Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2022 10:00 Viktor Sigurðsson er í burðarhlutverki hjá ÍR. vísir/elín Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur og að nýliðarnir fari því rakleiðis aftur niður í Grill 66 deildina. ÍR-ingar voru sannkallað fallbyssufóður þegar þeir voru síðast í Olís-deildinni, tímabilið 2020-21. Þeir tefldu fram afar veikburða liði sem tapaði öllum 22 leikjum sínum og féll eins sannfærandi og hægt var. ÍR lenti í 2. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að vinna Kórdrengi og Fjölni í umspili. Eftir tímabilið hætti Kristinn Björgúlfsson sem þjálfari ÍR og Bjarni Fritzson tók aftur við því. Framundan eru spennandi tímar hjá ÍR enda er liðið komið með nýjan og glæsilegan heimavöll í Mjóddinni sem það byrjar að spila á í vetur. Ekki verður erfitt fyrir ÍR að gera betur en síðast þegar liðið var í Olís-deildinni en það er afar langsótt að það haldi sér uppi. Leikmannahópurinn er lakari en á síðasta tímabili enda verða þrír reyndustu og bestu menn liðsins á síðasta tímabili, Sigurður Ingiberg Ólafsson, Andri Heimir Friðriksson og Kristján Orri Jóhannsson, ekki með í vetur. Reynsla þeirra og geta hefði hjálpað ÍR-ingum í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Með þá hefði von Breiðhyltinga að halda sér uppi verið veik en án þeirra er hún nánast engin. Gengi ÍR undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (2. sæti) 2020-21: 12. sæti 2019-20: 6. sæti 2018-19: 7. sæti+8 liða úrslit 2017-18: 8. sæti+8-liða úrslit 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 3. sæti+undanúrslit 2013-14: 7. sæti+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+undanúrslit+bikarmeistari Lykilmaðurinn Dagur Sverrir Kristjánsson gæti slegið í gegn í Olís-deildinni í vetur.vísir/elín Dagur Sverrir Kristjánsson lék með ÍR síðast þegar liðið var í Olís-deildinni og blómstraði svo í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili. Þessi örvhenta skytta skoraði 130 mörk í tuttugu leikjum og var markahæsti leikmaður ÍR. Dagur þarf að taka enn eitt skref fram á við í vetur og allavega auka möguleika sína á að vera áfram í Olís-deildinni að ári, þótt ÍR verði líklegast ekki þar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV Úlfur Gunnar Kjartansson byrjaður aftur Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (úr láni) Farnir: Kristján Orri Jóhannsson hættur Andri Heimir Friðriksson hættur Ólafur Atli Malmquist Hulduson hættur Ingólfur Arnar Þorgeirsson hættur Egill Hjartarson til Stíf (Færeyjum) Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Þær eru margar ÍR-hetjurnar sem gætu hjálpað liðinu í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Ingimundur Ingimundarson er ein þeirra. Hann var í lykilhlutverki hjá ÍR í upphafi aldarinnar þegar liðið varð bikarmeistari og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Ingimundur myndi styrkja ÍR í sókninni og ekki síst vörninni þar sem hann nýttist íslenska landsliðinu svo vel. Olís-deild karla ÍR Reykjavík Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur og að nýliðarnir fari því rakleiðis aftur niður í Grill 66 deildina. ÍR-ingar voru sannkallað fallbyssufóður þegar þeir voru síðast í Olís-deildinni, tímabilið 2020-21. Þeir tefldu fram afar veikburða liði sem tapaði öllum 22 leikjum sínum og féll eins sannfærandi og hægt var. ÍR lenti í 2. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að vinna Kórdrengi og Fjölni í umspili. Eftir tímabilið hætti Kristinn Björgúlfsson sem þjálfari ÍR og Bjarni Fritzson tók aftur við því. Framundan eru spennandi tímar hjá ÍR enda er liðið komið með nýjan og glæsilegan heimavöll í Mjóddinni sem það byrjar að spila á í vetur. Ekki verður erfitt fyrir ÍR að gera betur en síðast þegar liðið var í Olís-deildinni en það er afar langsótt að það haldi sér uppi. Leikmannahópurinn er lakari en á síðasta tímabili enda verða þrír reyndustu og bestu menn liðsins á síðasta tímabili, Sigurður Ingiberg Ólafsson, Andri Heimir Friðriksson og Kristján Orri Jóhannsson, ekki með í vetur. Reynsla þeirra og geta hefði hjálpað ÍR-ingum í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Með þá hefði von Breiðhyltinga að halda sér uppi verið veik en án þeirra er hún nánast engin. Gengi ÍR undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (2. sæti) 2020-21: 12. sæti 2019-20: 6. sæti 2018-19: 7. sæti+8 liða úrslit 2017-18: 8. sæti+8-liða úrslit 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 3. sæti+undanúrslit 2013-14: 7. sæti+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+undanúrslit+bikarmeistari Lykilmaðurinn Dagur Sverrir Kristjánsson gæti slegið í gegn í Olís-deildinni í vetur.vísir/elín Dagur Sverrir Kristjánsson lék með ÍR síðast þegar liðið var í Olís-deildinni og blómstraði svo í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili. Þessi örvhenta skytta skoraði 130 mörk í tuttugu leikjum og var markahæsti leikmaður ÍR. Dagur þarf að taka enn eitt skref fram á við í vetur og allavega auka möguleika sína á að vera áfram í Olís-deildinni að ári, þótt ÍR verði líklegast ekki þar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV Úlfur Gunnar Kjartansson byrjaður aftur Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (úr láni) Farnir: Kristján Orri Jóhannsson hættur Andri Heimir Friðriksson hættur Ólafur Atli Malmquist Hulduson hættur Ingólfur Arnar Þorgeirsson hættur Egill Hjartarson til Stíf (Færeyjum) Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Þær eru margar ÍR-hetjurnar sem gætu hjálpað liðinu í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Ingimundur Ingimundarson er ein þeirra. Hann var í lykilhlutverki hjá ÍR í upphafi aldarinnar þegar liðið varð bikarmeistari og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Ingimundur myndi styrkja ÍR í sókninni og ekki síst vörninni þar sem hann nýttist íslenska landsliðinu svo vel.
2021-22: B-deild (2. sæti) 2020-21: 12. sæti 2019-20: 6. sæti 2018-19: 7. sæti+8 liða úrslit 2017-18: 8. sæti+8-liða úrslit 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 3. sæti+undanúrslit 2013-14: 7. sæti+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+undanúrslit+bikarmeistari
Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV Úlfur Gunnar Kjartansson byrjaður aftur Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (úr láni) Farnir: Kristján Orri Jóhannsson hættur Andri Heimir Friðriksson hættur Ólafur Atli Malmquist Hulduson hættur Ingólfur Arnar Þorgeirsson hættur Egill Hjartarson til Stíf (Færeyjum) Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild karla ÍR Reykjavík Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni