Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2022 11:31 Stuðningsmönnum Lech Poznan var heitt í hamsi í Víkinni í gær. stöð 2 sport Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. Víkingur sigraði Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Fyrir utan öfluga byrjun á seinni hálfleik ógnaði Lech Poznan marki Víkings sjaldan og heimamenn voru líklegri til að bæta við mörkum en gestirnir frá Póllandi að jafna. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur gengið illa það sem af er þessu tímabili og stuðningsmenn liðsins eru greinilega ekki sáttir með gang mála. Eftir leikinn í Víkinni létu þeir leikmenn Lech Poznan hafa það óþvegið ekki ósvipað og stuðningsmenn Pogon Szczecin gerðu eftir að þeir töpuðu fyrir KR í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson er hrifinn af þessari nálgun pólsku stuðningsmannnanna. „Ég ætla að segja mína skoðun á þessu. Sjáið alla leikmennina, þeir standa þarna og hlusta á skammirnir. Ég væri til í að sjá þetta tekið upp hjá íslenskum liðum,“ sagði Máni. „Þetta er fólkið sem borgar laun þessara manna. Þetta eru yfirmenn þeirra og þeir eru bara að segja þeim fyrir verkum.“ Kjartan Atli Kjartansson kom með skemmtilega líkingu á uppákomunni í Víkinni. „Þetta er eins og mennskt spjallborð,“ sagði hann. Klippa: Létu eigin leikmenn heyra það Pólskir fjölmiðlar fóru ekki fögrum orðum um frammistöðu Lech Poznan í leiknum í gær og hneykluðust á henni. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ sagði til að mynda í útbreiddasta íþróttablaði Póllands, Przeglad Sportowy. Seinni leikur Víkings og Lech Poznan fer fram í Póllandi á fimmtudaginn. Víkingum dugar þar jafntefli til að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar myndu þeir að öllum líkindum mæta Dudelange frá Lúxemborg. Næsti leikur Víkings er gegn Fram í Bestu deildinni á sunnudaginn. Víkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, níu stigum á eftir toppliði Blika en eiga leik til góða. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Víkingur sigraði Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Fyrir utan öfluga byrjun á seinni hálfleik ógnaði Lech Poznan marki Víkings sjaldan og heimamenn voru líklegri til að bæta við mörkum en gestirnir frá Póllandi að jafna. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur gengið illa það sem af er þessu tímabili og stuðningsmenn liðsins eru greinilega ekki sáttir með gang mála. Eftir leikinn í Víkinni létu þeir leikmenn Lech Poznan hafa það óþvegið ekki ósvipað og stuðningsmenn Pogon Szczecin gerðu eftir að þeir töpuðu fyrir KR í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson er hrifinn af þessari nálgun pólsku stuðningsmannnanna. „Ég ætla að segja mína skoðun á þessu. Sjáið alla leikmennina, þeir standa þarna og hlusta á skammirnir. Ég væri til í að sjá þetta tekið upp hjá íslenskum liðum,“ sagði Máni. „Þetta er fólkið sem borgar laun þessara manna. Þetta eru yfirmenn þeirra og þeir eru bara að segja þeim fyrir verkum.“ Kjartan Atli Kjartansson kom með skemmtilega líkingu á uppákomunni í Víkinni. „Þetta er eins og mennskt spjallborð,“ sagði hann. Klippa: Létu eigin leikmenn heyra það Pólskir fjölmiðlar fóru ekki fögrum orðum um frammistöðu Lech Poznan í leiknum í gær og hneykluðust á henni. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ sagði til að mynda í útbreiddasta íþróttablaði Póllands, Przeglad Sportowy. Seinni leikur Víkings og Lech Poznan fer fram í Póllandi á fimmtudaginn. Víkingum dugar þar jafntefli til að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar myndu þeir að öllum líkindum mæta Dudelange frá Lúxemborg. Næsti leikur Víkings er gegn Fram í Bestu deildinni á sunnudaginn. Víkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, níu stigum á eftir toppliði Blika en eiga leik til góða.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
„Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42