„Snýst um að leyfa andrúmsloftinu ekki að kyrkja okkur til dauða“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2022 12:30 Arnar segir Víkingsliðið þurfa að mæta með hausinn rétt skrúfaðan á. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í Poznan í Póllandi í gær í aðdraganda síðari leiks Víkings við Lech Poznan í 3. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Síðari leikurinn fer fram í kvöld en Víkingur með 1-0 forystu í einvíginu. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í fyrri viðureigninni í Víkinni fyrir sléttri viku þar sem Víkingur vann frækinn 1-0 sigur gegn afar sterku liði Lech Poznan. Arnar sat fyrir svörum fyrir síðari leikinn sem fer fram í kvöld og var léttur. Aðspurður af pólskum blaðamanni um leikplan Víkinga fyrir leikinn sagði hann: „Ég læt þig bara hafa leikplanið okkar, og þú getur svo sýnt þjálfara Poznan það,“ sagði Arnar og brosti við. Á alvarlegri nótum sagði hann: „Við erum með DNA í okkar liði, við reynum að verjast ofarlega á vellinum, með háa varnarlínu og reynum að stíga upp og pressa með mikla orku í okkar leik,“ „Hafandi sagt það, við munum reyna það á morgun [í dag] en ég held að við munum þurfa að þjást [e. suffer] aðeins meira í leiknum en við gerðum í leiknum í Reykjavík. Þeir eru mjög gott lið og spilandi á heimavelli munu þeir mæta í bullandi sókn frá byrjun og reyna að setja okkur undir pressu. Svo við munum þurfa að þjást, og þjást til fullkomnunar til að eiga möguleika. Vonandi mun það ganga eftir en á sama tíma verðum við að reyna að spila okkar leik,“ segir Arnar. Mikilvægt að halda haus í fjandsamlegu andrúmslofti Arnar segir þá mikilvægast fyrir Víkingana að halda einbeitingu í leiknum, að halda haus og spila sinn leik við erfiðar aðstæður. Hann býst við miklum látum í stuðningsmönnum Poznan en félagið tilkynnti í vikunni að allir ársmiðahafar myndu fá frítt á leikinn, í von um að draga sem flesta á völlinn og mynda sér forskot á Víkinga með tólfta manninum. „Stundum er vandamálið hjá okkur á Íslandi, þar sem ekki allir eru atvinnumenn, að það er skortur á einbeitingu. Ef þú lítur á mörkin sem við höfum fengið á okkur í síðustu leikjum er skorturinn á einbeitingu augljós,“ segir Arnar. „En við höfum tekið einbeitinguna upp á hærra stig í Evrópuleikjunum, þá er einbeitingin á hæsta stigi. Ég held þess vegna að þetta snúist um að takast á við verkefnið. Mér hefur verið sagt að aðdáendurnir hér séu klikkaðir á góðana hátt, þeir eru mjög háværir, svo þetta snýst um að halda taugunum rólegum, vera slakir, spila okkar leik og ekki leyfa andrúmsloftinu að kyrkja okkur til dauða,“ segir Arnar en allan blaðamannafundinn má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik á einnig leik í keppninni í kvöld gegn Istanbul Basaksehir í Tyrklandi. Blikar eru 3-1 undir í einvíginu en leikur liðanna hefst klukkan 17:45 á Stöð 2 Sport 4. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. 5. ágúst 2022 11:31 Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. 5. ágúst 2022 07:31 „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Umfjöllun: Víkingur - Lech Poznan 1-0 | Dýrt kveðin vísa Ara kom Víkingum í bílstjórasætið Víkingur vann 1-0 sigur á Lech Poznan í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Liðin mætast öðru sinni í Póllandi eftir viku. 4. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í fyrri viðureigninni í Víkinni fyrir sléttri viku þar sem Víkingur vann frækinn 1-0 sigur gegn afar sterku liði Lech Poznan. Arnar sat fyrir svörum fyrir síðari leikinn sem fer fram í kvöld og var léttur. Aðspurður af pólskum blaðamanni um leikplan Víkinga fyrir leikinn sagði hann: „Ég læt þig bara hafa leikplanið okkar, og þú getur svo sýnt þjálfara Poznan það,“ sagði Arnar og brosti við. Á alvarlegri nótum sagði hann: „Við erum með DNA í okkar liði, við reynum að verjast ofarlega á vellinum, með háa varnarlínu og reynum að stíga upp og pressa með mikla orku í okkar leik,“ „Hafandi sagt það, við munum reyna það á morgun [í dag] en ég held að við munum þurfa að þjást [e. suffer] aðeins meira í leiknum en við gerðum í leiknum í Reykjavík. Þeir eru mjög gott lið og spilandi á heimavelli munu þeir mæta í bullandi sókn frá byrjun og reyna að setja okkur undir pressu. Svo við munum þurfa að þjást, og þjást til fullkomnunar til að eiga möguleika. Vonandi mun það ganga eftir en á sama tíma verðum við að reyna að spila okkar leik,“ segir Arnar. Mikilvægt að halda haus í fjandsamlegu andrúmslofti Arnar segir þá mikilvægast fyrir Víkingana að halda einbeitingu í leiknum, að halda haus og spila sinn leik við erfiðar aðstæður. Hann býst við miklum látum í stuðningsmönnum Poznan en félagið tilkynnti í vikunni að allir ársmiðahafar myndu fá frítt á leikinn, í von um að draga sem flesta á völlinn og mynda sér forskot á Víkinga með tólfta manninum. „Stundum er vandamálið hjá okkur á Íslandi, þar sem ekki allir eru atvinnumenn, að það er skortur á einbeitingu. Ef þú lítur á mörkin sem við höfum fengið á okkur í síðustu leikjum er skorturinn á einbeitingu augljós,“ segir Arnar. „En við höfum tekið einbeitinguna upp á hærra stig í Evrópuleikjunum, þá er einbeitingin á hæsta stigi. Ég held þess vegna að þetta snúist um að takast á við verkefnið. Mér hefur verið sagt að aðdáendurnir hér séu klikkaðir á góðana hátt, þeir eru mjög háværir, svo þetta snýst um að halda taugunum rólegum, vera slakir, spila okkar leik og ekki leyfa andrúmsloftinu að kyrkja okkur til dauða,“ segir Arnar en allan blaðamannafundinn má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik á einnig leik í keppninni í kvöld gegn Istanbul Basaksehir í Tyrklandi. Blikar eru 3-1 undir í einvíginu en leikur liðanna hefst klukkan 17:45 á Stöð 2 Sport 4.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. 5. ágúst 2022 11:31 Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. 5. ágúst 2022 07:31 „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Umfjöllun: Víkingur - Lech Poznan 1-0 | Dýrt kveðin vísa Ara kom Víkingum í bílstjórasætið Víkingur vann 1-0 sigur á Lech Poznan í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Liðin mætast öðru sinni í Póllandi eftir viku. 4. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. 5. ágúst 2022 11:31
Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. 5. ágúst 2022 07:31
„Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42
Umfjöllun: Víkingur - Lech Poznan 1-0 | Dýrt kveðin vísa Ara kom Víkingum í bílstjórasætið Víkingur vann 1-0 sigur á Lech Poznan í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Liðin mætast öðru sinni í Póllandi eftir viku. 4. ágúst 2022 21:25
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn