Þriðja liðið sem við smíðum í sumar Ester Ósk Árnadóttir skrifar 9. ágúst 2022 20:19 Mynd: Bára Dröfn „Ég er hrikalega stoltur af liðinu, það er ekki létt að koma til Akureyrar en þetta fór vel í dag,“ sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir gríðarlega mikilvægan sigur, 0-1 á móti Þór/KA. „Fyrir þremur dögum neitaði Þór/KA að færa leikinn fyrr svo að við næðum flugi heim, sem betur fer þá mótiveraði það leikmennina mína klárlega. Þannig það verður skemmtileg rútuferð hjá okkur heim.“ Afturelding hefur gengið í gegnum mikið í sumar og þurft að endurnýja hópin ítrekað. „Þeir sem vita hvað gerðist í sumar þeir vita. Það er í rauninni hægt að gera heila bíómynd um það eða allavega svona víkingsþætti. Þetta er þriðja liðið sem við smíðum í sumar og það er bara órtrúlegur karkter í liðinu. Leikmennirnir sem hafa verið hér síðan í byrjun eru bara að leiðbeina og hjálpa leikmönnunum í kringum sig og alltaf fáum við frammistöðu. Stundum hefur ekkert gengið en í dag að vinna þennan leik er frábært, það er bara þessi karakter og hjarta í liðinu eftir allt mótlætið í sumar. Ég get ekki annað en verið stoltur.“ Þór/KA lá á Aftureldingu í fyrri hálfleik og hreint ótrúlegt að þær hafi ekki skorað. Afturelding hins vegar lokað á nánast allt sem Þór/KA reyndi í síðari hálfleik. „Ég skal bara segja þér nákvæmlega það sem ég sagði við þær í hálfleik. Ég sagði við þær að það skora snemma í leikjum er ótrúlega erfitt því þá er oftast legið á manni, það að ná að halda því út í 45 mínútur er frábært. Þór/KA átti allan fyrri hálfleikinn en það sem er gott við okkur er að við getum varist. Við vörðumst og gerðum vel og svo unnum við okkur inn í þetta í seinni hálfleik.“ Afturelding er áfram í botnsætinu en er komið með níu stig, aðeins einu stigi frá öruggu sæti. „Við getum byggt ofan á þetta, eins og ég sagði eftir síðasta leik að nýju leikmennirnir okkar voru margar hverjar bara búnar að ná einni til tveimur æfingum en samt er mikil liðsandi. Þetta er þriðji grasleikurinn sem við vinnum í sumar þannig að við erum örugglega eina grasliðið sem er eftir sem vil vera graslið.“ Afturelding á heimaleik gegn Keflavík í næstu umferð. „Ég held það fyllist bara völlurinn núna, við erum mætar á heimavöll og ætlum okkur sigur þar í næstu umferð.“ Fótbolti Besta deild kvenna Afturelding Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira
„Fyrir þremur dögum neitaði Þór/KA að færa leikinn fyrr svo að við næðum flugi heim, sem betur fer þá mótiveraði það leikmennina mína klárlega. Þannig það verður skemmtileg rútuferð hjá okkur heim.“ Afturelding hefur gengið í gegnum mikið í sumar og þurft að endurnýja hópin ítrekað. „Þeir sem vita hvað gerðist í sumar þeir vita. Það er í rauninni hægt að gera heila bíómynd um það eða allavega svona víkingsþætti. Þetta er þriðja liðið sem við smíðum í sumar og það er bara órtrúlegur karkter í liðinu. Leikmennirnir sem hafa verið hér síðan í byrjun eru bara að leiðbeina og hjálpa leikmönnunum í kringum sig og alltaf fáum við frammistöðu. Stundum hefur ekkert gengið en í dag að vinna þennan leik er frábært, það er bara þessi karakter og hjarta í liðinu eftir allt mótlætið í sumar. Ég get ekki annað en verið stoltur.“ Þór/KA lá á Aftureldingu í fyrri hálfleik og hreint ótrúlegt að þær hafi ekki skorað. Afturelding hins vegar lokað á nánast allt sem Þór/KA reyndi í síðari hálfleik. „Ég skal bara segja þér nákvæmlega það sem ég sagði við þær í hálfleik. Ég sagði við þær að það skora snemma í leikjum er ótrúlega erfitt því þá er oftast legið á manni, það að ná að halda því út í 45 mínútur er frábært. Þór/KA átti allan fyrri hálfleikinn en það sem er gott við okkur er að við getum varist. Við vörðumst og gerðum vel og svo unnum við okkur inn í þetta í seinni hálfleik.“ Afturelding er áfram í botnsætinu en er komið með níu stig, aðeins einu stigi frá öruggu sæti. „Við getum byggt ofan á þetta, eins og ég sagði eftir síðasta leik að nýju leikmennirnir okkar voru margar hverjar bara búnar að ná einni til tveimur æfingum en samt er mikil liðsandi. Þetta er þriðji grasleikurinn sem við vinnum í sumar þannig að við erum örugglega eina grasliðið sem er eftir sem vil vera graslið.“ Afturelding á heimaleik gegn Keflavík í næstu umferð. „Ég held það fyllist bara völlurinn núna, við erum mætar á heimavöll og ætlum okkur sigur þar í næstu umferð.“
Fótbolti Besta deild kvenna Afturelding Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira