Viðskipti innlent

Gögn sýna viðspyrnu Icelandair

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ferðamenn hafa flykkst til Íslands í sumar.
Ferðamenn hafa flykkst til Íslands í sumar. Vísir/Vilhelm

Greining sem Ferðamálastofa hefur unnið sýnir að Icelandair hafi náð einna bestri viðspyrnu norræna flugfélaga í sumar, í fjölda farþega talið.

Ferðamálastofa hefur unnið samanburð á nýjustu flutningstölum norrænna flugfélaga við sögulegar tölur fyrir Covid-19 faraldurinn, sem lék flugfélög víða um heim grátt.

Í samanburði við önnur norræn flugfélög er Icelandair komið næst for-Covid farþegafjölda sínum, í 89 prósent, heilum tuttugu prósentustigum fyrir ofan næsta félag, sem er Finnair.

Fluttir farþegar á mánuði hjá norrænum flugfélögum janúar 2017 – júlí 2022 (í þúsundum).Mynd/Ferðamálastofa.

Farþegar með Icelandair til landsins, svokallaðir „to“ farþegar, í júlí síðastliðnum námu 92 prósent af fjölda slíkra farþega í júlí árið 2019.

Þá er einnig bent á að sætanýting Icelandair í júlí sé betri nú en í sama mánuðu árið 2019, þó bent sé á að sætaframboð Icelandair sé minna nú en þá.

Hlutfall farþega í júlí 2022 miðað við júlí 2019.Ferðamálastofa

Flugfélagið Play er ekki inn í þessum samanburði Ferðamálastofu, enda var flugfélagið ekki til árið 2019. Tekið er þó fram að sætanýting þess í júlí, síðasta mánuði, hafi verið 88 prósent.

Greiningu Ferðamálastofu má skoða hér.


Tengdar fréttir

Brott­farir er­lendra ferða­manna fleiri nú í júlí en árið 2019

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru rúmlega 234 þúsund í júlímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þetta er meiri fjöldi en árið 2019 og um leið fjórði fjölmennasti júlímánuðurinn frá því að mælingar hófust.

Gott sumar í ferðaþjónustunni en ýmsar áskoranir fram undan

Ferðaþjónustan hefur tekið hratt við sér eftir faraldurinn en Ísland er nánast upp bókað næstu mánuði. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir greinina þó standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þar sem tryggja þurfi að framboð sé í takt við eftirspurn.

Play flutti fleiri í júlí en allt árið 2021

Flugfélagið Play flutti 109.937 í júlí sem er fjórðungsaukning frá farþegafjölda í júní. Fjöldi farþega í júlí 2022 er meiri en samanlagður fjöldi allra farþega sem Play flutti á árinu 2021.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×