Falleg saga frá bráðamóttökunni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2022 20:05 Fjölskyldan í Hveragerði, sem skaut skjólshúsi yfir bresku bræðurna, Jóhann Már, Svandís og Ýmir Kári, sonur þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjón í Hveragerði tóku að sér sjö og tíu ára bræður frá Bretlandi og leyfðu þeim að gista hjá sér í nótt. Ástæðan er sú að eiginmaðurinn er yfirlæknir á Selfossi og hafði verið að sinna bráðveikri mömmu drengjanna, sem þurfti að fara í bráðaaðgerð í Reykjavík. Bræðurnir höfðu ekki í nein hús að venda og tóku hjónin drengina að sér með leyfi barnaverndaryfirvalda. Konan kom á bráðamóttökuna á Selfossi í gærmorgun og var þar í svolítinn tíma en var svo flutt á forgangi með sjúkrabíl til Reykjavíkur í bráðaaðgerð. Konan, sem er bresk var í vikuferðalagi á Íslandi með syni sína. Þau áttu að fljúga heim í gær en ekkert varð af því. Jóhann Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni sinnti konunni en þegar hún var farin til Reykjavíkur stóðu drengirnir einir eftir, þekktu engan og höfðu ekki í nein hús að venda. Jóhann hringdi þá í Svandísi, konu sína, og spurði hvort þau gætu ekki tekið drengina heim til sín á meðan væri verið að finna út úr málum þeirra, „Jú, jú,“ sagði eiginkonan, „ekkert mál“ og voru drengirnir í Heiðarbrúninni hjá Jóhanni, Svandísi og syni þeirra, Ými Kára, frá því síðdegis í gær og þar til í morgun. Tekið skal skýrt fram að barnaverndarnefnd gaf sitt leyfi fyrir veru bræðranna á heimili fjölskyldunnar í Hveragerði. „Þetta voru tveir breskir strákar, sem voru ótrúlega brattir miðað við aðstæður,“ segir Jóhann og Svandís Sigurðardóttir, eiginkona hans bætir við. „Já, voru ótrúlega duglegir, tóku þessu öllu með ró. Það var ótrúlega fallegt samband á milli þeirra, þessi eldri var mjög mikið að passa þann yngri.“ Og þeir sváfu í flatsæng í herberginu hans Ýmis? „Já, Ýmir var mjög ánægður að fá tvo eldri bræður aðeins lánaða og gerði svona svolítið, sem þeir gerðu,“ segir Jóhann. Þetta er ótrúlega fallegt og vel gert hjá ykkur. „Já, takk fyrir það, það var voðalega lítið annað hægt að gera. Okkur fannst þetta bara sjálfsagt, bara það rétta í stöðunni,“ bætir Jóhann við. Konan var flutt á forgangi frá bráðamóttökunni á Selfossi í gær á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún fór i bráðaaðgerð. Hún verður á spítalanum í nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir máttu velja um í morgun hvort þeir vildu hafragraut í morgunmat eða Hunangs Cheerios, þeir völdu Cheeriosið. Fulltrúi Barnaverndar sótti þá í Hveragerði fyrir hádegi og fór með þá í heimsókn til mömmu þeirra á sjúkrahúsið og fylgdi þeim síðan í Leifsstöð þar sem þeir flugu síðdegis heim til Bretlands með fylgd í flugvélinni. En hvernig líður mömmu þeirra í dag? „Heyrðu já, hún er bara að jafna sig og bara við ágæta líðan held ég,“ segir yfirlæknir bráðamóttökunnar á Selfossi. Árborg Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Konan kom á bráðamóttökuna á Selfossi í gærmorgun og var þar í svolítinn tíma en var svo flutt á forgangi með sjúkrabíl til Reykjavíkur í bráðaaðgerð. Konan, sem er bresk var í vikuferðalagi á Íslandi með syni sína. Þau áttu að fljúga heim í gær en ekkert varð af því. Jóhann Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni sinnti konunni en þegar hún var farin til Reykjavíkur stóðu drengirnir einir eftir, þekktu engan og höfðu ekki í nein hús að venda. Jóhann hringdi þá í Svandísi, konu sína, og spurði hvort þau gætu ekki tekið drengina heim til sín á meðan væri verið að finna út úr málum þeirra, „Jú, jú,“ sagði eiginkonan, „ekkert mál“ og voru drengirnir í Heiðarbrúninni hjá Jóhanni, Svandísi og syni þeirra, Ými Kára, frá því síðdegis í gær og þar til í morgun. Tekið skal skýrt fram að barnaverndarnefnd gaf sitt leyfi fyrir veru bræðranna á heimili fjölskyldunnar í Hveragerði. „Þetta voru tveir breskir strákar, sem voru ótrúlega brattir miðað við aðstæður,“ segir Jóhann og Svandís Sigurðardóttir, eiginkona hans bætir við. „Já, voru ótrúlega duglegir, tóku þessu öllu með ró. Það var ótrúlega fallegt samband á milli þeirra, þessi eldri var mjög mikið að passa þann yngri.“ Og þeir sváfu í flatsæng í herberginu hans Ýmis? „Já, Ýmir var mjög ánægður að fá tvo eldri bræður aðeins lánaða og gerði svona svolítið, sem þeir gerðu,“ segir Jóhann. Þetta er ótrúlega fallegt og vel gert hjá ykkur. „Já, takk fyrir það, það var voðalega lítið annað hægt að gera. Okkur fannst þetta bara sjálfsagt, bara það rétta í stöðunni,“ bætir Jóhann við. Konan var flutt á forgangi frá bráðamóttökunni á Selfossi í gær á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún fór i bráðaaðgerð. Hún verður á spítalanum í nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir máttu velja um í morgun hvort þeir vildu hafragraut í morgunmat eða Hunangs Cheerios, þeir völdu Cheeriosið. Fulltrúi Barnaverndar sótti þá í Hveragerði fyrir hádegi og fór með þá í heimsókn til mömmu þeirra á sjúkrahúsið og fylgdi þeim síðan í Leifsstöð þar sem þeir flugu síðdegis heim til Bretlands með fylgd í flugvélinni. En hvernig líður mömmu þeirra í dag? „Heyrðu já, hún er bara að jafna sig og bara við ágæta líðan held ég,“ segir yfirlæknir bráðamóttökunnar á Selfossi.
Árborg Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira