Sigmundur Davíð ekki á fundi með sænskum þjóðernisöfgamönnum Jakob Bjarnar skrifar 5. ágúst 2022 13:30 Sigmundur Davíð segir áhyggjur Stundarinnar óþarfar, hann komist ekki á sænsku ráðstefnuna. vísir/vilhelm Stundin sló því upp í vikunni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verði meðal ræðumanna á ráðstefnu í félagsskap gyðingahatara, nýnasista og annarra miður þokkaðra á ráðstefnu sem til stendur að halda í Svíþjóð. Vísir náði tali af Sigmundi Davíð nú fyrir stundu og bar það undir hann hvort hann væri kominn í samkrull með sænskum þjóðernisöfgamönnum? Sigmundur Davíð svaraði því til að hann viti nú ekki alveg hverjar skilgreiningar Stundarinnar eru á slíku. „En ég veit að þeir eru ekkert sérstaklega hrifnir af mér,“ segir Sigmundur Davíð. Og heldur á honum að skilja að honum sé skemmt fremur en að hann hafi af þessum tíðindum mikinn ama. „Áhyggjur Stundarinnar eru óþarfar. Ég kemst hvort sem er ekki á þessa hátíð síðan legið hefur fyrir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður til umræðu á sama tíma,“ segir Sigmundur Davíð. Segir ræðumenn fjölbreytilegan hóp Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur ríkisendurskoðandi boðað að skýrslan verði lögð fram í þessum mánuði og gera menn ráð fyrir því að það verði um miðjan mánuð. Þá mun þingið koma saman. En aftur að þessari ráðstefnu sem að sögn Stundarinnar er skipulögð af sænskum þjóðernisöfgamönnum. „Þorri ræðumanna er tengdur stjórnmálaflokkum og samtökum sem breiða út kynþáttahatur og reka harða innflytjendastefnu,“ segir í umfjöllun. Sigmundur Davíð segist ekki þekkja nokkurn mann á ráðstefnunni. „En ég sé að þarna eru ýmsir með erindi, meira að segja fyrrverandi formaður Sænska kommúnistaflokksins, og líka einn af forsprökkum umhverfisverndarsamtaka sem heita Extinciton Rebellion. Þarna eru ljóðskáld, rithöfundar og hinir og þessir. Greinilega fjölbreyttur hópur en verður því miður að vera án mín að þessu sinni.“ Ætlaði að ræða reynslu Íslendinga af fjármálakrísunni En hvernig má það vera að Sigmundur Davíð var sagður á dagskrá á umræddri ráðstefnu sem er undir yfirskriftinni Svenska Bok- og Mediaässan, eða Sænska bóka- og fjölmiðlamessan og verður haldin í Stokkhólmi 20. ágúst komandi? „Þetta kom þannig til að ég hélt smá ræðu fyrr í sumar í Osló um breska heimspekinginn Roger Scruton sem ég held að hafi verið helsti heimspekingur Bretlands á seinni hluta tuttugustu aldar. Hann lét sig skipulag og fegurð í arkíktetúr miklu varða en skrifaði auðvitað um margt annað. En þetta var sérstakt umfjöllunarefni hjá honum og hann fór fyrir nefnd breskra stjórnvalda hvernig bæta mætti umhverfið. Ég sem sagt hélt erindi um þennan merka mann sem vakti athygli. Eftir það hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir og óskir um að mæta með erindi um eitt og annað.“ Sigmundur Davíð segir að þau sem stýra dagskránni á þessari sænsku bókahátíð vildu fá sig til að tala um reynslu Íslands af fjármálakrísunni í ljósi stöðunnar núna. „Ég tók náttúrlega vel í það. Ég reyni yfirleitt að verða við því þegar ég er beðinn um að tala um eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég hef meira að segja haldið erindi hjá Vinstri grænum.“ Miðflokkurinn Svíþjóð Tengdar fréttir Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. 2. ágúst 2022 14:36 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Vísir náði tali af Sigmundi Davíð nú fyrir stundu og bar það undir hann hvort hann væri kominn í samkrull með sænskum þjóðernisöfgamönnum? Sigmundur Davíð svaraði því til að hann viti nú ekki alveg hverjar skilgreiningar Stundarinnar eru á slíku. „En ég veit að þeir eru ekkert sérstaklega hrifnir af mér,“ segir Sigmundur Davíð. Og heldur á honum að skilja að honum sé skemmt fremur en að hann hafi af þessum tíðindum mikinn ama. „Áhyggjur Stundarinnar eru óþarfar. Ég kemst hvort sem er ekki á þessa hátíð síðan legið hefur fyrir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður til umræðu á sama tíma,“ segir Sigmundur Davíð. Segir ræðumenn fjölbreytilegan hóp Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur ríkisendurskoðandi boðað að skýrslan verði lögð fram í þessum mánuði og gera menn ráð fyrir því að það verði um miðjan mánuð. Þá mun þingið koma saman. En aftur að þessari ráðstefnu sem að sögn Stundarinnar er skipulögð af sænskum þjóðernisöfgamönnum. „Þorri ræðumanna er tengdur stjórnmálaflokkum og samtökum sem breiða út kynþáttahatur og reka harða innflytjendastefnu,“ segir í umfjöllun. Sigmundur Davíð segist ekki þekkja nokkurn mann á ráðstefnunni. „En ég sé að þarna eru ýmsir með erindi, meira að segja fyrrverandi formaður Sænska kommúnistaflokksins, og líka einn af forsprökkum umhverfisverndarsamtaka sem heita Extinciton Rebellion. Þarna eru ljóðskáld, rithöfundar og hinir og þessir. Greinilega fjölbreyttur hópur en verður því miður að vera án mín að þessu sinni.“ Ætlaði að ræða reynslu Íslendinga af fjármálakrísunni En hvernig má það vera að Sigmundur Davíð var sagður á dagskrá á umræddri ráðstefnu sem er undir yfirskriftinni Svenska Bok- og Mediaässan, eða Sænska bóka- og fjölmiðlamessan og verður haldin í Stokkhólmi 20. ágúst komandi? „Þetta kom þannig til að ég hélt smá ræðu fyrr í sumar í Osló um breska heimspekinginn Roger Scruton sem ég held að hafi verið helsti heimspekingur Bretlands á seinni hluta tuttugustu aldar. Hann lét sig skipulag og fegurð í arkíktetúr miklu varða en skrifaði auðvitað um margt annað. En þetta var sérstakt umfjöllunarefni hjá honum og hann fór fyrir nefnd breskra stjórnvalda hvernig bæta mætti umhverfið. Ég sem sagt hélt erindi um þennan merka mann sem vakti athygli. Eftir það hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir og óskir um að mæta með erindi um eitt og annað.“ Sigmundur Davíð segir að þau sem stýra dagskránni á þessari sænsku bókahátíð vildu fá sig til að tala um reynslu Íslands af fjármálakrísunni í ljósi stöðunnar núna. „Ég tók náttúrlega vel í það. Ég reyni yfirleitt að verða við því þegar ég er beðinn um að tala um eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég hef meira að segja haldið erindi hjá Vinstri grænum.“
Miðflokkurinn Svíþjóð Tengdar fréttir Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. 2. ágúst 2022 14:36 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. 2. ágúst 2022 14:36
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent