Neitaði að svara spurningunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2022 14:39 Donald Trump fyrir utan Trump-turn í New York í morgun. AP/Julia Nikhinson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki. Sagt var frá því á Vísi í morgun að Trump myndi bera vitni í dag. Málaferlin eru leidd af Letitu James, ríkissaksóknara New York-ríkis. Málið snýst um að það að Trump og aðrir forsvarsmenn fyrirtækis hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Rannsókn James er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Lögmenn Trumps hafa haldið því fram að James sé að nota rannsókn sína til að reyna að finna vísbendingar fyrir rannsókn umdæmasaksóknara Manhattan. Það að síðarnefnda rannsóknin er til gerði Trump kleift að beita fyrir sig fimmta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um rétt fólks til að sakbenda sjálft sig ekki. Sjá einnig: Trump ber vitni í New York Í yfirlýsingu segist Trump ekki hafa átt annarra kosta völ en að neita að svara spurningunum. Hann fer hörðum orðum um James og segir hana misheppnaðan pólitíkus sem hafi einsett sér að gera út af við sig. Hún hafi átt í samstarfi við aðra andstæðinga hans og segir hann að framferði hennar undanfarin þrjú ár sé til skammar fyrir réttarkerfi Bandaríkjanna og skattgreiðendur New York. „Ég gerði ekkert rangt,“ sagði Trump. Það sagði hann ástæðu þess að þeir fjölmörgu aðilar á öllum stigum yfirvalda Bandaríkjanna sem hafa rannsakað Trump, í samstarfi við „falska fjölmiðla“, hafi ekkert fundið. „Ég spurði einu sinni: „Ef þú ert saklaus, af hverju ertu að nýta þér fimmta ákvæðið?“ Nú veit ég svarið við þeirri spurningu,“ sagði Trump. Hann lýsti rannsóknunum gegn sér, börnum hans og fyrirtæki þeirra sem nornaveiðum. Forsetinn fyrrverandi sagði í yfirlýsingunni að húsleit sem Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði á heimili hans í Flórída væri í hans huga sönnun fyrir samsæri núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna gegn sér. Sjá einnig: Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Því hafi hann, í samráði við lögmenn sína, ákveðið að svara spurningunum ekki. NEW: Former president Trump says he invoked his Fifth Amendment rights during his deposition with @NewYorkStateAG s office pic.twitter.com/NQ0gUyCc4U— Andrew Feinberg (@AndrewFeinberg) August 10, 2022 Eins og áður segir, tengist þetta mál ekki húsleit Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Mar-A-Lago á mánudaginn. Fjölmiðlar vestanhafs segja hana hafa verið framkvæmda vegna leynilegra gagna sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Washington Post hefur eftir lögmanni Trumps að starfsmenn FBI hafi lagt hald á um tólf kassa af gögnum á mánudaginn. Það er tilviðbótar við fimmtán kassa af gögnum sem Trump afhenti Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna fyrir um sjö mánuðum. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Það tók nokkra mánuði að fá gögnin afhent en eftir það höfðu starfsmenn Þjóðsjalasafnsins og rannsakendur enn áhyggjur af því að Trump hefði ekki afhent öll gögnin sem hann tók úr Hvíta húsinu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Sagt var frá því á Vísi í morgun að Trump myndi bera vitni í dag. Málaferlin eru leidd af Letitu James, ríkissaksóknara New York-ríkis. Málið snýst um að það að Trump og aðrir forsvarsmenn fyrirtækis hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Rannsókn James er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Lögmenn Trumps hafa haldið því fram að James sé að nota rannsókn sína til að reyna að finna vísbendingar fyrir rannsókn umdæmasaksóknara Manhattan. Það að síðarnefnda rannsóknin er til gerði Trump kleift að beita fyrir sig fimmta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um rétt fólks til að sakbenda sjálft sig ekki. Sjá einnig: Trump ber vitni í New York Í yfirlýsingu segist Trump ekki hafa átt annarra kosta völ en að neita að svara spurningunum. Hann fer hörðum orðum um James og segir hana misheppnaðan pólitíkus sem hafi einsett sér að gera út af við sig. Hún hafi átt í samstarfi við aðra andstæðinga hans og segir hann að framferði hennar undanfarin þrjú ár sé til skammar fyrir réttarkerfi Bandaríkjanna og skattgreiðendur New York. „Ég gerði ekkert rangt,“ sagði Trump. Það sagði hann ástæðu þess að þeir fjölmörgu aðilar á öllum stigum yfirvalda Bandaríkjanna sem hafa rannsakað Trump, í samstarfi við „falska fjölmiðla“, hafi ekkert fundið. „Ég spurði einu sinni: „Ef þú ert saklaus, af hverju ertu að nýta þér fimmta ákvæðið?“ Nú veit ég svarið við þeirri spurningu,“ sagði Trump. Hann lýsti rannsóknunum gegn sér, börnum hans og fyrirtæki þeirra sem nornaveiðum. Forsetinn fyrrverandi sagði í yfirlýsingunni að húsleit sem Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði á heimili hans í Flórída væri í hans huga sönnun fyrir samsæri núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna gegn sér. Sjá einnig: Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Því hafi hann, í samráði við lögmenn sína, ákveðið að svara spurningunum ekki. NEW: Former president Trump says he invoked his Fifth Amendment rights during his deposition with @NewYorkStateAG s office pic.twitter.com/NQ0gUyCc4U— Andrew Feinberg (@AndrewFeinberg) August 10, 2022 Eins og áður segir, tengist þetta mál ekki húsleit Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Mar-A-Lago á mánudaginn. Fjölmiðlar vestanhafs segja hana hafa verið framkvæmda vegna leynilegra gagna sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Washington Post hefur eftir lögmanni Trumps að starfsmenn FBI hafi lagt hald á um tólf kassa af gögnum á mánudaginn. Það er tilviðbótar við fimmtán kassa af gögnum sem Trump afhenti Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna fyrir um sjö mánuðum. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Það tók nokkra mánuði að fá gögnin afhent en eftir það höfðu starfsmenn Þjóðsjalasafnsins og rannsakendur enn áhyggjur af því að Trump hefði ekki afhent öll gögnin sem hann tók úr Hvíta húsinu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira