Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2022 13:01 Kristín Tómasdóttir hvetur foreldra í svipaðri stöðu til þess að mæta með börnin sín í Ráðhúsið á morgun klukkan 8:45, korteri fyrir fund borgarráðs. Hún er langþreytt á innantómum orðum borgarfulltrúa um leikskólapláss. Vísir/samsett Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. Í gær greindum við frá því að ekki væri útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust eins og stefnt var að. Kristín Tómasdóttir, móðir sautján mánaða barns segir fréttirnar slá sig illa. Hún segir nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar um orsakir leikskólavandans og kallar eftir tafarlausum lausnum. „Það er búið að útskýra þetta margoft fyrir foreldrum að það eru allskonar skýringar sem liggja þarna að baki afhverju það sé ekki hægt að reka hér dagvistunarkerfi eins og í mörgum öðrum löndum sem virka en það er rosalega lítið fjallað um lausnir í þessu og hvað við getum gert til að breyta dagvistunarkerfinu þannig að það bara virki fyrir foreldra.“ Hún segir að borgin skuldi foreldrum lausnir og aðgerðir, strax í haust. „Það er t.d. gríðarlegur vandi að einhver lóð er ekki tilbúin við nýjan leikskóla við Nauthólsveg. Það má vel vera að ég sé naive en það tekur ekki þrjá mánuði að klára einhverja lóð sem ætti að vera í forgangi hjá borginni og það er hægt að reka leikskóla í þrjá mánuði án þess að lóðin sé tilbúin. Það eru kannski ekki kjöraðstæður, en það eru betri aðstæður en að vera ekki með leikskóla.“ Hún segir borgina of fasta í áætlanagerðum og trega við að vaða í verkin. „Það verða mótmæli í ráðhúsinu klukkan 8:45 á morgun sem er korter fyrir borgarráðsfund í Ráðhúsinu, þar sem foreldrar sem eru ekki með dagvistun fyrir börnin sín hyggjast mæta og gera kröfu á borgarráð að grípa til aðgerða núna í ágúst til að mæta þessari þörf okkar.“ Þá segir hún að í hópi þeirra foreldra sem hyggjast mæta á morgun sé fólk með víðtæka þekkingu. „Þarna eru smiðir og arkitektar, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingar og stjórnsýslufræðingar. Allt sem borgin gæti mögulega þurft á að halda til þess að leysa þennan vanda. Ég er alveg sannfærð um að fólk er til í að leggja borginni lið gegn því að fá leikskólapláss ef þetta snýst um að það vanti mannauð, þekkingu eða fólk á gröfu.“ Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9. ágúst 2022 07:16 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Í gær greindum við frá því að ekki væri útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust eins og stefnt var að. Kristín Tómasdóttir, móðir sautján mánaða barns segir fréttirnar slá sig illa. Hún segir nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar um orsakir leikskólavandans og kallar eftir tafarlausum lausnum. „Það er búið að útskýra þetta margoft fyrir foreldrum að það eru allskonar skýringar sem liggja þarna að baki afhverju það sé ekki hægt að reka hér dagvistunarkerfi eins og í mörgum öðrum löndum sem virka en það er rosalega lítið fjallað um lausnir í þessu og hvað við getum gert til að breyta dagvistunarkerfinu þannig að það bara virki fyrir foreldra.“ Hún segir að borgin skuldi foreldrum lausnir og aðgerðir, strax í haust. „Það er t.d. gríðarlegur vandi að einhver lóð er ekki tilbúin við nýjan leikskóla við Nauthólsveg. Það má vel vera að ég sé naive en það tekur ekki þrjá mánuði að klára einhverja lóð sem ætti að vera í forgangi hjá borginni og það er hægt að reka leikskóla í þrjá mánuði án þess að lóðin sé tilbúin. Það eru kannski ekki kjöraðstæður, en það eru betri aðstæður en að vera ekki með leikskóla.“ Hún segir borgina of fasta í áætlanagerðum og trega við að vaða í verkin. „Það verða mótmæli í ráðhúsinu klukkan 8:45 á morgun sem er korter fyrir borgarráðsfund í Ráðhúsinu, þar sem foreldrar sem eru ekki með dagvistun fyrir börnin sín hyggjast mæta og gera kröfu á borgarráð að grípa til aðgerða núna í ágúst til að mæta þessari þörf okkar.“ Þá segir hún að í hópi þeirra foreldra sem hyggjast mæta á morgun sé fólk með víðtæka þekkingu. „Þarna eru smiðir og arkitektar, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingar og stjórnsýslufræðingar. Allt sem borgin gæti mögulega þurft á að halda til þess að leysa þennan vanda. Ég er alveg sannfærð um að fólk er til í að leggja borginni lið gegn því að fá leikskólapláss ef þetta snýst um að það vanti mannauð, þekkingu eða fólk á gröfu.“
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9. ágúst 2022 07:16 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01
Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9. ágúst 2022 07:16