Sigmundur Davíð ekki á fundi með sænskum þjóðernisöfgamönnum Jakob Bjarnar skrifar 5. ágúst 2022 13:30 Sigmundur Davíð segir áhyggjur Stundarinnar óþarfar, hann komist ekki á sænsku ráðstefnuna. vísir/vilhelm Stundin sló því upp í vikunni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verði meðal ræðumanna á ráðstefnu í félagsskap gyðingahatara, nýnasista og annarra miður þokkaðra á ráðstefnu sem til stendur að halda í Svíþjóð. Vísir náði tali af Sigmundi Davíð nú fyrir stundu og bar það undir hann hvort hann væri kominn í samkrull með sænskum þjóðernisöfgamönnum? Sigmundur Davíð svaraði því til að hann viti nú ekki alveg hverjar skilgreiningar Stundarinnar eru á slíku. „En ég veit að þeir eru ekkert sérstaklega hrifnir af mér,“ segir Sigmundur Davíð. Og heldur á honum að skilja að honum sé skemmt fremur en að hann hafi af þessum tíðindum mikinn ama. „Áhyggjur Stundarinnar eru óþarfar. Ég kemst hvort sem er ekki á þessa hátíð síðan legið hefur fyrir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður til umræðu á sama tíma,“ segir Sigmundur Davíð. Segir ræðumenn fjölbreytilegan hóp Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur ríkisendurskoðandi boðað að skýrslan verði lögð fram í þessum mánuði og gera menn ráð fyrir því að það verði um miðjan mánuð. Þá mun þingið koma saman. En aftur að þessari ráðstefnu sem að sögn Stundarinnar er skipulögð af sænskum þjóðernisöfgamönnum. „Þorri ræðumanna er tengdur stjórnmálaflokkum og samtökum sem breiða út kynþáttahatur og reka harða innflytjendastefnu,“ segir í umfjöllun. Sigmundur Davíð segist ekki þekkja nokkurn mann á ráðstefnunni. „En ég sé að þarna eru ýmsir með erindi, meira að segja fyrrverandi formaður Sænska kommúnistaflokksins, og líka einn af forsprökkum umhverfisverndarsamtaka sem heita Extinciton Rebellion. Þarna eru ljóðskáld, rithöfundar og hinir og þessir. Greinilega fjölbreyttur hópur en verður því miður að vera án mín að þessu sinni.“ Ætlaði að ræða reynslu Íslendinga af fjármálakrísunni En hvernig má það vera að Sigmundur Davíð var sagður á dagskrá á umræddri ráðstefnu sem er undir yfirskriftinni Svenska Bok- og Mediaässan, eða Sænska bóka- og fjölmiðlamessan og verður haldin í Stokkhólmi 20. ágúst komandi? „Þetta kom þannig til að ég hélt smá ræðu fyrr í sumar í Osló um breska heimspekinginn Roger Scruton sem ég held að hafi verið helsti heimspekingur Bretlands á seinni hluta tuttugustu aldar. Hann lét sig skipulag og fegurð í arkíktetúr miklu varða en skrifaði auðvitað um margt annað. En þetta var sérstakt umfjöllunarefni hjá honum og hann fór fyrir nefnd breskra stjórnvalda hvernig bæta mætti umhverfið. Ég sem sagt hélt erindi um þennan merka mann sem vakti athygli. Eftir það hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir og óskir um að mæta með erindi um eitt og annað.“ Sigmundur Davíð segir að þau sem stýra dagskránni á þessari sænsku bókahátíð vildu fá sig til að tala um reynslu Íslands af fjármálakrísunni í ljósi stöðunnar núna. „Ég tók náttúrlega vel í það. Ég reyni yfirleitt að verða við því þegar ég er beðinn um að tala um eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég hef meira að segja haldið erindi hjá Vinstri grænum.“ Miðflokkurinn Svíþjóð Tengdar fréttir Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. 2. ágúst 2022 14:36 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Vísir náði tali af Sigmundi Davíð nú fyrir stundu og bar það undir hann hvort hann væri kominn í samkrull með sænskum þjóðernisöfgamönnum? Sigmundur Davíð svaraði því til að hann viti nú ekki alveg hverjar skilgreiningar Stundarinnar eru á slíku. „En ég veit að þeir eru ekkert sérstaklega hrifnir af mér,“ segir Sigmundur Davíð. Og heldur á honum að skilja að honum sé skemmt fremur en að hann hafi af þessum tíðindum mikinn ama. „Áhyggjur Stundarinnar eru óþarfar. Ég kemst hvort sem er ekki á þessa hátíð síðan legið hefur fyrir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður til umræðu á sama tíma,“ segir Sigmundur Davíð. Segir ræðumenn fjölbreytilegan hóp Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur ríkisendurskoðandi boðað að skýrslan verði lögð fram í þessum mánuði og gera menn ráð fyrir því að það verði um miðjan mánuð. Þá mun þingið koma saman. En aftur að þessari ráðstefnu sem að sögn Stundarinnar er skipulögð af sænskum þjóðernisöfgamönnum. „Þorri ræðumanna er tengdur stjórnmálaflokkum og samtökum sem breiða út kynþáttahatur og reka harða innflytjendastefnu,“ segir í umfjöllun. Sigmundur Davíð segist ekki þekkja nokkurn mann á ráðstefnunni. „En ég sé að þarna eru ýmsir með erindi, meira að segja fyrrverandi formaður Sænska kommúnistaflokksins, og líka einn af forsprökkum umhverfisverndarsamtaka sem heita Extinciton Rebellion. Þarna eru ljóðskáld, rithöfundar og hinir og þessir. Greinilega fjölbreyttur hópur en verður því miður að vera án mín að þessu sinni.“ Ætlaði að ræða reynslu Íslendinga af fjármálakrísunni En hvernig má það vera að Sigmundur Davíð var sagður á dagskrá á umræddri ráðstefnu sem er undir yfirskriftinni Svenska Bok- og Mediaässan, eða Sænska bóka- og fjölmiðlamessan og verður haldin í Stokkhólmi 20. ágúst komandi? „Þetta kom þannig til að ég hélt smá ræðu fyrr í sumar í Osló um breska heimspekinginn Roger Scruton sem ég held að hafi verið helsti heimspekingur Bretlands á seinni hluta tuttugustu aldar. Hann lét sig skipulag og fegurð í arkíktetúr miklu varða en skrifaði auðvitað um margt annað. En þetta var sérstakt umfjöllunarefni hjá honum og hann fór fyrir nefnd breskra stjórnvalda hvernig bæta mætti umhverfið. Ég sem sagt hélt erindi um þennan merka mann sem vakti athygli. Eftir það hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir og óskir um að mæta með erindi um eitt og annað.“ Sigmundur Davíð segir að þau sem stýra dagskránni á þessari sænsku bókahátíð vildu fá sig til að tala um reynslu Íslands af fjármálakrísunni í ljósi stöðunnar núna. „Ég tók náttúrlega vel í það. Ég reyni yfirleitt að verða við því þegar ég er beðinn um að tala um eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég hef meira að segja haldið erindi hjá Vinstri grænum.“
Miðflokkurinn Svíþjóð Tengdar fréttir Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. 2. ágúst 2022 14:36 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. 2. ágúst 2022 14:36