Gagnaleki í skoðun hjá Reykjavíkurborg Árni Sæberg skrifar 10. ágúst 2022 12:09 Dagbjört Hákonardóttir er persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Vísir Upp hefur komið gagnaleki hjá vefþjónustu sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa notað í nokkrum mæli. Persónuverndarfulltrúi borgarinnar vinnur nú að því að leggja mat á umfang og eðli brestsins í samstarfi við upplýsingatæknisvið borgarinnar. Í tilkynningu á starfsmannavef borgarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, segir að lekinn hafi komið upp í QuestionPro, veflausn sem gerir fólki kleift að gera og senda út skoðanakannanir, sem nokkuð hafi verið notuð af starfsfólki borgarinnar. Þar segir að samkvæmt athugun upplýsingatæknisviðs liggi fyrir að nokkuð af upplýsingum hafi orðið aðgengilegar óviðkomandi aðilum, þar á meðal tölvupóstföng og niðurstöður kannana. „Fyrir liggur að netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar falla þar undir, en ekki er vitað hvort hið sama eigi við um niðurstöður kannana á vegum starfsfólks borgarinnar,“ segir í tilkynningunni. Starfsmenn varist svikapósta Í tilkynningunni segir að í framhaldi af gagnaleka sem sé hætt við að aukning verði í tilraunum til að senda svikapósta. Því er starfsfólk beðið um að vera vel á varðbergi og tilkynna með viðeigandi leiðum ef grunur vaknar um svikapósta. Þá minnir upplúsingasvið starfsfólk á að nota einungis samþykktar lausnir til framkvæmdar á verkefnum sínum. Óskar Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs, segir í samtali við Vísi að QuestionPro sé ekki samþykkt af upplýsingatæknisviði. Því hafi borgin ekkert með lekan sem slíkan að gera. Gagnalekar óumflýjanlegir í nútímasamfélagi Sem áður segir vinnur persónuverndarfulltrúi borgarinnar nú að því að leggja mat á lekann. Dagbjört Hákonardóttir persónuverndarfulltrúi segir í samtali við Vísi að hún geti litlar upplýsingar veitt um lekann þar sem málið sé á viðkvæmu stigi auk þess að hún hafi ekki upplýsingar um tæknilegar hliðar hans. Hún segir að gagnalekar sem þessi séu óumflýjanlegir í nútímasamfélagi og að markmið persónuverndarfulltrúa og upplýsingatæknisviðs að lágmarka skaða sem verður af þeim. Hún hafi 72 klukkstundir frá því að upp kemst um leka til að ákveða hvort tilkynna þurfi Persónuvernd um hann. Reykjavíkurborg tilkynni Persónuvernd um mögulega öryggisbresti oftast allra. Friðþjófur Bergmann, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi nýti sér þjónustu QuestionPro og því séu mun fleiri netföng undir en netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar. Hann segir að helsta hættan af gagnalekum sem þessum vera að tölvuþrjótar nota netföng sem þeir komast yfir til að senda svikapósta. Því þurfi fólk að hafa varann á. Þá segir hann að ekki sé óalgengt að lekar sem þessi verði og netföng séu notuð til að senda svikapósta. Álíka atvik hafi orðið í maí en borgin hafi ekki merkt aukningu í því að fólk falli fyrir svikapóstum og tekist hafi að verjast tölvuþrjótum vel. Netöryggi Reykjavík Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Í tilkynningu á starfsmannavef borgarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, segir að lekinn hafi komið upp í QuestionPro, veflausn sem gerir fólki kleift að gera og senda út skoðanakannanir, sem nokkuð hafi verið notuð af starfsfólki borgarinnar. Þar segir að samkvæmt athugun upplýsingatæknisviðs liggi fyrir að nokkuð af upplýsingum hafi orðið aðgengilegar óviðkomandi aðilum, þar á meðal tölvupóstföng og niðurstöður kannana. „Fyrir liggur að netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar falla þar undir, en ekki er vitað hvort hið sama eigi við um niðurstöður kannana á vegum starfsfólks borgarinnar,“ segir í tilkynningunni. Starfsmenn varist svikapósta Í tilkynningunni segir að í framhaldi af gagnaleka sem sé hætt við að aukning verði í tilraunum til að senda svikapósta. Því er starfsfólk beðið um að vera vel á varðbergi og tilkynna með viðeigandi leiðum ef grunur vaknar um svikapósta. Þá minnir upplúsingasvið starfsfólk á að nota einungis samþykktar lausnir til framkvæmdar á verkefnum sínum. Óskar Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs, segir í samtali við Vísi að QuestionPro sé ekki samþykkt af upplýsingatæknisviði. Því hafi borgin ekkert með lekan sem slíkan að gera. Gagnalekar óumflýjanlegir í nútímasamfélagi Sem áður segir vinnur persónuverndarfulltrúi borgarinnar nú að því að leggja mat á lekann. Dagbjört Hákonardóttir persónuverndarfulltrúi segir í samtali við Vísi að hún geti litlar upplýsingar veitt um lekann þar sem málið sé á viðkvæmu stigi auk þess að hún hafi ekki upplýsingar um tæknilegar hliðar hans. Hún segir að gagnalekar sem þessi séu óumflýjanlegir í nútímasamfélagi og að markmið persónuverndarfulltrúa og upplýsingatæknisviðs að lágmarka skaða sem verður af þeim. Hún hafi 72 klukkstundir frá því að upp kemst um leka til að ákveða hvort tilkynna þurfi Persónuvernd um hann. Reykjavíkurborg tilkynni Persónuvernd um mögulega öryggisbresti oftast allra. Friðþjófur Bergmann, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi nýti sér þjónustu QuestionPro og því séu mun fleiri netföng undir en netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar. Hann segir að helsta hættan af gagnalekum sem þessum vera að tölvuþrjótar nota netföng sem þeir komast yfir til að senda svikapósta. Því þurfi fólk að hafa varann á. Þá segir hann að ekki sé óalgengt að lekar sem þessi verði og netföng séu notuð til að senda svikapósta. Álíka atvik hafi orðið í maí en borgin hafi ekki merkt aukningu í því að fólk falli fyrir svikapóstum og tekist hafi að verjast tölvuþrjótum vel.
Netöryggi Reykjavík Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira