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Boðað til mótmæla vegna yfirheyrsla á blaðamönnum Ungliðahreyfingar Pírata, Samfylkingar, Sósíalista, Viðreisnar og Vinstri grænna hafa boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun. 18. febrúar 2022 11:13 Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. 25. mars 2022 14:43 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30
Boðað til mótmæla vegna yfirheyrsla á blaðamönnum Ungliðahreyfingar Pírata, Samfylkingar, Sósíalista, Viðreisnar og Vinstri grænna hafa boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun. 18. febrúar 2022 11:13
Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. 25. mars 2022 14:43