„Maður myndi alveg þiggja fleiri svona helgar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. ágúst 2022 23:00 Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Verslunarmannahelgin var með rólegra móti þetta árið þó hátíðarhöld hafi verið víða á landinu og mikil stemning eftir faraldur. Færri líkamsárásir komu á borð lögreglu en oft áður en tilkynnt hefur verið um tvö kynferðisbrot í Vestmannaeyjum. Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og nóg að gera víðs vegar á landinu en þó voru margir sem héldu sig í Reykjavík þetta árið. „Heilt yfir þá bara gekk þetta mjög vel, þessi helgi,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um verkefni helgarinnar en að hans sögn var helgin rólegri en oft áður. „Maður myndi alveg þiggja fleiri svona helgar.“ Þó nokkur mál komu þó á borð lögreglu og voru þau að mestu tengd skemmtanahaldi auk þess sem eitthvað var um ölvunarakstur. Nítján líkamsárásir voru tilkynntar í heildina, þar af tvær alvarlegar, en Jóhann segir það ekki mikið. „Ég held að þjóðin hafi bara einhvern veginn breyst í Covid, fólk er farið fyrr út og fyrr heim og við sjáum það bara á tölunum, það er minna um líkamsárásir,“ segir hann. Gekk vel í Eyjum þó eitt ofbeldisbrot sé einu of mikið Þó það hafi verið nóg að gera í miðbænum þessa helgina þá voru þó ívið færri en vanalega en margir sóttu ýmsar hátíðir víðs vegar á landinu. Þannig var til að mynda mjög fjölmennt á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Það var gríðarlegur fjöldi, sérstaklega þegar á leið og mest á sunnudagskvöldið, og svona miðað við mannfjölda og hátíðina í heild sinni þá gekk þetta bara nokkuð vel,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og settur lögreglustjóri á Suðurlandi. Sömu sögu megi segja af Suðurlandinu þar sem margir voru á tjaldsvæðum og umferð mikil. Tilfinning lögreglu sé sú að minni erill hafi verið þessa helgina. Í Vestmannaeyjum voru átta líkamsárásarmál skráð hjá lögreglu, aðeins færri en á fyrri árum. Þá var tilkynnt um tvö kynferðisbrot í gær og eru þau mál til meðferðar. Á Suðurlandi hefur sömuleiðis verið tilkynnt um eitt kynferðisbrot eftir helgina. Of snemmt er að bera þann fjölda saman við fyrri ár að sögn Gríms. „Það er auðvitað þekkt varðandi kynferðisbrotin að þau eru gjarnan tilkynnt eftir á, þannig það er í sjálfu sér ekki hægt að skoða niðurstöðuna fyrr en einhver tími er liðinn,“ segir Grímur. Eitt ofbeldisbrot sé þó einu of mikið. „Það er alltaf markmiðið að þetta verði allt eins gott og mögulegt er, við reynum alltaf að bæta okkur,“ segir hann. Lögreglumál Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Einhver kynferðisbrot tilkynnt eftir helgina en of snemmt að bera saman við fyrri ár Ofbeldisbrot um verslunarmannahelgina virðast við fyrstu sýn álíka mörg og fyrir faraldur að sögn verkefnastjóra aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Einhver kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu en hafa þurfi í huga að þau séu yfirleitt tilkynnt seinna. Þá sé sumarið ekki búið og stórir viðburðir fram undan. 2. ágúst 2022 13:16 Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15 Tiltölulega róleg helgi hjá lögreglunni og betri en margir þorðu að vona Landsmenn skemmtu sér nokkuð vel um verslunarmannahelgina en að sögn lögreglu var helgin betri en menn þorðu að vona eftir faraldurinn. Á Akureyri og í Vestmannaeyjum var lítið um alvarleg brot en þó á eftir að gera helgina frekar upp. 1. ágúst 2022 18:55 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og nóg að gera víðs vegar á landinu en þó voru margir sem héldu sig í Reykjavík þetta árið. „Heilt yfir þá bara gekk þetta mjög vel, þessi helgi,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um verkefni helgarinnar en að hans sögn var helgin rólegri en oft áður. „Maður myndi alveg þiggja fleiri svona helgar.“ Þó nokkur mál komu þó á borð lögreglu og voru þau að mestu tengd skemmtanahaldi auk þess sem eitthvað var um ölvunarakstur. Nítján líkamsárásir voru tilkynntar í heildina, þar af tvær alvarlegar, en Jóhann segir það ekki mikið. „Ég held að þjóðin hafi bara einhvern veginn breyst í Covid, fólk er farið fyrr út og fyrr heim og við sjáum það bara á tölunum, það er minna um líkamsárásir,“ segir hann. Gekk vel í Eyjum þó eitt ofbeldisbrot sé einu of mikið Þó það hafi verið nóg að gera í miðbænum þessa helgina þá voru þó ívið færri en vanalega en margir sóttu ýmsar hátíðir víðs vegar á landinu. Þannig var til að mynda mjög fjölmennt á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Það var gríðarlegur fjöldi, sérstaklega þegar á leið og mest á sunnudagskvöldið, og svona miðað við mannfjölda og hátíðina í heild sinni þá gekk þetta bara nokkuð vel,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og settur lögreglustjóri á Suðurlandi. Sömu sögu megi segja af Suðurlandinu þar sem margir voru á tjaldsvæðum og umferð mikil. Tilfinning lögreglu sé sú að minni erill hafi verið þessa helgina. Í Vestmannaeyjum voru átta líkamsárásarmál skráð hjá lögreglu, aðeins færri en á fyrri árum. Þá var tilkynnt um tvö kynferðisbrot í gær og eru þau mál til meðferðar. Á Suðurlandi hefur sömuleiðis verið tilkynnt um eitt kynferðisbrot eftir helgina. Of snemmt er að bera þann fjölda saman við fyrri ár að sögn Gríms. „Það er auðvitað þekkt varðandi kynferðisbrotin að þau eru gjarnan tilkynnt eftir á, þannig það er í sjálfu sér ekki hægt að skoða niðurstöðuna fyrr en einhver tími er liðinn,“ segir Grímur. Eitt ofbeldisbrot sé þó einu of mikið. „Það er alltaf markmiðið að þetta verði allt eins gott og mögulegt er, við reynum alltaf að bæta okkur,“ segir hann.
Lögreglumál Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Einhver kynferðisbrot tilkynnt eftir helgina en of snemmt að bera saman við fyrri ár Ofbeldisbrot um verslunarmannahelgina virðast við fyrstu sýn álíka mörg og fyrir faraldur að sögn verkefnastjóra aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Einhver kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu en hafa þurfi í huga að þau séu yfirleitt tilkynnt seinna. Þá sé sumarið ekki búið og stórir viðburðir fram undan. 2. ágúst 2022 13:16 Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15 Tiltölulega róleg helgi hjá lögreglunni og betri en margir þorðu að vona Landsmenn skemmtu sér nokkuð vel um verslunarmannahelgina en að sögn lögreglu var helgin betri en menn þorðu að vona eftir faraldurinn. Á Akureyri og í Vestmannaeyjum var lítið um alvarleg brot en þó á eftir að gera helgina frekar upp. 1. ágúst 2022 18:55 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Einhver kynferðisbrot tilkynnt eftir helgina en of snemmt að bera saman við fyrri ár Ofbeldisbrot um verslunarmannahelgina virðast við fyrstu sýn álíka mörg og fyrir faraldur að sögn verkefnastjóra aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Einhver kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu en hafa þurfi í huga að þau séu yfirleitt tilkynnt seinna. Þá sé sumarið ekki búið og stórir viðburðir fram undan. 2. ágúst 2022 13:16
Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15
Tiltölulega róleg helgi hjá lögreglunni og betri en margir þorðu að vona Landsmenn skemmtu sér nokkuð vel um verslunarmannahelgina en að sögn lögreglu var helgin betri en menn þorðu að vona eftir faraldurinn. Á Akureyri og í Vestmannaeyjum var lítið um alvarleg brot en þó á eftir að gera helgina frekar upp. 1. ágúst 2022 18:55
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent