Handbolti

U18 gerði jafntefli við Svartfjallaland

Arnar Geir Halldórsson skrifar
U18.
U18. HSÍ

U18 ára landslið Íslands í handbolta er að standa sig vel á HM sem fram fer í Norður-Makedóníu þessa dagana.

Í dag mættu stelpurnar firnasterku liði Svartfellinga og skildu liðin jöfn, 18-18 eftir hörkuleik. 

Lilja Ágústsdóttir var atkvæðamest í liði Íslands með sex mörk og Elín Klara Þorkelsdóttir næst með fjögur.

Líkt og í fyrsta leiknum átti Ethel Gyða Bjarnasen góðan leik í marki Íslands og varði meðal annars vítakast á krítisku augnabliki undir lok leiks að því er fram kemur í textalýsingu á handbolti.is.

Íslenska liðið mætir Alsír á þriðjudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×