Læknar búast við neyðarástandi Árni Sæberg skrifar 2. ágúst 2022 10:13 Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og forseti Norrænu öldrunarfræðaráðstefnunnar. Vísir/Einar Formaður Læknafélags Íslands segist búast við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Hann segir álag á heilbrigðisstarfsfólk orðið að hættulegum vítahring. Þegar álag aukist fækki fólki og meira álag verði á þeim sem eftir standa. Steinunn Þórðardóttir, læknir og formaður Læknafélags Íslands, ræddi alvarlegan læknaskort hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einungis sextíu heimilislæknar starfa hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa. Portúgal hefur flesta starfandi heimilislækna fyrir hvern íbúa eða 292 á hverja hundrað þúsund. Við Íslendingar erum í þriðja neðsta sæti á lista yfir fjölda lækna í Evrópuþjóðum. „Þetta er virkilega sláandi en við fögnum því auðvitað að þessu sé veitt athygli,“ segir Steinunn. Hún segir að gríðarlegur skortur sé á sérfræðingum í heimilislækningum og að sú stétt sé farin að eldast mikið. Innan tíu ára muni nánast helmingur þeirra vera farinn á eftirlaun. Hún segir þó að sem betur fer sé sérnám í heimilislækningum öflugt og fari vaxandi. Myndi halda að læknar hér væru fleiri Steinunn segir að þegar litið sé til heildarfjölda lækna sé Ísland neðst á lista Norðurlandanna. „Þetta slær mig líka svolítið illa vegna þess að menn velta því fyrir sér, Ísland er auðvitað pínulítið land og lítil rekstrareining og dreifbýlt. Maður mundi halda að við ættum að hafa jafnvel fleiri lækna til að ná að dekka alla þjónustu á svona litlu landi,“ segir hún. Ekki vitað hversu marga lækna þarf Steinunn segir ekki vitað hverssu marga lækna þurfi til að reka heilbrigðiskerfið hér á landi með sómasamlegum hætti. „Það er eitt af því sem við höfum líka verið að kalla eftir, úttekt á mannaflaþörf lækna á Íslandi og hvað er hámarksálag á lækni,“ segir hún. Þá segir Steinunn að það fæli lækna frá landinu að vita ekki hversu mörgum sjúklingar þeir þurfa að sinna. „Það eru ekki allir tilbúnir að vinna við aðstæður þar sem er opinn tékki á þitt vinnuframlag,“ segir hún og bendir á að í Svíþjóð hafi nýverið verið sett hámark á fjölda sjúklinga sem læknar sinna. Sænskir heimilislæknar mega mest sinna 1.100 en hér á landi sinni heimilislæknar jafnvel tvöfalt fleiri sjúklingum. Viðtal við Steinunni Þórðardóttur í Bítinu á Bygjunni í morgun má heyra í spilaranum hér að ofan. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira
Steinunn Þórðardóttir, læknir og formaður Læknafélags Íslands, ræddi alvarlegan læknaskort hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einungis sextíu heimilislæknar starfa hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa. Portúgal hefur flesta starfandi heimilislækna fyrir hvern íbúa eða 292 á hverja hundrað þúsund. Við Íslendingar erum í þriðja neðsta sæti á lista yfir fjölda lækna í Evrópuþjóðum. „Þetta er virkilega sláandi en við fögnum því auðvitað að þessu sé veitt athygli,“ segir Steinunn. Hún segir að gríðarlegur skortur sé á sérfræðingum í heimilislækningum og að sú stétt sé farin að eldast mikið. Innan tíu ára muni nánast helmingur þeirra vera farinn á eftirlaun. Hún segir þó að sem betur fer sé sérnám í heimilislækningum öflugt og fari vaxandi. Myndi halda að læknar hér væru fleiri Steinunn segir að þegar litið sé til heildarfjölda lækna sé Ísland neðst á lista Norðurlandanna. „Þetta slær mig líka svolítið illa vegna þess að menn velta því fyrir sér, Ísland er auðvitað pínulítið land og lítil rekstrareining og dreifbýlt. Maður mundi halda að við ættum að hafa jafnvel fleiri lækna til að ná að dekka alla þjónustu á svona litlu landi,“ segir hún. Ekki vitað hversu marga lækna þarf Steinunn segir ekki vitað hverssu marga lækna þurfi til að reka heilbrigðiskerfið hér á landi með sómasamlegum hætti. „Það er eitt af því sem við höfum líka verið að kalla eftir, úttekt á mannaflaþörf lækna á Íslandi og hvað er hámarksálag á lækni,“ segir hún. Þá segir Steinunn að það fæli lækna frá landinu að vita ekki hversu mörgum sjúklingar þeir þurfa að sinna. „Það eru ekki allir tilbúnir að vinna við aðstæður þar sem er opinn tékki á þitt vinnuframlag,“ segir hún og bendir á að í Svíþjóð hafi nýverið verið sett hámark á fjölda sjúklinga sem læknar sinna. Sænskir heimilislæknar mega mest sinna 1.100 en hér á landi sinni heimilislæknar jafnvel tvöfalt fleiri sjúklingum. Viðtal við Steinunni Þórðardóttur í Bítinu á Bygjunni í morgun má heyra í spilaranum hér að ofan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira