Flakkari á siglingu um hrauntjörnina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2022 12:09 Náttúran er með sýningu í Meradölum. Vísir/Vilhelm Það kennir ýmissa grasa þegar eldgos eiga í hlut. Eitt af því eru fyrirbæri sem minnir á fljótandi borgarísjaka í hrauntjörninni og hefur fengið heitið flakkari hér á landi. Vakin er athygli á einum slíkum í færslu á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands, þar sem grannt er fylgst með þróun eldgossins í Meradölum. Staðsetning flakkarans í gær.Skjáskot „Þau ykkar sem vel hafið fylgst með gosinu í Meradölum hafið sjálfsagt tekið eftir að það er klumpur í tjörninni sem er ekki alltaf á sama stað. Í gær var hann að gæla við nyrsta gíginn og í morgun var hann kominn suður í syðsta gíg,“ segir í færslunni. Vel fylgst með Flakkaranum í Eyjum Er þar rifjað upp að þetta fyrirbæri hafi verið nefnt flakkari í eldgosinu í Vestmannaeyjum. Þar fékk stór hraunfylla nafnið Flakkarinn. Varð hún til þegar hluti úr norðaustuhlíð eldkeilunnar á Heimaey brotnaði frá gígnum. Rann hún með hraunstrauminum í átt að innsiglingunni, þar til Flakkarinn svokallaði stöðvaðist að lokum. Vel var fylgst með fyllunni þar á sínum tíma. Segir meðal annars í upprifjunarfrétt Morgunblaðsins þegar aldarfjórðungur var liðinn frá upphafi gossins að daglega hafi verið fluttar fréttir af staðsetningu Flakkarans, sem sigldi í hraunstrauminum, eins og sannreyna má á vefnum Tímarit.is Úr Morgunblaðinu þann 12. mars árið 1973. Þar var tekið fram að Flakkarinn svokallaði hafi færst 33 metra síðustu sólarhringina á undan.Timarit.is „Nú höfum við verið að fylgjast með Flakkaranum í Meradölum síðustu daga en hann flakkar um hrauntjörnina eftir straumum innan hennar. Flakkarar eru aðeins eðlisléttari en kvikan í hrauntjörninni of því fljóta þeir, eins og borgar ísjakar í sjónum,“ segir í færslunni þar sem fyrirbærið er útskýrt. Þar er því velt upp að kalla mætti fyrirbrigðið borgargígjaka, í ætt við borgarísjaka. Þó er líklega um nýyrði að ræða. Fljótleg leit blaðamanns að orðinu borgargígjaki á vef Google skilar engum niðurstöðum. Spyr leitarvefurinn hvort að ætlunin hafi ekki verið að leita að orðinu borgarísjaki, sem skilar mun fleiri niðurstöðum. Meðfylgjandi myndband sýnir vel hvernig flakkarinn í Meradölum færist hægt í gígtjörninni. Erfitt er að sjá staðsetningu flakkarans í dag, þar sem lélegt skyggni er á svæðinu, miðað við vefmyndavélar sem snúa að gosstöðvunum. Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8. ágúst 2022 09:23 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Vakin er athygli á einum slíkum í færslu á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands, þar sem grannt er fylgst með þróun eldgossins í Meradölum. Staðsetning flakkarans í gær.Skjáskot „Þau ykkar sem vel hafið fylgst með gosinu í Meradölum hafið sjálfsagt tekið eftir að það er klumpur í tjörninni sem er ekki alltaf á sama stað. Í gær var hann að gæla við nyrsta gíginn og í morgun var hann kominn suður í syðsta gíg,“ segir í færslunni. Vel fylgst með Flakkaranum í Eyjum Er þar rifjað upp að þetta fyrirbæri hafi verið nefnt flakkari í eldgosinu í Vestmannaeyjum. Þar fékk stór hraunfylla nafnið Flakkarinn. Varð hún til þegar hluti úr norðaustuhlíð eldkeilunnar á Heimaey brotnaði frá gígnum. Rann hún með hraunstrauminum í átt að innsiglingunni, þar til Flakkarinn svokallaði stöðvaðist að lokum. Vel var fylgst með fyllunni þar á sínum tíma. Segir meðal annars í upprifjunarfrétt Morgunblaðsins þegar aldarfjórðungur var liðinn frá upphafi gossins að daglega hafi verið fluttar fréttir af staðsetningu Flakkarans, sem sigldi í hraunstrauminum, eins og sannreyna má á vefnum Tímarit.is Úr Morgunblaðinu þann 12. mars árið 1973. Þar var tekið fram að Flakkarinn svokallaði hafi færst 33 metra síðustu sólarhringina á undan.Timarit.is „Nú höfum við verið að fylgjast með Flakkaranum í Meradölum síðustu daga en hann flakkar um hrauntjörnina eftir straumum innan hennar. Flakkarar eru aðeins eðlisléttari en kvikan í hrauntjörninni of því fljóta þeir, eins og borgar ísjakar í sjónum,“ segir í færslunni þar sem fyrirbærið er útskýrt. Þar er því velt upp að kalla mætti fyrirbrigðið borgargígjaka, í ætt við borgarísjaka. Þó er líklega um nýyrði að ræða. Fljótleg leit blaðamanns að orðinu borgargígjaki á vef Google skilar engum niðurstöðum. Spyr leitarvefurinn hvort að ætlunin hafi ekki verið að leita að orðinu borgarísjaki, sem skilar mun fleiri niðurstöðum. Meðfylgjandi myndband sýnir vel hvernig flakkarinn í Meradölum færist hægt í gígtjörninni. Erfitt er að sjá staðsetningu flakkarans í dag, þar sem lélegt skyggni er á svæðinu, miðað við vefmyndavélar sem snúa að gosstöðvunum. Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8. ágúst 2022 09:23 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37
Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8. ágúst 2022 09:23