Óskar „heyrði einu sinni í“ Norrköping en tekur ekki við liðinu Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 15:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson segist vera í frábæru starfi sem þjálfari Breiðabliks. vísir/Diego Nú virðist útséð um að Óskar Hrafn Þorvaldsson verði næsti þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Norrköping. Hann gaf enda lítið fyrir orðróminn, aðspurður um hann í gær. Óskar stýrir Breiðabliki í kvöld þegar liðið tekur á móti Istanbul Basaksehir í Sambandsdeild Evrópu. Eftir góðan árangur Breiðabliks og Gróttu undir stjórn Óskars má ætla að erlend félög beri víurnar í þennan 48 ára gamla þjálfara. Norrköping er þar á meðal en samkvæmt staðarmiðlinum Norrköpings Tidende hefur félagið nú ákveðið að ráða Danann Glen Riddersholm sem þjálfara liðsins. Í samtali við Stöð 2 í gær var Óskar spurður út í þann orðróm að hann kæmi til greina sem þjálfari Norrköping og svaraði hann þá: „Þetta er bara endurvinnsla á gömlum fréttum held ég. Ég heyrði í þeim einu sinni og hef ekkert heyrt í þeim meira. Ég get svo sem ekkert verið að velta mér upp úr því eða flytja einhverjar fréttir. Ég er bara þjálfari Breiðabliks og það er bara frábært starf. Heiður að stýra þessu liði og þar er hugur minn núna.“ Riddersholm er fimmtugur og hefur verið án starfs í nokkra mánuði eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari hjá belgíska félaginu Genk. áður þjálfaði hann í dönsku úrvalsdeildinni, hjá SönderjyskE, AGF og Midtjylland. Óhætt er að segja að Norrköping sé mikið Íslendingalið en í leikmannahópi aðalliðs félagsins eru nú fjórir Íslendingar, þeir Ari Freyr Skúlason, Arnór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Kristinn Bjarnason. Sænski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn ofarlega á óskalista Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ofarlega á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem er í þjálfaraleit. 2. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Óskar stýrir Breiðabliki í kvöld þegar liðið tekur á móti Istanbul Basaksehir í Sambandsdeild Evrópu. Eftir góðan árangur Breiðabliks og Gróttu undir stjórn Óskars má ætla að erlend félög beri víurnar í þennan 48 ára gamla þjálfara. Norrköping er þar á meðal en samkvæmt staðarmiðlinum Norrköpings Tidende hefur félagið nú ákveðið að ráða Danann Glen Riddersholm sem þjálfara liðsins. Í samtali við Stöð 2 í gær var Óskar spurður út í þann orðróm að hann kæmi til greina sem þjálfari Norrköping og svaraði hann þá: „Þetta er bara endurvinnsla á gömlum fréttum held ég. Ég heyrði í þeim einu sinni og hef ekkert heyrt í þeim meira. Ég get svo sem ekkert verið að velta mér upp úr því eða flytja einhverjar fréttir. Ég er bara þjálfari Breiðabliks og það er bara frábært starf. Heiður að stýra þessu liði og þar er hugur minn núna.“ Riddersholm er fimmtugur og hefur verið án starfs í nokkra mánuði eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari hjá belgíska félaginu Genk. áður þjálfaði hann í dönsku úrvalsdeildinni, hjá SönderjyskE, AGF og Midtjylland. Óhætt er að segja að Norrköping sé mikið Íslendingalið en í leikmannahópi aðalliðs félagsins eru nú fjórir Íslendingar, þeir Ari Freyr Skúlason, Arnór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Sænski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn ofarlega á óskalista Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ofarlega á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem er í þjálfaraleit. 2. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Óskar Hrafn ofarlega á óskalista Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ofarlega á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem er í þjálfaraleit. 2. ágúst 2022 11:31