Innlent

Tveir handteknir vegna ráns í apóteki

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ránið var framið í miðborginni og er í rannsókn.
Ránið var framið í miðborginni og er í rannsókn. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo aðila vegna ráns í apóteki í nótt. Málið er í rannsókn. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu í dag, miðvikudag en ránið átti sér stað í miðborginni. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Þá var jafnframt framið innbrot í fyrirtæki í Austurbænum og er það mál einnig í rannsókn.

Á lögreglustöð 2, sem inniheldur Garðabæ og Hafnafjörð, var tilkynnt um reiðhjólaslys og hinn slasaði fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítala.

Á lögreglustöð 3, í Kópavogi og Breiðholti, var brotist inn á hótelherbergi og var gerandi handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu lögreglu.

Loks var ökumaður stöðvaður á því svæði sem telur Gravarvog, Árbæ og Mosfellsbæ fyrir of hraðan akstur. Hafði bifreið hans verið mæld á 140 sem 80 er hámarkshraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×