Ég skora á þig að verða vegan! Birta Ísey skrifar 11. ágúst 2022 14:00 Í amstri dagsins er auðvelt að gleyma sér í hversdagsleikanum. Við hugsum um vinnuna eða skólann, og hvað verði í kvöldmatinn. Við heyrum talað um loftslagsvána í fréttunum og hversu stórt vandamál hún er. Við fáum hnút í magann og skiptum um rás. Það er einfaldlega auðveldara að hugsa ekki of mikið um þetta, því þegar við byrjum að pæla mikið í málunum er auðvelt að upplifa hinn algenga loftlagskvíða. Í þessari erfiðu og alvarlegu stöðu sem við erum í, eru æ fleiri sem upplifa svartsýni og hugsa með sér hvort einn einstaklingur geti í raun komið af stað alvöru breytingum. Þetta er skiljanlegur hugsanagangur, en mikilvægt er að vera bjartsýn og muna að í fjöldanum er kraftur. Við sem einstaklingar getum haft gífurleg áhrif, enda sjáum við að því fleiri sem taka stöðu og standa með umhverfinu, því meiri þrýstingur leggst á ábyrgðaraðila að standa sig betur. Það er ekki langt síðan loftslagsmálin voru lítið sem ekkert rædd á vettvangi stjórnvalda. Nú er það eitt tíðræddasta umræðuefnið. Ég trúi því að við viljum öll gera okkar besta. Við byrjum að flokka eins og engin sé morgundagurinn og kaupum vistvænu vöruna frekar en hina sem við erum vön. Við skoðum hvað rafmagnsbílar kosta og fáum kvíðakast, og ákveðum að taka frekar oftar strætó. Eitt sem gleymist þó oft í umræðunni um mátt okkar einstaklinga til að sporna gegn loftslagsvánni er dýraiðnaðurinn. Rannsóknir sýna okkur hversu mikil og slæm áhrif hann hefur á náttúruna og loftslagið. Já líka hér á Íslandi. Staðan er einfaldlega sú, að ef þú vilt minnka kolefnisfótspor þitt er breyting á mataræðinu eitt stærsta skref sem þú getur tekið. Það að forðast dýraafurðir og borða sem mest úr plönturíkinu hefur gífurlega jákvæð áhrif. Sumum finnst þetta hljóma öfgafullt, en við erum að horfa á öfgafullar aðstæður þar sem nauðsynlegt er að taka stór skref. Aldrei hefur verið auðveldara að sleppa dýraafurðum en í dag og það skerðir sannarlega ekki lífsgæði fólks að taka skref í þá átt. Þvert á móti getur það haft jákvæð áhrif. Það þurfa ekki allir að verða vegan á einni nóttu. Hins vegar vil ég hvetja ykkur til að minnka neyslu dýraafurða, þó svo það sé bara einu sinni eða tvisvar í viku, því það gerir heilan helling í heildar samhenginu. Þegar við vitum að grænmetisæta á bensínbíl gerir meira fyrir umhverfið heldur en kjötæta á hjóli, er náttúrulegt að spyrja; hversu mikils virði eru þessar 15 mínútur sem það tekur okkur að borða steikina okkar, í raun og veru? Margt smátt gerir eitt stórt og hver veit, kannski finnur þú glænýjar uppáhalds uppskriftir eða losnar jafnvel við magaverkina? Ég skora á þig, kæri lesandi að kynna þér kostina við vegan mataræði, bæði fyrir þig og umhverfið. Ég get lofað þér því sem fyrrum kjötæta, að kostirnir eru mun fleiri en gallarnir. Höfundur er meðlimur í stjórn Samtaka Grænkera á Íslandi. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Heimildir: https://ourworldindata.org/food-choice-vs-eating-local https://www.efla.is/thjonusta/umhverfi/matarspor Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vegan Loftslagsmál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í amstri dagsins er auðvelt að gleyma sér í hversdagsleikanum. Við hugsum um vinnuna eða skólann, og hvað verði í kvöldmatinn. Við heyrum talað um loftslagsvána í fréttunum og hversu stórt vandamál hún er. Við fáum hnút í magann og skiptum um rás. Það er einfaldlega auðveldara að hugsa ekki of mikið um þetta, því þegar við byrjum að pæla mikið í málunum er auðvelt að upplifa hinn algenga loftlagskvíða. Í þessari erfiðu og alvarlegu stöðu sem við erum í, eru æ fleiri sem upplifa svartsýni og hugsa með sér hvort einn einstaklingur geti í raun komið af stað alvöru breytingum. Þetta er skiljanlegur hugsanagangur, en mikilvægt er að vera bjartsýn og muna að í fjöldanum er kraftur. Við sem einstaklingar getum haft gífurleg áhrif, enda sjáum við að því fleiri sem taka stöðu og standa með umhverfinu, því meiri þrýstingur leggst á ábyrgðaraðila að standa sig betur. Það er ekki langt síðan loftslagsmálin voru lítið sem ekkert rædd á vettvangi stjórnvalda. Nú er það eitt tíðræddasta umræðuefnið. Ég trúi því að við viljum öll gera okkar besta. Við byrjum að flokka eins og engin sé morgundagurinn og kaupum vistvænu vöruna frekar en hina sem við erum vön. Við skoðum hvað rafmagnsbílar kosta og fáum kvíðakast, og ákveðum að taka frekar oftar strætó. Eitt sem gleymist þó oft í umræðunni um mátt okkar einstaklinga til að sporna gegn loftslagsvánni er dýraiðnaðurinn. Rannsóknir sýna okkur hversu mikil og slæm áhrif hann hefur á náttúruna og loftslagið. Já líka hér á Íslandi. Staðan er einfaldlega sú, að ef þú vilt minnka kolefnisfótspor þitt er breyting á mataræðinu eitt stærsta skref sem þú getur tekið. Það að forðast dýraafurðir og borða sem mest úr plönturíkinu hefur gífurlega jákvæð áhrif. Sumum finnst þetta hljóma öfgafullt, en við erum að horfa á öfgafullar aðstæður þar sem nauðsynlegt er að taka stór skref. Aldrei hefur verið auðveldara að sleppa dýraafurðum en í dag og það skerðir sannarlega ekki lífsgæði fólks að taka skref í þá átt. Þvert á móti getur það haft jákvæð áhrif. Það þurfa ekki allir að verða vegan á einni nóttu. Hins vegar vil ég hvetja ykkur til að minnka neyslu dýraafurða, þó svo það sé bara einu sinni eða tvisvar í viku, því það gerir heilan helling í heildar samhenginu. Þegar við vitum að grænmetisæta á bensínbíl gerir meira fyrir umhverfið heldur en kjötæta á hjóli, er náttúrulegt að spyrja; hversu mikils virði eru þessar 15 mínútur sem það tekur okkur að borða steikina okkar, í raun og veru? Margt smátt gerir eitt stórt og hver veit, kannski finnur þú glænýjar uppáhalds uppskriftir eða losnar jafnvel við magaverkina? Ég skora á þig, kæri lesandi að kynna þér kostina við vegan mataræði, bæði fyrir þig og umhverfið. Ég get lofað þér því sem fyrrum kjötæta, að kostirnir eru mun fleiri en gallarnir. Höfundur er meðlimur í stjórn Samtaka Grænkera á Íslandi. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Heimildir: https://ourworldindata.org/food-choice-vs-eating-local https://www.efla.is/thjonusta/umhverfi/matarspor
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun