„Í dag er stóri dagurinn“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2022 11:39 Gunnlaugur Bragi Björnsson var kjörinn formaður Hinsegin daga í Reykjavík í fyrra. Hinsegin dagar Hin sívinsæla Gleðiganga fer fram í dag á lokadegi Hinsegin daga. Fjölbreytt dagskrá hefur verið víðsvegar um borgina alla vikuna en hátíðinni lýkur í kvöld með tónleikum á Bryggjunni steikhús þar sem stjórnin mun troða upp. Hinsegin dagar hafa verið haldnir hátíðlegir alla vikuna en stærsti viðburður vikunnar fer fram í dag, Gleðigangan eina sanna. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, er afar spenntur fyrir göngunni. „Í dag er stóri dagurinn, það fer að líða undir lok á dagskrá Hinsegin daga og komið að Gleðigöngunni, svo verður útihátíð í Hljómskálagarðinum í kjölfarið. Lokaballið er svo í kvöld með Stjórninni,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Gangan hefst klukkan tvö í dag en veðurspáin er með besta móti þrátt fyrir að það líti út fyrir að skýin ætli ekki að forða sér í dag. En hvert er gengið? „Gangan leggur stundvíslega af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og mun liðast niður Skólavörðustiginn, Bankastræti, Lækjargötu og enda við Hljómskálagarðinn,“ segir Gunnlaugur og hvetur alla til að koma sér fyrir á gönguleiðinni til að fylgjast með. Hann segir fólk mega búast við ýmsu, þó fyrst og fremst gleði. „Það verður litadýrð, það verða læti, það verður gleði, það verður barátta. Mér finnst ekki ólíklegt að það verði pólitísk skilaboð að einhverju leiti, við erum að sjá bakslag hér heima og víða erlendis. Það kæmi mér ekki á óvart þótt það væru nokkur skýr skilaboð í göngunni í dag. Svo auðvitað bara góð skemmtun á sviðinu í Hljómskálagarðinum í kjölfarið,“ segir Gunnlaugur. Í kvöld fer síðan fram lokaball Hinsegin daga á Bryggjunni steikhús. Stjórnin treður þar upp áður en DJ Margrét Maack tekur við og spilar fram á nótt. Hægt er að nálgast miða á vefsíðu Hinsegin daga. Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Hinsegin dagar hafa verið haldnir hátíðlegir alla vikuna en stærsti viðburður vikunnar fer fram í dag, Gleðigangan eina sanna. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, er afar spenntur fyrir göngunni. „Í dag er stóri dagurinn, það fer að líða undir lok á dagskrá Hinsegin daga og komið að Gleðigöngunni, svo verður útihátíð í Hljómskálagarðinum í kjölfarið. Lokaballið er svo í kvöld með Stjórninni,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Gangan hefst klukkan tvö í dag en veðurspáin er með besta móti þrátt fyrir að það líti út fyrir að skýin ætli ekki að forða sér í dag. En hvert er gengið? „Gangan leggur stundvíslega af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og mun liðast niður Skólavörðustiginn, Bankastræti, Lækjargötu og enda við Hljómskálagarðinn,“ segir Gunnlaugur og hvetur alla til að koma sér fyrir á gönguleiðinni til að fylgjast með. Hann segir fólk mega búast við ýmsu, þó fyrst og fremst gleði. „Það verður litadýrð, það verða læti, það verður gleði, það verður barátta. Mér finnst ekki ólíklegt að það verði pólitísk skilaboð að einhverju leiti, við erum að sjá bakslag hér heima og víða erlendis. Það kæmi mér ekki á óvart þótt það væru nokkur skýr skilaboð í göngunni í dag. Svo auðvitað bara góð skemmtun á sviðinu í Hljómskálagarðinum í kjölfarið,“ segir Gunnlaugur. Í kvöld fer síðan fram lokaball Hinsegin daga á Bryggjunni steikhús. Stjórnin treður þar upp áður en DJ Margrét Maack tekur við og spilar fram á nótt. Hægt er að nálgast miða á vefsíðu Hinsegin daga.
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira