Fannst Blikar lúnir í Garðabænum: „Þeir geta verið þreyttir í nóvember“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2022 10:00 Breiðablik tapaði með þriggja marka mun fyrir Stjörnunni í gær, 5-2. vísir/Hulda Margrét Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, sá greinileg þreytumerki á leikmönnum Breiðabliks í leiknum gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Stjörnumenn léku á alls oddi í leiknum og unnu 5-2 sigur. Þrátt fyrir tapið eru Blikar enn með átta stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar en á sama tíma gerðu Víkingar, þeirra helstu keppinautar um Íslandsmeistaratitilinn, 3-3 jafntefli við Framara. Mikið álag er á Breiðabliki þessar vikurnar en auk Bestu deildarinnar stendur liðið í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Þá eru Blikar enn með í Mjólkurbikarnum. Lárus Orri fannst leikmenn Breiðablik virka lúnir í leiknum í Garðabænum í gær og velti fyrir sér hvernig Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, kemur sínum mönnum aftur á fætur. „Ef við förum aftur í Blikana verður áhugavert að sjá hvernig Óskar tekst á við þetta núna. Ef maður fylgist með honum í viðtölum sveiflujafnar hann þetta allt saman. Þú sérð engan mun á Óskari í viðtölum, hvort sem þeir tapa 5-2 núna eða vinna 3-0 eða 4-0. Hann er alltaf eins í viðtölum eftir leiki. Nú þarf hann að koma í hausinn á þessum drengjum að þetta er bara hugarástand og það er bara áfram gakk,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um þreytta Blika Næsti leikur Breiðabliks er gegn Istanbul Basaksehir ytra á fimmtudaginn. Eftir viku taka Blikar svo á móti Víkingum í uppgjöri tveggja efstu liða Bestu deildarinnar. „Ég ætla rétt að vona að þegar hann fer út til Tyrklands að hann spili á fullu og sínu sterkasta liði. Og komi því inn í hausinn á þessum strákum að það þýðir ekkert að tala um þreytu. Þeir geta verið þreyttir í nóvember.“ Albert Brynjar Ingason segir áhugavert að fylgjast með því hvort önnur lið sæti lagi og þjarmi að Blikunum eins og Stjörnumenn gerðu í gær. „Tapa þessum leik stórt og tapa leiknum úti stórt og mæta þannig í leikinn á móti Víkingum; það er ekki gott. Og nú byrjar ábyggilega umræðan um Blikana; eru þeir að fara að koðna enn eina ferðina,“ sagði Albert. „Eins og þú komst inn á með síðustu leiki hjá þeim; þetta er búið að vera svolítið tæpt og það sáum við ekki í upphafi móts. Núna er að koma að úrslitastundu og við þurfum að sjá þá stíga aftur upp.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Stjörnumenn léku á alls oddi í leiknum og unnu 5-2 sigur. Þrátt fyrir tapið eru Blikar enn með átta stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar en á sama tíma gerðu Víkingar, þeirra helstu keppinautar um Íslandsmeistaratitilinn, 3-3 jafntefli við Framara. Mikið álag er á Breiðabliki þessar vikurnar en auk Bestu deildarinnar stendur liðið í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Þá eru Blikar enn með í Mjólkurbikarnum. Lárus Orri fannst leikmenn Breiðablik virka lúnir í leiknum í Garðabænum í gær og velti fyrir sér hvernig Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, kemur sínum mönnum aftur á fætur. „Ef við förum aftur í Blikana verður áhugavert að sjá hvernig Óskar tekst á við þetta núna. Ef maður fylgist með honum í viðtölum sveiflujafnar hann þetta allt saman. Þú sérð engan mun á Óskari í viðtölum, hvort sem þeir tapa 5-2 núna eða vinna 3-0 eða 4-0. Hann er alltaf eins í viðtölum eftir leiki. Nú þarf hann að koma í hausinn á þessum drengjum að þetta er bara hugarástand og það er bara áfram gakk,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um þreytta Blika Næsti leikur Breiðabliks er gegn Istanbul Basaksehir ytra á fimmtudaginn. Eftir viku taka Blikar svo á móti Víkingum í uppgjöri tveggja efstu liða Bestu deildarinnar. „Ég ætla rétt að vona að þegar hann fer út til Tyrklands að hann spili á fullu og sínu sterkasta liði. Og komi því inn í hausinn á þessum strákum að það þýðir ekkert að tala um þreytu. Þeir geta verið þreyttir í nóvember.“ Albert Brynjar Ingason segir áhugavert að fylgjast með því hvort önnur lið sæti lagi og þjarmi að Blikunum eins og Stjörnumenn gerðu í gær. „Tapa þessum leik stórt og tapa leiknum úti stórt og mæta þannig í leikinn á móti Víkingum; það er ekki gott. Og nú byrjar ábyggilega umræðan um Blikana; eru þeir að fara að koðna enn eina ferðina,“ sagði Albert. „Eins og þú komst inn á með síðustu leiki hjá þeim; þetta er búið að vera svolítið tæpt og það sáum við ekki í upphafi móts. Núna er að koma að úrslitastundu og við þurfum að sjá þá stíga aftur upp.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann