Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2022 10:37 Reykurinn sem stígur upp frá eldgosinu hefur bláleitan blæ. Það er merki um hið skaðlega brennisteinstvíoxíð. Vísir/Vilhelm Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. Skaðlegt brennisteinstvíoxíð stígur upp frá eldgosinu í Meradölum. Það hefur ertandi áhrif á fólk og sér í lagi þá sem glíma við veikindi í öndunarfærum. Því hefur Veðurstofa Íslands sett á fótt gasmengunarspá sem sýnir dreifingu gassins. Miðað við spánna mun gas koma yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan 4 á morgun og annað kvöld er spáð mengun upp á 2.600 til 9.000 míkrógrömm í einum rúmmetra andrúmslofts við yfirborð, í efri byggðum Reykjavíkur og Mosfellsbæ. Svona lítur spáin út klukkan 21 á morgun en um miðnætti verður rauði liturinn yfir Mosfellsbæ.Veðurstofa Íslands Samkvæmt töflu á loftgæðavef Umhverfisstofnunar er svo mikið magn brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti óhollt fólki. Fólk, sér í lagi viðkvæmir, geti upplifað hósta, höfuðverk og ertingu í augum, nefi og koki. Gasið helst uppi í loftinu Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að líkanið eigi það til að ofmeta magn koltvísýrings við yfirborð og því sé best að fylgjast með loftgæðum í rauntíma á vef Umhverfisstofnunar. „Við lærðum það síðast að það er helst þegar það er hvass vindur sem nær að berja plómuna niður á yfirborðið, sem við sjáum tölur eitthvað líkar því sem í líkaninu,“ segir hún. Ekki er spáð miklum vindi á morgun svo ósennilegt er að gasið nái til jarðar. Ekkert varð úr spáðri mengun í Vogum „Það var gert ráð fyrir talsvert háum styrk í Vogum í nótt og það mældist ekkert og ekki í Garði heldur. Við sáum plúmuna, hún bara náði ekki til yfirborðs,“ segir Elín Björk. Áfram er spáð nokkurri mengun í Vogum í dag og í Þorlákshöfn og nágrenni seinna í dag. Hún segir erfitt að gera nákvæma spá um gasmengun við yfirborð vegna þessa. „Þetta er erfið míkróeðlisfræði og við erum ekki með reikniafl til þess að fara í mjög fína möskvastærð,“ segir Elín Björk. Þess vegna sé betra skoða áhrifasvæðakort Veðurstofunnar, sem sýna dreifingu gass á sex og 24 klukkustunda tímabili, og loftgæðakort Umhverfisstofnunar. Hér má sjá hvar gas mun hafa áhrif frá hádegi í dag til hádegis á morgun.Veðurstofa Íslands „Það er alveg óþarfi að örvænta og ef fólk er viðkvæmt fyrir er gott að forðast áreynslu utandyra og loka gluggum,“ segir Elín Björk og bætir við að eðlilegt sé að einhver loftmengun komi frá eldgosi í nágrenni við byggð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Skaðlegt brennisteinstvíoxíð stígur upp frá eldgosinu í Meradölum. Það hefur ertandi áhrif á fólk og sér í lagi þá sem glíma við veikindi í öndunarfærum. Því hefur Veðurstofa Íslands sett á fótt gasmengunarspá sem sýnir dreifingu gassins. Miðað við spánna mun gas koma yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan 4 á morgun og annað kvöld er spáð mengun upp á 2.600 til 9.000 míkrógrömm í einum rúmmetra andrúmslofts við yfirborð, í efri byggðum Reykjavíkur og Mosfellsbæ. Svona lítur spáin út klukkan 21 á morgun en um miðnætti verður rauði liturinn yfir Mosfellsbæ.Veðurstofa Íslands Samkvæmt töflu á loftgæðavef Umhverfisstofnunar er svo mikið magn brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti óhollt fólki. Fólk, sér í lagi viðkvæmir, geti upplifað hósta, höfuðverk og ertingu í augum, nefi og koki. Gasið helst uppi í loftinu Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að líkanið eigi það til að ofmeta magn koltvísýrings við yfirborð og því sé best að fylgjast með loftgæðum í rauntíma á vef Umhverfisstofnunar. „Við lærðum það síðast að það er helst þegar það er hvass vindur sem nær að berja plómuna niður á yfirborðið, sem við sjáum tölur eitthvað líkar því sem í líkaninu,“ segir hún. Ekki er spáð miklum vindi á morgun svo ósennilegt er að gasið nái til jarðar. Ekkert varð úr spáðri mengun í Vogum „Það var gert ráð fyrir talsvert háum styrk í Vogum í nótt og það mældist ekkert og ekki í Garði heldur. Við sáum plúmuna, hún bara náði ekki til yfirborðs,“ segir Elín Björk. Áfram er spáð nokkurri mengun í Vogum í dag og í Þorlákshöfn og nágrenni seinna í dag. Hún segir erfitt að gera nákvæma spá um gasmengun við yfirborð vegna þessa. „Þetta er erfið míkróeðlisfræði og við erum ekki með reikniafl til þess að fara í mjög fína möskvastærð,“ segir Elín Björk. Þess vegna sé betra skoða áhrifasvæðakort Veðurstofunnar, sem sýna dreifingu gass á sex og 24 klukkustunda tímabili, og loftgæðakort Umhverfisstofnunar. Hér má sjá hvar gas mun hafa áhrif frá hádegi í dag til hádegis á morgun.Veðurstofa Íslands „Það er alveg óþarfi að örvænta og ef fólk er viðkvæmt fyrir er gott að forðast áreynslu utandyra og loka gluggum,“ segir Elín Björk og bætir við að eðlilegt sé að einhver loftmengun komi frá eldgosi í nágrenni við byggð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41
Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17