Fékk líflátshótanir eftir klúðrið í Abu Dhabi: „Rasísk, ofbeldisfull og viðbjóðsleg skilaboð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 15:45 Masi vildi ekki tala við neinn eftir atvikið og einangraði sig. Bryn Lennon/Getty Images Ástralinn Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri í Formúlu 1, gerði afdrifarík mistök í lokakeppni síðasta keppnistímabils. Hann segir sig og fjölskyldu sína hafa fengið líflátshótanir eftir atvikið. Hinn 44 ára gamli Masi fór ekki eftir reglum í lokakeppni tímabilsins þar sem Hollendingurinn Max Verstappen tók fram úr Lewis Hamilton eftir öryggisbíl í lok keppninnar. Með því tryggði Verstappen sér heimsmeistaratitilinn á kostnað Hamiltons. Hamilton hefði með sigri unnið sinn áttunda heimsmeistaratitil en hann og Michael Schumacher hafa unnið flesta í sögunni, sjö talsins. Stuðningsfólk Bretans virðast hafa látið reiði sína vegna málsins bitna á Masi. „Þetta voru myrkir dagar,“ hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir Masi. „Algjörlega, mér leið eins og ég væri hataðasti maður heims. Ég fékk líflátshótanir. Fólk sagði að þau kæmu á eftir mér og fjölskyldu minni,“ FIA, yfirstofnun Formúlu 1, rannsakaði málið og var niðurstaða þeirrar rannsóknar að mannleg mistök hefðu orðið þess valdandi að reglunum var misbeitt í lokakeppninni í Abu Dhabi í desember. Masi hætti í kjölfarið hjá FIA, en hann lauk formlega störfum fyrr í þessum mánuði. „Þetta voru sjokkerandi skilaboð,“ sagði hann um þau sem voru send á hann í gegnum samfélagsmiðla. Rasísk, ofbeldisfull, viðbjóðsleg - þau kölluðu mig öllum nöfnum undir sólinni.“ sagði Masi sem segist hafa einangrað sig í kjölfarið. „Ég vildi ekki tala við neinn,“ sagði Masi. „Ekki einu sinni fjölskyldu mína og vini. Ég talaði aðeins við mína nánustu fjölskyldu, en ekki mikið.“ Akstursíþróttir Ástralía Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Masi fór ekki eftir reglum í lokakeppni tímabilsins þar sem Hollendingurinn Max Verstappen tók fram úr Lewis Hamilton eftir öryggisbíl í lok keppninnar. Með því tryggði Verstappen sér heimsmeistaratitilinn á kostnað Hamiltons. Hamilton hefði með sigri unnið sinn áttunda heimsmeistaratitil en hann og Michael Schumacher hafa unnið flesta í sögunni, sjö talsins. Stuðningsfólk Bretans virðast hafa látið reiði sína vegna málsins bitna á Masi. „Þetta voru myrkir dagar,“ hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir Masi. „Algjörlega, mér leið eins og ég væri hataðasti maður heims. Ég fékk líflátshótanir. Fólk sagði að þau kæmu á eftir mér og fjölskyldu minni,“ FIA, yfirstofnun Formúlu 1, rannsakaði málið og var niðurstaða þeirrar rannsóknar að mannleg mistök hefðu orðið þess valdandi að reglunum var misbeitt í lokakeppninni í Abu Dhabi í desember. Masi hætti í kjölfarið hjá FIA, en hann lauk formlega störfum fyrr í þessum mánuði. „Þetta voru sjokkerandi skilaboð,“ sagði hann um þau sem voru send á hann í gegnum samfélagsmiðla. Rasísk, ofbeldisfull, viðbjóðsleg - þau kölluðu mig öllum nöfnum undir sólinni.“ sagði Masi sem segist hafa einangrað sig í kjölfarið. „Ég vildi ekki tala við neinn,“ sagði Masi. „Ekki einu sinni fjölskyldu mína og vini. Ég talaði aðeins við mína nánustu fjölskyldu, en ekki mikið.“
Akstursíþróttir Ástralía Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira