Klísturslausi boltinn hans Hassans hefur vanist vel eftir brösuga byrjun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2022 09:00 Selfyssingurinn Tinna Sigurrós Traustadóttir reynir skot með klísturslausa boltanum. ihf Klísturslausi boltinn, sem notast er við á HM kvenna átján ára og yngri, hefur vanist ágætlega. Þetta segir annar þjálfara íslenska liðsins sem hefur spilað sérlega vel á mótinu. HM U-18 ára kvenna í Norður-Makedóníu er fyrsta stórmótið þar sem notast er við klísturslausa boltann. Hann er mikið hjartans mál fyrir Dr. Hassan Moustafa, hinn þaulsetna og umdeilda forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins (IHF). Boltinn umræddi hefur allavega ekki truflað íslenska liðið mikið á HM en það er enn taplaust og þegar búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum mótsins. Árna Stefáni Guðjónssyni, sem þjálfar íslenska U-18 ára liðsins ásamt Ágústi Jóhannssyni, leist ekkert á blikuna þegar hann sá fyrstu æfingarnar með klísturslausa boltann. „Við vorum mjög stressaðir. Fyrstu 2-3 æfingarnar voru eins og sumir leikmenn hefðu ekki snert handbolta áður. En þær voru fljótar að venjast þessu,“ sagði Árni í samtali við Vísi í gær. „Ráðið er víst að vera aðeins rakur á höndunum sem væri vanalega ekki gott í handbolta. Gripið virðist þá aðeins aukast. Við höfum ekki átt í teljandi vandræðum en hornamennirnir finna að það er erfiðara að snúa boltann og framkvæmda ákveðin skot. Heilt yfir hefur þetta gengið miklu betur en maður þorði að vona en sum lið tuða meira yfir þessu en önnur.“ Þótt HM U-18 ára kvenna sé fyrsta stórmótið þar sem klísturslausi boltinn er notaður hefur verið spilað með hann áður, til dæmis í Suður-Ameríku. Ísland mætir heimaliði Norður-Makedóníu í seinni leik sínum í milliriðli 1 klukkan 18:30 í kvöld. Forðist íslenska liðið tap vinnur það riðilinn. Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
HM U-18 ára kvenna í Norður-Makedóníu er fyrsta stórmótið þar sem notast er við klísturslausa boltann. Hann er mikið hjartans mál fyrir Dr. Hassan Moustafa, hinn þaulsetna og umdeilda forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins (IHF). Boltinn umræddi hefur allavega ekki truflað íslenska liðið mikið á HM en það er enn taplaust og þegar búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum mótsins. Árna Stefáni Guðjónssyni, sem þjálfar íslenska U-18 ára liðsins ásamt Ágústi Jóhannssyni, leist ekkert á blikuna þegar hann sá fyrstu æfingarnar með klísturslausa boltann. „Við vorum mjög stressaðir. Fyrstu 2-3 æfingarnar voru eins og sumir leikmenn hefðu ekki snert handbolta áður. En þær voru fljótar að venjast þessu,“ sagði Árni í samtali við Vísi í gær. „Ráðið er víst að vera aðeins rakur á höndunum sem væri vanalega ekki gott í handbolta. Gripið virðist þá aðeins aukast. Við höfum ekki átt í teljandi vandræðum en hornamennirnir finna að það er erfiðara að snúa boltann og framkvæmda ákveðin skot. Heilt yfir hefur þetta gengið miklu betur en maður þorði að vona en sum lið tuða meira yfir þessu en önnur.“ Þótt HM U-18 ára kvenna sé fyrsta stórmótið þar sem klísturslausi boltinn er notaður hefur verið spilað með hann áður, til dæmis í Suður-Ameríku. Ísland mætir heimaliði Norður-Makedóníu í seinni leik sínum í milliriðli 1 klukkan 18:30 í kvöld. Forðist íslenska liðið tap vinnur það riðilinn.
Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira