Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2022 11:17 Reykurinn sem stígur upp frá eldgosinu hefur bláleitan blæ. Það er merki um hið skaðlega brennisteinstvíoxíð. Vísir/Vilhelm Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. Líkanið gerir ráð fyrir að styrkur brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti við yfirborð verði á bilinu 2.600 til 9.000 míkrógrömm í rúmmetra. Gasið tekur svo stefnu aðeins vestur á bóginn þegar líða fer á kvöldið og nær yfir Garð og hugsanlega Reykjanesbæ, þó í minna magni en í Vogum. Samkvæmt töflu á loftgæðavef Umhverfisstofnunar er svo mikið magn brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti óhollt fólki. Fólk, sér í lagi viðkvæmir, geti upplifað hósta, höfuðverk og ertingu í augum, nefi og koki. Fólk er beðið um að forðast áreynslu utandyra, þeir sem hafi tök á haldi sig innandyra, reyni að anda eingöngu gegnum nef, loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að líkanið eigi það til að ofmeta magn koltvísýrings við yfirborð og því sé best að fylgjast með loftgæðum í rauntíma á vef Umhverfisstofnunar. Gæti lagt yfir borgina Í nótt og í fyrramálið verður suðvestanátt og því er höfuðborgarsvæði neðan vinds frá gosstöðvunum. Spálíkanið gerir ekki ráð fyrir að gas nái til jarðar en Elín Björk segir ekki ótilokað að það nái í borgina. Í versta falli yrði magnið þó langt undir heilsuverndarmörkum. Þegar líða fer á daginn snýst vindur í hreina vestanátt og þá verða Þorlákshöfn, Eyrarbakki, Stokkseyri og Selfoss í hættu á að fá yfir sig gas. Í Þorlákshöfn eru 350 til 600 míkrógrömmum í rúmmetra spáð annað kvöld en annars staðar undir 350 míkrógrömmum. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Líkanið gerir ráð fyrir að styrkur brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti við yfirborð verði á bilinu 2.600 til 9.000 míkrógrömm í rúmmetra. Gasið tekur svo stefnu aðeins vestur á bóginn þegar líða fer á kvöldið og nær yfir Garð og hugsanlega Reykjanesbæ, þó í minna magni en í Vogum. Samkvæmt töflu á loftgæðavef Umhverfisstofnunar er svo mikið magn brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti óhollt fólki. Fólk, sér í lagi viðkvæmir, geti upplifað hósta, höfuðverk og ertingu í augum, nefi og koki. Fólk er beðið um að forðast áreynslu utandyra, þeir sem hafi tök á haldi sig innandyra, reyni að anda eingöngu gegnum nef, loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að líkanið eigi það til að ofmeta magn koltvísýrings við yfirborð og því sé best að fylgjast með loftgæðum í rauntíma á vef Umhverfisstofnunar. Gæti lagt yfir borgina Í nótt og í fyrramálið verður suðvestanátt og því er höfuðborgarsvæði neðan vinds frá gosstöðvunum. Spálíkanið gerir ekki ráð fyrir að gas nái til jarðar en Elín Björk segir ekki ótilokað að það nái í borgina. Í versta falli yrði magnið þó langt undir heilsuverndarmörkum. Þegar líða fer á daginn snýst vindur í hreina vestanátt og þá verða Þorlákshöfn, Eyrarbakki, Stokkseyri og Selfoss í hættu á að fá yfir sig gas. Í Þorlákshöfn eru 350 til 600 míkrógrömmum í rúmmetra spáð annað kvöld en annars staðar undir 350 míkrógrömmum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira