Sjáðu öll mörkin úr 12. umferðinni | Dramatískt jöfnunarmark í Garðabæ, mikilvægur botnsigur og fimm mörk Valsara Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2022 14:01 Stjörnukonur náðu í stig gegn Blikum undir lokin. Vísir/Hulda Margrét Tólfta umferð Bestu deildar kvenna fór fram í heild sinni í gærkvöld. Þar urðu óvænt úrslit sem voru mikilvæg bæði á toppi og botni. Afturelding vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni með marki Ísafoldar Þórhallsdóttur á fyrstu mínútu leiksins. Það dugði til sigurs gegn Þór/KA en Afturelding fór með sigrinum af botni deildarinnar og er aðeins stigi frá Norðankonum. Klippa: Markið úr sigri Aftureldingar á Þór/KA KR fór á móti niður í botnsætið en liðið tapaði 3-1 fyrir Eyjakonum í Vestmannaeyjum. Marcella Barberic kom KR yfir og staðan var 1-0 í hálfleik. Mörk frá Hönnu Kallmaier, Ameeru Hussen og Þórhildi Ólafsdóttur á síðasta korteri leiksins tryggðu ÍBV sigurinn. ÍBV með 21 stig í fimmta sæti. Klippa: Mörkin úr sigri ÍBV á KR Það gengur hvorki né rekur hjá Selfossi sem hefur spilað fimm leiki í röð án þess að fagna sigri. Liðið þurfti að þola 3-0 tap fyrir Þrótti í Laugardal í gærkvöld en þar skoraði Danielle Marcano fyrstu tvö mörk Þróttar áður en Álfhildur Rósa Kjartansdóttir gerði út um leikinn á 80. mínútu. Klippa: Mörkin úr sigri Þróttar á Selfossi Breiðablik missteig sig í toppbaráttunni en Stjarnan heldur á móti í við Kópavogsliðið. Markalaust var í fyrri hálfleik en Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik í þeim síðari. Blikakonur sneru taflinu við þar sem Vigdís Lilja Kristjánsdóttir jafnaði áður Chante Sandiford skoraði sjálfsmark til að koma Blikum yfir. Aníta Ýr Þorvalsdóttir var hins vegar hetja Stjörnunnar er hún jafnaði undir lok leiks. Breiðablik er eftir leikinn með 28 stig í öðru sæti en Stjarnan er með 24 í því þriðja. Klippa: Mörkin úr jafntefli Stjörnunnar og Breiðabliks Valur nýtti sér misstig Blikakvenna og breikkaði bilið milli liðanna í fjögur stig með öruggum 5-0 sigri á Keflavík. Valur komst yfir með sjálfsmarki Snædísar Maríu Jörundsdóttur áður en Cyera Makenzie Hintzen, Elín Metta Jensen, Anna Rakel Pétursdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir gerðu eitt mark hver fyrir Val sem er með 32 stig í toppsætinu. Keflavík er aftur á móti aðeins með tíu stig í sjöunda sæti og er því, rétt eins og Þór/KA, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Klippa: Mörkin úr sigri Vals á Keflavík Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Afturelding vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni með marki Ísafoldar Þórhallsdóttur á fyrstu mínútu leiksins. Það dugði til sigurs gegn Þór/KA en Afturelding fór með sigrinum af botni deildarinnar og er aðeins stigi frá Norðankonum. Klippa: Markið úr sigri Aftureldingar á Þór/KA KR fór á móti niður í botnsætið en liðið tapaði 3-1 fyrir Eyjakonum í Vestmannaeyjum. Marcella Barberic kom KR yfir og staðan var 1-0 í hálfleik. Mörk frá Hönnu Kallmaier, Ameeru Hussen og Þórhildi Ólafsdóttur á síðasta korteri leiksins tryggðu ÍBV sigurinn. ÍBV með 21 stig í fimmta sæti. Klippa: Mörkin úr sigri ÍBV á KR Það gengur hvorki né rekur hjá Selfossi sem hefur spilað fimm leiki í röð án þess að fagna sigri. Liðið þurfti að þola 3-0 tap fyrir Þrótti í Laugardal í gærkvöld en þar skoraði Danielle Marcano fyrstu tvö mörk Þróttar áður en Álfhildur Rósa Kjartansdóttir gerði út um leikinn á 80. mínútu. Klippa: Mörkin úr sigri Þróttar á Selfossi Breiðablik missteig sig í toppbaráttunni en Stjarnan heldur á móti í við Kópavogsliðið. Markalaust var í fyrri hálfleik en Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik í þeim síðari. Blikakonur sneru taflinu við þar sem Vigdís Lilja Kristjánsdóttir jafnaði áður Chante Sandiford skoraði sjálfsmark til að koma Blikum yfir. Aníta Ýr Þorvalsdóttir var hins vegar hetja Stjörnunnar er hún jafnaði undir lok leiks. Breiðablik er eftir leikinn með 28 stig í öðru sæti en Stjarnan er með 24 í því þriðja. Klippa: Mörkin úr jafntefli Stjörnunnar og Breiðabliks Valur nýtti sér misstig Blikakvenna og breikkaði bilið milli liðanna í fjögur stig með öruggum 5-0 sigri á Keflavík. Valur komst yfir með sjálfsmarki Snædísar Maríu Jörundsdóttur áður en Cyera Makenzie Hintzen, Elín Metta Jensen, Anna Rakel Pétursdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir gerðu eitt mark hver fyrir Val sem er með 32 stig í toppsætinu. Keflavík er aftur á móti aðeins með tíu stig í sjöunda sæti og er því, rétt eins og Þór/KA, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Klippa: Mörkin úr sigri Vals á Keflavík
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki